Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er skylt færeysku løgg, nýnorsku logg ‘botngróp á tunnu,…’, dönsku lugge og sænsku lagg (í sömu merkingu) og kemur fyrir í sænskum mállýskum sem lagg ‘botngróp, brún, rönd, strönd’.

Orðið lögg getur átt við hornið á milli stafanna og botnsins í tunnu.

Orðasambandið sem spurt er um þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

eftir að prentverkið var komið á laggirnar í Bergmannsstofu

Í ritinu Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006: 572) eru elstu afbrigði orðasambandsins sögð að vera sestur á laggirnar og setjast á laggirnar það er koma sér fyrir í starfi. Frá svipuðum tíma er að setja eitthvað á laggirnar, komast á laggirnar og eitthvað er komið á laggirnar. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1969: II 36) er nefnt að lögg geti merkt „skora (fals) sem tunnubotn fellur í“ en einnig „endi á tunnustöfum“. Telur hann síðari merkinguna líklegri og að líkingin sé þá „dregin af því að reisa upp tunnu.“

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir malid.is.
  • Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. II: L-Ö.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning / Edda útgáfa. Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mynd: Homedepot.com. (Sótt 30.11.2021).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.12.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2021, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82093.

Guðrún Kvaran. (2021, 28. desember). Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82093

Guðrún Kvaran. „Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2021. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?
Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er skylt færeysku løgg, nýnorsku logg ‘botngróp á tunnu,…’, dönsku lugge og sænsku lagg (í sömu merkingu) og kemur fyrir í sænskum mállýskum sem lagg ‘botngróp, brún, rönd, strönd’.

Orðið lögg getur átt við hornið á milli stafanna og botnsins í tunnu.

Orðasambandið sem spurt er um þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

eftir að prentverkið var komið á laggirnar í Bergmannsstofu

Í ritinu Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006: 572) eru elstu afbrigði orðasambandsins sögð að vera sestur á laggirnar og setjast á laggirnar það er koma sér fyrir í starfi. Frá svipuðum tíma er að setja eitthvað á laggirnar, komast á laggirnar og eitthvað er komið á laggirnar. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1969: II 36) er nefnt að lögg geti merkt „skora (fals) sem tunnubotn fellur í“ en einnig „endi á tunnustöfum“. Telur hann síðari merkinguna líklegri og að líkingin sé þá „dregin af því að reisa upp tunnu.“

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir malid.is.
  • Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. II: L-Ö.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning / Edda útgáfa. Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mynd: Homedepot.com. (Sótt 30.11.2021).
...