Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið timburmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvort er rétt að nota orðið timburmenn eða timburmenni um það þegar fólk er timbrað?

Orðið timburmenn ‘höfuðverkur og önnur vanlíðan eftir drykkju’ er tekið að láni úr dönsku þar sem orðið tømmermænd hefur sömu merkingu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr auglýsingu í blaðinu Fjallkonunni frá 1891 (bls. 192). Þar segir: ,,Margar tegundir kaffibrauðs ... fínasta Scotch Whisky, hið eina í bænum sem enginn fær af hina leiðu timbrmenn.“

Orðið timburmaður í eiginlegri merkingu ‘trésmiður’ er aftur á móti gamalt í málinu.

Hjá Orðabók Háskólans er ekki að finna nein dæmi um orðið timburmenni.

Útgáfudagur

2.6.2006

Spyrjandi

Eiður Ágústsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið timburmenn?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2006. Sótt 24. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5992.

Guðrún Kvaran. (2006, 2. júní). Hvaðan kemur orðið timburmenn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5992

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið timburmenn?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2006. Vefsíða. 24. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5992>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Brynhildur Þórarinsdóttir

1970

Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna.