Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:36 • Sest 20:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:16 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?

Pétur Halldórsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan?

Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinna. Erfitt er að segja til um hvort uppeldi spili einhvern þátt í vetrarfari himbrima. Þótt ungarnir séu byrjaðir að fljúga áður en foreldrarnir yfirgefa þá, er talið líklegast að eðlisávísunin, og nauðsyn, ráði förinni.

Vetrarfar himbrima til sjávar er óumflýjanlegt því þeir geta ekki kafað eftir fæðu í vötnum sem eru frosin á veturna. Auk þess eru þeir mjög klunnalegir á þurru landi, sökum þess hve einstaklega vel þeir eru aðlagaðir sundi og köfun í vatni.

Himbrimi (Gavia immer) með unga á sundi.

Lítið er vitað um vetrarfar himbrima og unga þeirra á Íslandi en í Norður-Ameríku, þar sem meirihluti himbrima verpir, hafa miklar rannsóknir verið gerðar. Þar fljúga þeir til vetrarstöðva, annað hvort suðvestur til Kyrrahafs eða suðaustur til Mexíkóflóa/Atlantshafs.

Hæfni þeirra til að rata til sjávar, sem getur verið í meira en 2.000 km fjarlægð, byggist líklega á því að þeir eru skilyrtir af náttúrunnar hendi til að stefna á sömu vetrarstöðvar og foreldrar þeirra. Þessi skilyrðing hlýtur að vera háð ákveðnum umhverfisþáttum en erfitt er að segja hverjir þeir nákvæmlega eru. Mögulega kemur ákveðin stefna miðað við segulsvið jarðar þar við sögu.

Þegar ungarnir eru komnir til sjávar nema þeir staðar. Nálægð við ströndina og fæðuframboð skipta þar væntanlega miklu máli.

Til gamans má geta að í ágúst 2014 fór höfundur þessa svars til Bandaríkjanna og tók þátt í því að merkja unga himbrimafugla með gervihnattasendum áður en þeir fóru í sitt fyrsta vetrarfar. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með ferðum þeirra hér: Common Loon Migration Study - Migration Data

Mynd:

Höfundur

Pétur Halldórsson

meistaranemi í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

12.11.2015

Spyrjandi

Berglind Pétursdóttir

Tilvísun

Pétur Halldórsson. „Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2015. Sótt 28. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=59558.

Pétur Halldórsson. (2015, 12. nóvember). Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59558

Pétur Halldórsson. „Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2015. Vefsíða. 28. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðvanna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig rata himbrimaungar til vetrarstöðva fyrst foreldrarnir fara á undan?

Þegar ungar himbrima verða eftir á klakvötnum sínum hafa þeir ekkert til að leiðbeina sér annað en eðlisávísun og reynsluna sem þeir hafa öðlast eftir aðeins um 11 vikna umsjá foreldra sinna. Erfitt er að segja til um hvort uppeldi spili einhvern þátt í vetrarfari himbrima. Þótt ungarnir séu byrjaðir að fljúga áður en foreldrarnir yfirgefa þá, er talið líklegast að eðlisávísunin, og nauðsyn, ráði förinni.

Vetrarfar himbrima til sjávar er óumflýjanlegt því þeir geta ekki kafað eftir fæðu í vötnum sem eru frosin á veturna. Auk þess eru þeir mjög klunnalegir á þurru landi, sökum þess hve einstaklega vel þeir eru aðlagaðir sundi og köfun í vatni.

Himbrimi (Gavia immer) með unga á sundi.

Lítið er vitað um vetrarfar himbrima og unga þeirra á Íslandi en í Norður-Ameríku, þar sem meirihluti himbrima verpir, hafa miklar rannsóknir verið gerðar. Þar fljúga þeir til vetrarstöðva, annað hvort suðvestur til Kyrrahafs eða suðaustur til Mexíkóflóa/Atlantshafs.

Hæfni þeirra til að rata til sjávar, sem getur verið í meira en 2.000 km fjarlægð, byggist líklega á því að þeir eru skilyrtir af náttúrunnar hendi til að stefna á sömu vetrarstöðvar og foreldrar þeirra. Þessi skilyrðing hlýtur að vera háð ákveðnum umhverfisþáttum en erfitt er að segja hverjir þeir nákvæmlega eru. Mögulega kemur ákveðin stefna miðað við segulsvið jarðar þar við sögu.

Þegar ungarnir eru komnir til sjávar nema þeir staðar. Nálægð við ströndina og fæðuframboð skipta þar væntanlega miklu máli.

Til gamans má geta að í ágúst 2014 fór höfundur þessa svars til Bandaríkjanna og tók þátt í því að merkja unga himbrimafugla með gervihnattasendum áður en þeir fóru í sitt fyrsta vetrarfar. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með ferðum þeirra hér: Common Loon Migration Study - Migration Data

Mynd:

...