Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi:
Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt.
Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hvað fasteign nær langt upp eða niður.

það má því álykta sem svo að jarðeign nái í raun allt að kjarna jarðarinnar. Hins vegar er svo spurning hvaða akkur manni er í að eiga kannski einn milljarðasta af kjarna jarðar!

Nýtingarheimildir á jörðum sæta svo ýmsum takmörkunum í lögum. Má hér nefna skipulags- og byggingarlög og lög um mat á umhverfisáhrifum. Þá er nýting auðlinda í landi yfirleitt háð leyfi ráðherra, þó að land sé í einkaeign. Þetta þýðir að þó maður eigi hlut í kjarna jarðar er ekki þar með sagt að það megi grafa sig þangað niður og nýta kjarnann.

Ekki eru heldur nein takmörk á því hversu langt upp í loft eign nær. Það felur þó ekki í sér að eigandi jarðskika megi byggja fimmtíu hæða hús á landareign sinni án þess að spyrja kóng né prest. Þegar búið er í samfélagi við annað fólk eru óhjákvæmilega ýmsar reglur sem þarf að hlíta. Landeigandi getur til dæmis ekki bannað flugumferð yfir landi sínu. Valdi slík umferð hins vegar fjárhagstjóni, til að mynda með því að hræða skepnur í eigu jarðeiganda, getur verið um bótaskyldu að ræða.

Svarið er því, án þess að það komi nokkurs staðar skýrt fram í lögum: Já, en það er spurning hvort það hafi eitthvert hagnýtt gildi.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.6.2006

Spyrjandi

Unnar Þór

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar? “ Vísindavefurinn, 19. júní 2006. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6022.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 19. júní). Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6022

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar? “ Vísindavefurinn. 19. jún. 2006. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6022>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi:

Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt.
Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hvað fasteign nær langt upp eða niður.

það má því álykta sem svo að jarðeign nái í raun allt að kjarna jarðarinnar. Hins vegar er svo spurning hvaða akkur manni er í að eiga kannski einn milljarðasta af kjarna jarðar!

Nýtingarheimildir á jörðum sæta svo ýmsum takmörkunum í lögum. Má hér nefna skipulags- og byggingarlög og lög um mat á umhverfisáhrifum. Þá er nýting auðlinda í landi yfirleitt háð leyfi ráðherra, þó að land sé í einkaeign. Þetta þýðir að þó maður eigi hlut í kjarna jarðar er ekki þar með sagt að það megi grafa sig þangað niður og nýta kjarnann.

Ekki eru heldur nein takmörk á því hversu langt upp í loft eign nær. Það felur þó ekki í sér að eigandi jarðskika megi byggja fimmtíu hæða hús á landareign sinni án þess að spyrja kóng né prest. Þegar búið er í samfélagi við annað fólk eru óhjákvæmilega ýmsar reglur sem þarf að hlíta. Landeigandi getur til dæmis ekki bannað flugumferð yfir landi sínu. Valdi slík umferð hins vegar fjárhagstjóni, til að mynda með því að hræða skepnur í eigu jarðeiganda, getur verið um bótaskyldu að ræða.

Svarið er því, án þess að það komi nokkurs staðar skýrt fram í lögum: Já, en það er spurning hvort það hafi eitthvert hagnýtt gildi.

Heimildir:...