Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju kann ég ekki að fljúga?

EDS

Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja.


Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið.

Þorsteinn Vilhjálmsson hefur svarað spurningunni: Af hverju getur fólk ekki flogið? Þar segir meðal annars:
Hvers vegna eru ekki fleiri dýr sem geta flogið af eigin rammleik? Þá má hafa í huga að það virðist, að minnsta kosti við fyrstu sýn, vera betra fyrir tegundina að geta flogið en að geta það ekki. Tegundir sem fljúga eiga fleiri möguleika í fæðuöflun en hinar og eiga auk þess auðveldara með að komast undan rándýrum. Þetta síðasta á þó ekki endilega við ef rándýrin eru líka fleyg.

Meginorsökin fyrir því að svo fá dýr eru fleyg virðist okkur vera sú að flug krefst tiltölulega mikillar orku sem er beint eða óbeint tekin frá öðru sem dýrin gætu gert í staðinn. Jafnframt er ekki sérlega líklegt að dýrategundir þróist í þessa átt. Flug er tiltölulega ólíkt þeim hreyfingum sem dýr á jörðu niðri þurfa á að halda og því verður líkamsbygging fljúgandi dýra mjög ólík hinum.
Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Samúel Óskar Júlíusson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju kann ég ekki að fljúga?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59811.

EDS. (2011, 23. maí). Af hverju kann ég ekki að fljúga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59811

EDS. „Af hverju kann ég ekki að fljúga?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59811>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kann ég ekki að fljúga?
Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja.


Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið.

Þorsteinn Vilhjálmsson hefur svarað spurningunni: Af hverju getur fólk ekki flogið? Þar segir meðal annars:
Hvers vegna eru ekki fleiri dýr sem geta flogið af eigin rammleik? Þá má hafa í huga að það virðist, að minnsta kosti við fyrstu sýn, vera betra fyrir tegundina að geta flogið en að geta það ekki. Tegundir sem fljúga eiga fleiri möguleika í fæðuöflun en hinar og eiga auk þess auðveldara með að komast undan rándýrum. Þetta síðasta á þó ekki endilega við ef rándýrin eru líka fleyg.

Meginorsökin fyrir því að svo fá dýr eru fleyg virðist okkur vera sú að flug krefst tiltölulega mikillar orku sem er beint eða óbeint tekin frá öðru sem dýrin gætu gert í staðinn. Jafnframt er ekki sérlega líklegt að dýrategundir þróist í þessa átt. Flug er tiltölulega ólíkt þeim hreyfingum sem dýr á jörðu niðri þurfa á að halda og því verður líkamsbygging fljúgandi dýra mjög ólík hinum.
Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....