Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

MBS

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins.

Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst.

Samkvæmt ritningum Nýja testamentisins reis Jesús upp frá dauðum þremur dögum eftir krossfestinguna. Eftir upprisuna birtist hann lærisveinum sínum nokkrum sinnum og sagði þeim að breiða út fagnaðarerindið:
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda. (Matteusarguðspjall 28: 18-19)
Eftir að hafa mælt þessi orð á hann að hafa stigið upp til himna til að sitja við hægri hönd Guðs.

Uppstigningardagur er einn fárra helgidaga kirkjunnar sem ekki var afnuminn við siðaskiptin árið 1550. Elstu heimildir um sérstakan uppstigningardag eru frá síðari hluta 4. aldar, en fyrir þann tíma er talið að haldið hafi verið upp á himnaför Jesú á hvítasunnunni. Eftir því sem útbreiðsla kristninnar varð hins vegar meiri fjölgaði í sífellu sérstökum hátíðisdögum sem tengdust ævi Jesú. Ljóst er að uppstigningardagur hefur verið einn mesti hátíðisdagur íslensku kirkjunnar allt frá árinu 1200.

Á ýmsum helgimyndum sem lýsa himnaförinni sést hvar fætur Jesú hverfa upp í himinhvelfinguna.

Uppstigningardagur virðist hafa verið nokkuð í hávegum hafður á Norðurlöndunum og eru til ýmsar sagnir um skrúðgöngur sem farnar voru til að líkja eftir seinustu göngu Jesú með lærisveinum sínum til Olíufjallsins. Einnig eru til ýmsar sagnir af leikaraskap við kirkjuathafnir þennan dag sem áttu að líkja eftir himnaförinni. Sums staðar var mynd af Jesú jafnvel látin hverfa upp um op á kirkjuloftinu. Ekki eru þó til neinar frásagnir af slíkum tilburðum úr íslensku kirkjuhaldi.

Ekki er heldur þekkt hér á landi nein sérstök þjóðtrú eða siðir tengdir uppstigningardegi, en í öðrum löndum var himnaför Jesú oft fagnað á gamansaman hátt. Fólk borðaði þá frekar fuglakjöt eða notaði daginn til fuglaveiða. Einnig þekktist að karlar lyftu glösum til að komast í sjöunda himin og líkja þar með eftir uppstigningu Jesú. Nútímamenn hafa einnig oft gaman af helgimyndum sem sýna himnaför Jesú, en mismikið sést þá í fætur Jesú þar sem þeir hverfa upp í himininn.

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér til hliðar.

Heimildir:
  • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
  • Biblían.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

24.5.2006

Síðast uppfært

12.5.2021

Spyrjandi

Tómas Guðmundsson

Tilvísun

MBS. „Hvað gerðist á uppstigningardaginn?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2006, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5973.

MBS. (2006, 24. maí). Hvað gerðist á uppstigningardaginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5973

MBS. „Hvað gerðist á uppstigningardaginn?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2006. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?
Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins.

Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst.

Samkvæmt ritningum Nýja testamentisins reis Jesús upp frá dauðum þremur dögum eftir krossfestinguna. Eftir upprisuna birtist hann lærisveinum sínum nokkrum sinnum og sagði þeim að breiða út fagnaðarerindið:
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda. (Matteusarguðspjall 28: 18-19)
Eftir að hafa mælt þessi orð á hann að hafa stigið upp til himna til að sitja við hægri hönd Guðs.

Uppstigningardagur er einn fárra helgidaga kirkjunnar sem ekki var afnuminn við siðaskiptin árið 1550. Elstu heimildir um sérstakan uppstigningardag eru frá síðari hluta 4. aldar, en fyrir þann tíma er talið að haldið hafi verið upp á himnaför Jesú á hvítasunnunni. Eftir því sem útbreiðsla kristninnar varð hins vegar meiri fjölgaði í sífellu sérstökum hátíðisdögum sem tengdust ævi Jesú. Ljóst er að uppstigningardagur hefur verið einn mesti hátíðisdagur íslensku kirkjunnar allt frá árinu 1200.

Á ýmsum helgimyndum sem lýsa himnaförinni sést hvar fætur Jesú hverfa upp í himinhvelfinguna.

Uppstigningardagur virðist hafa verið nokkuð í hávegum hafður á Norðurlöndunum og eru til ýmsar sagnir um skrúðgöngur sem farnar voru til að líkja eftir seinustu göngu Jesú með lærisveinum sínum til Olíufjallsins. Einnig eru til ýmsar sagnir af leikaraskap við kirkjuathafnir þennan dag sem áttu að líkja eftir himnaförinni. Sums staðar var mynd af Jesú jafnvel látin hverfa upp um op á kirkjuloftinu. Ekki eru þó til neinar frásagnir af slíkum tilburðum úr íslensku kirkjuhaldi.

Ekki er heldur þekkt hér á landi nein sérstök þjóðtrú eða siðir tengdir uppstigningardegi, en í öðrum löndum var himnaför Jesú oft fagnað á gamansaman hátt. Fólk borðaði þá frekar fuglakjöt eða notaði daginn til fuglaveiða. Einnig þekktist að karlar lyftu glösum til að komast í sjöunda himin og líkja þar með eftir uppstigningu Jesú. Nútímamenn hafa einnig oft gaman af helgimyndum sem sýna himnaför Jesú, en mismikið sést þá í fætur Jesú þar sem þeir hverfa upp í himininn.

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér til hliðar.

Heimildir:
  • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
  • Biblían.

...