Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli.

Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Björns M. Ólsen, fyrsta rektors Háskóla Íslands. Björn ætlaði að safna til orðabókar yfir íslenskt talmál í lok 19. aldar og fékk til þess styrk úr danska Carlsbergsjóðnum. Hann skrifaði í vasabækur á ferðum sínum nokkur sumur, alls 40, en náði ekki að ljúka verkinu. Hann eftirlét því Sigfúsi vasabækurnar sem skrifaði upp úr þeim og tók orð og orðasambönd með í bókina sem Björn hafði safnað. Sambandið að stinga tólg er fengið úr einni vasabókanna þannig að Björn hefur heyrt það þar og skrifað hjá sér.


Önnur merking orðasambandsins merkir að skera tólg til að smyrja með henni. Yfirfærð merking þess væri þá ‛nú þykir mér þykkt smurt’ og er þá átt við að nú sé verið að ýkja.

Orðasambandið nú þykir mér stungin tólg er notað í tvenns konar merkingu: annars vegar ‛nú gengur fram af mér’ og hins vegar ‛nú er ekkert til sparað’. Í Mergi málsins telur Jón Friðjónsson að stinga tólg merki að ‛skera tólg’ í þeim tilgangi að smyrja með henni og er þessi skýring mjög sennileg. Yfirfærð merking væri þá ‛nú þykir mér þykkt smurt’ en að smyrja þykkt merkir þar ‛að ýkja’ (2006:891).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Orðatiltækið að stinga tólg þvælist fyrir mér. Nú þykir mér vera stungin tólg - nu har jeg nok av det - segir S. Blöndal. Ég væri mjög þakklátur fyrir ítarlegri skýringu á þessu orðatiltæki og sögu þess.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.8.2011

Spyrjandi

Garðar Sigurgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59925.

Guðrún Kvaran. (2011, 31. ágúst). Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59925

Guðrún Kvaran. „Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59925>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?
Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli.

Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Björns M. Ólsen, fyrsta rektors Háskóla Íslands. Björn ætlaði að safna til orðabókar yfir íslenskt talmál í lok 19. aldar og fékk til þess styrk úr danska Carlsbergsjóðnum. Hann skrifaði í vasabækur á ferðum sínum nokkur sumur, alls 40, en náði ekki að ljúka verkinu. Hann eftirlét því Sigfúsi vasabækurnar sem skrifaði upp úr þeim og tók orð og orðasambönd með í bókina sem Björn hafði safnað. Sambandið að stinga tólg er fengið úr einni vasabókanna þannig að Björn hefur heyrt það þar og skrifað hjá sér.


Önnur merking orðasambandsins merkir að skera tólg til að smyrja með henni. Yfirfærð merking þess væri þá ‛nú þykir mér þykkt smurt’ og er þá átt við að nú sé verið að ýkja.

Orðasambandið nú þykir mér stungin tólg er notað í tvenns konar merkingu: annars vegar ‛nú gengur fram af mér’ og hins vegar ‛nú er ekkert til sparað’. Í Mergi málsins telur Jón Friðjónsson að stinga tólg merki að ‛skera tólg’ í þeim tilgangi að smyrja með henni og er þessi skýring mjög sennileg. Yfirfærð merking væri þá ‛nú þykir mér þykkt smurt’ en að smyrja þykkt merkir þar ‛að ýkja’ (2006:891).

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Orðatiltækið að stinga tólg þvælist fyrir mér. Nú þykir mér vera stungin tólg - nu har jeg nok av det - segir S. Blöndal. Ég væri mjög þakklátur fyrir ítarlegri skýringu á þessu orðatiltæki og sögu þess.
...