Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju er Ísland eyja?

EDS

Skipta má þurrlendi jarðar í meginlönd annars vegar og eyjar hins vegar. Í svari við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? er að finna eftirfarandi klausu:
Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan undir er þykk og gerð úr kísilsýruríkum bergtegundum. Við þetta má bæta að í enskum orðabókum er meginland (continent) oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman.

Í sama svari er gerð tilraun til þess að útskýra nánar muninn á meginlandi og eyju og bent á nokkra þætti sem nota má til þess. Stærð er einn þeirra, meginlönd eru miklu mun stærri en eyjar, gerð jarðskorpunnar er annar þáttur þar sem oftast gildir að meginlöndin eru úr meginlandsskorpu en eyjur úr úthafsskorpu og þriðji þátturinn eru jarðskorpuflekar þar sem hvert meginland tilheyrir sérstökum fleka. Einnig hefur verið bent á að nota megi landslag, dýralíf, gróðurfar og menningu til þess að hjálpa til við að skilgreina hvað er eyja og hvað meginland.

Ef litið er til þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir er óhjákvæmilegt að segja að Ísland sé eyja. Það er land umflotið vatni, það er lítill landmassi, úr úthafsskorpu og tilheyrir ekki sérstökum jarðskorpufleka. Flóra og fána landsins er ekki einstök og þó menning okkar sé sérstök að ýmsu leyti þá dregur hún líka mjög dám af því sem gerist í nágrannalöndunum.

Svo má líka segja að Ísland sé eyja af því að það varð til sem eyja og hefur aldrei verið neitt annað. Þannig hefur það aldrei verið hluti af meginlandi eins og sum önnur lönd sem hafa svo klofnað frá „móðurlandinu“. Ísland er þannig ekki hluti af meginlandsfleka heldur hefur það einmitt orðið til við endurtekin eldgos á flekamótum. Það hefur til dæmis orðið til á sama hátt og eldfjallaeyjar Nýja-Sjálands; munurinn er bara sá að þær eru miklu eldri.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Sædís Rán, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Af hverju er Ísland eyja?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5955.

EDS. (2006, 19. maí). Af hverju er Ísland eyja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5955

EDS. „Af hverju er Ísland eyja?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5955>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Ísland eyja?
Skipta má þurrlendi jarðar í meginlönd annars vegar og eyjar hins vegar. Í svari við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? er að finna eftirfarandi klausu:

Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan undir er þykk og gerð úr kísilsýruríkum bergtegundum. Við þetta má bæta að í enskum orðabókum er meginland (continent) oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman.

Í sama svari er gerð tilraun til þess að útskýra nánar muninn á meginlandi og eyju og bent á nokkra þætti sem nota má til þess. Stærð er einn þeirra, meginlönd eru miklu mun stærri en eyjar, gerð jarðskorpunnar er annar þáttur þar sem oftast gildir að meginlöndin eru úr meginlandsskorpu en eyjur úr úthafsskorpu og þriðji þátturinn eru jarðskorpuflekar þar sem hvert meginland tilheyrir sérstökum fleka. Einnig hefur verið bent á að nota megi landslag, dýralíf, gróðurfar og menningu til þess að hjálpa til við að skilgreina hvað er eyja og hvað meginland.

Ef litið er til þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir er óhjákvæmilegt að segja að Ísland sé eyja. Það er land umflotið vatni, það er lítill landmassi, úr úthafsskorpu og tilheyrir ekki sérstökum jarðskorpufleka. Flóra og fána landsins er ekki einstök og þó menning okkar sé sérstök að ýmsu leyti þá dregur hún líka mjög dám af því sem gerist í nágrannalöndunum.

Svo má líka segja að Ísland sé eyja af því að það varð til sem eyja og hefur aldrei verið neitt annað. Þannig hefur það aldrei verið hluti af meginlandi eins og sum önnur lönd sem hafa svo klofnað frá „móðurlandinu“. Ísland er þannig ekki hluti af meginlandsfleka heldur hefur það einmitt orðið til við endurtekin eldgos á flekamótum. Það hefur til dæmis orðið til á sama hátt og eldfjallaeyjar Nýja-Sjálands; munurinn er bara sá að þær eru miklu eldri.

Önnur svör á Vísindavefnum: