Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?

JMH

Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörðin, fyrir um 7 þúsund árum síðan.

Fá dýr hafa leikið jafn stórt hlutverk í sögu mannsins og hestar.

Allt bendir til þess að í árdaga hafi menn nýtt kaplamjólk (merarmjólk) og kjöt hrossins. Hins vegar eru elstu vísbendingar um að menn hafi nýtt hross sem fararskjóta frá 3.000 f.Kr. þar sem Kasakstan er nú. Hins vegar eru elstu beinu sannanirnar um notkun hesta sem burðardýr frá Mesópótamíu um 2.000 f.Kr. en það má sjá af lágmyndum. Það var vissulega stórbrotin uppfinning þegar menn áttuðu sig á því að hægt væri að nota hesta sem reiðskjóta. En því miður höfum við engar heimildir um hverjir tóku fyrst upp á því.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hver fattaði upp á að það væri hægt að fara á hestbak á hestum?


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

24.5.2011

Spyrjandi

Helena Lind Helgadóttir, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59782.

JMH. (2011, 24. maí). Hvenær fóru menn fyrst á hestbak? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59782

JMH. „Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59782>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?
Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörðin, fyrir um 7 þúsund árum síðan.

Fá dýr hafa leikið jafn stórt hlutverk í sögu mannsins og hestar.

Allt bendir til þess að í árdaga hafi menn nýtt kaplamjólk (merarmjólk) og kjöt hrossins. Hins vegar eru elstu vísbendingar um að menn hafi nýtt hross sem fararskjóta frá 3.000 f.Kr. þar sem Kasakstan er nú. Hins vegar eru elstu beinu sannanirnar um notkun hesta sem burðardýr frá Mesópótamíu um 2.000 f.Kr. en það má sjá af lágmyndum. Það var vissulega stórbrotin uppfinning þegar menn áttuðu sig á því að hægt væri að nota hesta sem reiðskjóta. En því miður höfum við engar heimildir um hverjir tóku fyrst upp á því.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hver fattaði upp á að það væri hægt að fara á hestbak á hestum?


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....