Hvort er rétt að nota orðið timburmenn eða timburmenni um það þegar fólk er timbrað?Orðið timburmenn ‘höfuðverkur og önnur vanlíðan eftir drykkju’ er tekið að láni úr dönsku þar sem orðið tømmermænd hefur sömu merkingu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr auglýsingu í blaðinu Fjallkonunni frá 1891 (bls. 192). Þar segir: ,,Margar tegundir kaffibrauðs ... fínasta Scotch Whisky, hið eina í bænum sem enginn fær af hina leiðu timbrmenn.“ Orðið timburmaður í eiginlegri merkingu ‘trésmiður’ er aftur á móti gamalt í málinu. Hjá Orðabók Háskólans er ekki að finna nein dæmi um orðið timburmenni.
Útgáfudagur
2.6.2006
Spyrjandi
Eiður Ágústsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið timburmenn?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2006, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5992.
Guðrún Kvaran. (2006, 2. júní). Hvaðan kemur orðið timburmenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5992
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið timburmenn?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2006. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5992>.