Sólin Sólin Rís 07:14 • sest 19:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:22 • Sest 20:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:40 • Síðdegis: 23:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík

Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?

Jónas Geirsson

Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað hvort úr plasti eða postulíni. Hægt er að lesa um postulínsfyllingar í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur? Amalgam er þó enn algengasta fyllingarefni sem notað er á heimsvísu.

Meginuppistaða í silfurfyllingum er kvikasilfur, silfur, tin, kopar og sink. Hreint kvikasilfur er vissulega flokkað sem eiturefni en það er tengt öðrum málmum í fyllingum. Kvikasilfrið er nauðsynlegt til að binda málmana saman og mynda þannig hart og stöðugt fyllingarefni. Kvikasilfur er víða í umhverfi okkar svo sem í fæðu, vatni og lofti. Þannig er ávallt til staðar örlítið magn af því í líkama okkar. Dagleg inntaka kvikasilfurs frá umhverfinu er mun meiri en það sem getur hugsanlega stafað af örleka frá fyllingum. Ótal margar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsu manna stafar engin hætta af þessum örleka.

Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að fólki stafi hætta af silfurfyllingum í tönnum.

Amalgam er mest rannsakaða og prófaða tannfyllingarefni sem um getur. Öryggi þess hefur meðal annars verið prófað og samþykkt af fjölmörgum heilbrigðisstofnunum víða um heim, þar á meðal Fæðu- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (The Food and Drug Administration, FDA) og Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (World Health Organization, WHO). Þessar stofnanir hafa lýst yfir að amalgamfyllingar séu öruggar til viðgerða á tönnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Amalgam á Wikipedia. Sótt 12. 02. 2008.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Geta gamlar tannfyllingar orsakað eitrun í líkamanum?
  • Er talið að tannfyllingar sem innihalda kvikasilfur geti verið skaðlegar heilsu manna?
  • Úr hvaða frumefnum er tannlæknasilfur?

Höfundur

lektor í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2008

Spyrjandi

Hrefna Baldvinsdóttir
Alberta Tulinius
Þorsteinn Magnússon
Garðar Gíslason

Tilvísun

Jónas Geirsson. „Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2008. Sótt 23. september 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=7061.

Jónas Geirsson. (2008, 12. febrúar). Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7061

Jónas Geirsson. „Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2008. Vefsíða. 23. sep. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7061>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?
Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað hvort úr plasti eða postulíni. Hægt er að lesa um postulínsfyllingar í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur? Amalgam er þó enn algengasta fyllingarefni sem notað er á heimsvísu.

Meginuppistaða í silfurfyllingum er kvikasilfur, silfur, tin, kopar og sink. Hreint kvikasilfur er vissulega flokkað sem eiturefni en það er tengt öðrum málmum í fyllingum. Kvikasilfrið er nauðsynlegt til að binda málmana saman og mynda þannig hart og stöðugt fyllingarefni. Kvikasilfur er víða í umhverfi okkar svo sem í fæðu, vatni og lofti. Þannig er ávallt til staðar örlítið magn af því í líkama okkar. Dagleg inntaka kvikasilfurs frá umhverfinu er mun meiri en það sem getur hugsanlega stafað af örleka frá fyllingum. Ótal margar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsu manna stafar engin hætta af þessum örleka.

Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að fólki stafi hætta af silfurfyllingum í tönnum.

Amalgam er mest rannsakaða og prófaða tannfyllingarefni sem um getur. Öryggi þess hefur meðal annars verið prófað og samþykkt af fjölmörgum heilbrigðisstofnunum víða um heim, þar á meðal Fæðu- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (The Food and Drug Administration, FDA) og Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (World Health Organization, WHO). Þessar stofnanir hafa lýst yfir að amalgamfyllingar séu öruggar til viðgerða á tönnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Amalgam á Wikipedia. Sótt 12. 02. 2008.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Geta gamlar tannfyllingar orsakað eitrun í líkamanum?
  • Er talið að tannfyllingar sem innihalda kvikasilfur geti verið skaðlegar heilsu manna?
  • Úr hvaða frumefnum er tannlæknasilfur?
...