Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?

Helgi Björnsson

Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver haust frá lokum síðasta jökulskeiðs.

Á 17. til 19. öld, þegar meðalhiti var áratugum saman 1-1,5 °C lægri en hann var á 20. öld, fóru hjarnmörk við sunnanvert Ísland niður fyrir 900 m svo að snjór safnaðist árum saman á fjöll sem náðu þeirri hæð. Þá hafa smájöklar væntanlega myndast í skuggsælum giljum og skálum norðan í Esjunni, þar sem mikill snjór safnaðist við skafrenning.

Viðey og Viðeyjarstofa séð frá landi. Esja í baksýn.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

25.11.2011

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2011, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60235.

Helgi Björnsson. (2011, 25. nóvember). Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60235

Helgi Björnsson. „Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2011. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60235>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhvern tíma verið jökull í Esju eftir að síðasta jökulskeiði lauk?
Á 20 öld, og væntanlega á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, voru hjarnmörk við sunnanvert Ísland í um 1100 m hæð yfir sjó, en mörg ár lifðu þó skaflar af sumur í Esjunni þótt hún nái aðeins 914 m y.s. Það gæti einnig oft hafa gerst næstu 2000 ár fyrir landnám, en fram að því hefur Esjan væntanlega verið snjólaus hver haust frá lokum síðasta jökulskeiðs.

Á 17. til 19. öld, þegar meðalhiti var áratugum saman 1-1,5 °C lægri en hann var á 20. öld, fóru hjarnmörk við sunnanvert Ísland niður fyrir 900 m svo að snjór safnaðist árum saman á fjöll sem náðu þeirri hæð. Þá hafa smájöklar væntanlega myndast í skuggsælum giljum og skálum norðan í Esjunni, þar sem mikill snjór safnaðist við skafrenning.

Viðey og Viðeyjarstofa séð frá landi. Esja í baksýn.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund....