Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?

Freysteinn Sigurðsson

Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum.

Hálendinu sjálfu má lýsa svo að það sé hægt hallandi, öldótt og ásótt háslétta, sem fjallgarðar og fjallaklasar rísa yfir, einkum á gosbeltunum. Dalir, firðir og flatlendi eru skorin inn í og ofan í jaðra þessarar hásléttu en á þessum láglendum er nærri öll byggð á landinu.

Um 75% landsins tilheyra hálendinu.

Skil milli byggðar og óbyggðar eru líklega hvað auðsæjust mörk hálendisins. Mörk byggðar hafa að vísu verið breytileg í tímans rás. Frá fyrri hluta 19. aldar og fram undir miðja 20. öld var við lýði strjál og stopul heiðabyggð á Norðausturlandi sem náði upp í kringum 550 m hæð yfir sjó. Enn eru efstu byggðir á Norðausturlandi en ná ekki nema upp undir 400 m y.s. (á Jökuldal og Hrafnkelsdal, aðeins hærra í Möðrudal) og óvíða upp fyrir 300 m y.s. (Mývatnssveit, Hólsfjöll). Einungis fá byggð ból eru ofan 200 m y.s. annars staðar á landinu. Miðað við þá hæð tilheyrðu hátt í 80% landsins hálendinu.

Munur verður lítill, þó skilgreint sé með öðrum aðferðum, hálendið verður þó ef til vill aðeins minna. Fer því ekki fjarri að 75% landsins tilheyri hálendinu og hlutfall hálendis á móti láglendi sé nærri 3:1, það er að segja að hálendið sé þrefalt stærra en láglendið.

Mynd:
  • Helgi Björnsson og Finnur Pálsson. Icelandic glaciers, Jökull, no. 58, 2008, bls. 366.

Þetta svar er hluti af pistlinum Hálendið og vatnið á vef Landverndar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

jarðfræðingur

Útgáfudagur

24.1.2012

Spyrjandi

Birna Luna Herdísardóttir, f. 1998, Hulda Margrét Brynjarsdóttir

Tilvísun

Freysteinn Sigurðsson. „Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59622.

Freysteinn Sigurðsson. (2012, 24. janúar). Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59622

Freysteinn Sigurðsson. „Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59622>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum.

Hálendinu sjálfu má lýsa svo að það sé hægt hallandi, öldótt og ásótt háslétta, sem fjallgarðar og fjallaklasar rísa yfir, einkum á gosbeltunum. Dalir, firðir og flatlendi eru skorin inn í og ofan í jaðra þessarar hásléttu en á þessum láglendum er nærri öll byggð á landinu.

Um 75% landsins tilheyra hálendinu.

Skil milli byggðar og óbyggðar eru líklega hvað auðsæjust mörk hálendisins. Mörk byggðar hafa að vísu verið breytileg í tímans rás. Frá fyrri hluta 19. aldar og fram undir miðja 20. öld var við lýði strjál og stopul heiðabyggð á Norðausturlandi sem náði upp í kringum 550 m hæð yfir sjó. Enn eru efstu byggðir á Norðausturlandi en ná ekki nema upp undir 400 m y.s. (á Jökuldal og Hrafnkelsdal, aðeins hærra í Möðrudal) og óvíða upp fyrir 300 m y.s. (Mývatnssveit, Hólsfjöll). Einungis fá byggð ból eru ofan 200 m y.s. annars staðar á landinu. Miðað við þá hæð tilheyrðu hátt í 80% landsins hálendinu.

Munur verður lítill, þó skilgreint sé með öðrum aðferðum, hálendið verður þó ef til vill aðeins minna. Fer því ekki fjarri að 75% landsins tilheyri hálendinu og hlutfall hálendis á móti láglendi sé nærri 3:1, það er að segja að hálendið sé þrefalt stærra en láglendið.

Mynd:
  • Helgi Björnsson og Finnur Pálsson. Icelandic glaciers, Jökull, no. 58, 2008, bls. 366.

Þetta svar er hluti af pistlinum Hálendið og vatnið á vef Landverndar og birt hér með góðfúslegu leyfi....