Sólin Sólin Rís 08:52 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:03 • Síðdegis: 15:36 í Reykjavík

Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki að vera viðstödd hreinsunina.

Einfaldast er að safna kvikasilfrinu saman með hörðum pappaspjöldum og ná því síðan upp með blaði eða límbandi. Því næst er öruggast að setja kvikasilfrið í lokað ílát og fara með í næsta apótek eða í Sorpu.


Kvikasilfur er baneitrað.

Við hreinsunarstörfin ættu menn að varast að snerta kvikasilfrið með berum höndum. Alls ekki er ráðlegt að nota ryksugu til að ná kvikasilfrinu upp því þá geta gufur af efninu dreifst um. Ef föt komast í snertingu við kvikasilfur ætti að farga þeim. Ef líkur eru á því að eitthvað af kvikasilfrinu sé eftir í teppum eða mottum er hægt að nota brennisteinsduft til að binda kvikasilfrið. Brennisteins- og kvikasilfursblönduna ætti síðan að fara með í næsta apótek eða Sorpu.

Kvikasilfur er svonefnt frumefni og myndaðist ásamt öðrum frumefnum sólkerfisins í iðrum stórra sólstjarna einhvern tíma á árdögum alheimsins. Einungis tvö frumefni eru þekkt á vökvaformi við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) og er kvikasilfur annað þeirra. Kvikasilfur finnst aðallega í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (kvikasilfursúlfíð, HgS). Helstu námurnar eru á Spáni og Ítalíu.

Kvikasilfur er meðal annars notað í rannsóknatæki, eins og hitamæla, það er líka sett í amalgam í tennur og í skordýraeitur. Vegna þess hversu eitrað það er reyna menn að komast hjá því að nota það. Í dag fást til dæmis hitamælar með lituðu alkóhóli og plastefni eru sett í tannfyllingar í stað kvikasilfurs.

Heimildir, frekara lesefni og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.9.2011

Spyrjandi

Guðrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?“ Vísindavefurinn, 7. september 2011. Sótt 26. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=60475.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2011, 7. september). Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60475

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2011. Vefsíða. 26. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60475>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki að vera viðstödd hreinsunina.

Einfaldast er að safna kvikasilfrinu saman með hörðum pappaspjöldum og ná því síðan upp með blaði eða límbandi. Því næst er öruggast að setja kvikasilfrið í lokað ílát og fara með í næsta apótek eða í Sorpu.


Kvikasilfur er baneitrað.

Við hreinsunarstörfin ættu menn að varast að snerta kvikasilfrið með berum höndum. Alls ekki er ráðlegt að nota ryksugu til að ná kvikasilfrinu upp því þá geta gufur af efninu dreifst um. Ef föt komast í snertingu við kvikasilfur ætti að farga þeim. Ef líkur eru á því að eitthvað af kvikasilfrinu sé eftir í teppum eða mottum er hægt að nota brennisteinsduft til að binda kvikasilfrið. Brennisteins- og kvikasilfursblönduna ætti síðan að fara með í næsta apótek eða Sorpu.

Kvikasilfur er svonefnt frumefni og myndaðist ásamt öðrum frumefnum sólkerfisins í iðrum stórra sólstjarna einhvern tíma á árdögum alheimsins. Einungis tvö frumefni eru þekkt á vökvaformi við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) og er kvikasilfur annað þeirra. Kvikasilfur finnst aðallega í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (kvikasilfursúlfíð, HgS). Helstu námurnar eru á Spáni og Ítalíu.

Kvikasilfur er meðal annars notað í rannsóknatæki, eins og hitamæla, það er líka sett í amalgam í tennur og í skordýraeitur. Vegna þess hversu eitrað það er reyna menn að komast hjá því að nota það. Í dag fást til dæmis hitamælar með lituðu alkóhóli og plastefni eru sett í tannfyllingar í stað kvikasilfurs.

Heimildir, frekara lesefni og mynd:...