Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig kveða menn í kútinn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:
Þá átti sá, er hafði betur, að kveða hinn í kút; var það fólgið í því, að hann kvæði þrjár vísur, sem allar enduðu á sama staf, er hinn uppgafst við; þá var leiknum lokið.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað kútur merkir í þessu sambandi en almenn merking orðsins er ‛lítil tunna’ en einnig ‛kengur’.

Kútur merkir meðal annars lítil tunna en ekki er nákvæmlega vitað hvað kútur merkir í að kveða einhvern í kútinn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.11.2011

Spyrjandi

Fannar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig kveða menn í kútinn?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2011, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60180.

Guðrún Kvaran. (2011, 3. nóvember). Hvernig kveða menn í kútinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60180

Guðrún Kvaran. „Hvernig kveða menn í kútinn?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2011. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig kveða menn í kútinn?
Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:

Þá átti sá, er hafði betur, að kveða hinn í kút; var það fólgið í því, að hann kvæði þrjár vísur, sem allar enduðu á sama staf, er hinn uppgafst við; þá var leiknum lokið.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað kútur merkir í þessu sambandi en almenn merking orðsins er ‛lítil tunna’ en einnig ‛kengur’.

Kútur merkir meðal annars lítil tunna en ekki er nákvæmlega vitað hvað kútur merkir í að kveða einhvern í kútinn.

Mynd:...