Sögufróð kona, Björg Árnadóttir í Kaupangi sagði mér undirskrif. þessa sögu, en henni sagði gömul kona Sigríður Hallgrímsdóttir á Svalbarðsströnd, en henni aftur gömul kona Elín Eiríksdóttir í sömu sveit, en hver henni sagði veit enginn maður. (Þjóðsögur II, 575).Mjög margar þjóðsögur fjalla um konur og taka beinlínis fyrir líf þeirra og vandamál, svo sem ást í leynum, svik í tryggðum, vinnuhörku, heimilisofbeldi, nauðungargiftingar og barneignir, en einnig uppreisnir kvenna og kvennasamstöðu. Einkum sér þessa stað í huldufólkssögum og útilegumannasögum, sögum sem gerast utan samfélagsins eða á jöðrum þess og einkennast af fantasíu, draumi um öðruvísi heim.

„Djákninn á Myrká“ er ein frægasta íslenska draugasagan. Myndin er eftir Ásgrím Jónsson, 1916-18.
- Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? eftir Rakel Pálsdóttur.
- Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi? eftir Gísla Sigurðsson.
- Hvað er kynímynd? eftir Þorgerði Þorvaldsdóttur.
- Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi? eftir Gísla Sigurðsson.
- Guðrún Bjartmarsdóttir, „Ljúflingar og fleira fólk: Um formgerð, hugmyndafræði og hlutverk íslenskra huldufólkssagna“. Tímarit Máls og menningar, 3/1982.
- Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. I-VI. Ný útgáfa. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1954-1961. Frumútgáfa 1862-64.
- Úr manna minnum. Greinar um íslenskar þjóðsögur. Ritstjórar Baldur Hafstað og Haraldur Bessason. Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, 2002.
- Myndin er í eigu Listasafns Íslands.