Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?

Eiríkur Smári Sigurðarson

Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla.

Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Íslands taka námskeið sem heitir „heimspekileg forspjallsvísindi“, en námskeiðið fjallar að hluta um forna heimspeki. Það eru þó bara heimspekinemar og nemar í klassískum fræðum (fornfræði) sem læra forngríska heimspeki að einhverju marki. Í öðrum deildum og skorum þarf enginn að læra forngríska heimspeki og virðist ganga ágætlega án Grikkjanna.


Stytta af Aristótelesi í Stagíru, Grikklandi. Er ástæða til að hafa hann enn á stalli?

Fyrir um 2400 árum náði klassísk grísk heimspeki hámarki í verkum Platóns og Aristótelesar. Heimspeki þeirra hefur síðan haft ómælanleg áhrif á heimspeki og vísindi Vesturlanda allt fram á okkar daga.

Ekki er þó þar með sagt að fyrstu heimspekingar Vesturlanda hafi eitthvað að segja um þau vandamál sem nútímavísindi glíma við. Langflestir vísindamenn hafna þessari hugmynd á þeim forsendum að saga vísinda sé að miklu leyti saga rangra hugmynda og misheppnaðra tilrauna til að leysa vandamál. Í þeim fáu tilvikum sem fornir heimspekingar og vísindamenn hafa í raun rambað á rétt svar er engin sérstök ástæða til að lesa þá; við vitum svarið og það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan það kom.

Læknavísindin voru einna síðust til að losa sig undan áhrifum frá fornöld. Hippókrates (uppi fyrir um 2500 árum) og Galenos (uppi fyrir um 1900 árum) voru gjaldgengir fram undir aldamótin 1900 en eru nú lítið annað en persónur í sögu læknavísinda.


Mynd af Hippókratesi sem dýrlingi úr handriti frá 1342, varðveitt í Bibliotheque Nationale, París. Enginn læknir myndi nú fara með hinn upprunalega eið Hippókratesar.

Raunvísindin byggja á athugunum og kenningum, en ekki á sögu sinni. Orð Platóns, Aristótelesar eða annarra Forngrikkja koma þeim lítið við, nema markmiðið sé að rannsaka sögu vísinda; þá eru kenningar Forngrikkja sjálfar viðfangsefni rannsóknarinnar, en þær hafa ekki áhrif á vísindin sem slík. Í heimspeki er jafnvel öflugur skóli (sem byggir á svokölluðum natúralisma) sem lítur á sögu heimspekinnar sem fag út af fyrir sig, fag sem hefur ekkert með heimspeki sem grein vísinda að gera. Heimspekin sjálf snýst um vandamál sem reynt er að leysa með bestu fáanlegu aðferðum og kenningum – og þær eru ekki 2400 ára gamlar.

Ef maður samþykkir þessa skýringu er ljóst að vísindi eru ekki háð forngrískri heimspeki. Þau eru heldur ekki háð sögu sinni. Það má þó gera því skóna að klofni vísindi frá sögunni verði þau ekki nógu gagnrýnin og eigi á hættu að staðna. Saga vísinda er til marks um hversu fallvölt þau eru, en vísindamenn eiga það til að mikla afrek sín og áreiðanleika kenninga sinna. Saga vísinda getur líka varpað ljósi á þær spurningar og vandamál sem þau glíma við og á þann hátt aukið gagnrýnið hugarfar við vísindaiðkun. Þetta eru þó ekki rök fyrir því að leita til 2400 ára gamallar heimspeki frekar en einhverrar annarrar sögulegrar heimspeki. Fyrir því þyrfti að færa sérstök rök en það er efni í annað svar við annarri spurningu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir

Höfundur

stundakennari í heimspeki og forngrísku við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.7.2006

Spyrjandi

Helga Guðlaugsdóttir

Tilvísun

Eiríkur Smári Sigurðarson. „Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6049.

Eiríkur Smári Sigurðarson. (2006, 5. júlí). Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6049

Eiríkur Smári Sigurðarson. „Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6049>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla.

Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Íslands taka námskeið sem heitir „heimspekileg forspjallsvísindi“, en námskeiðið fjallar að hluta um forna heimspeki. Það eru þó bara heimspekinemar og nemar í klassískum fræðum (fornfræði) sem læra forngríska heimspeki að einhverju marki. Í öðrum deildum og skorum þarf enginn að læra forngríska heimspeki og virðist ganga ágætlega án Grikkjanna.


Stytta af Aristótelesi í Stagíru, Grikklandi. Er ástæða til að hafa hann enn á stalli?

Fyrir um 2400 árum náði klassísk grísk heimspeki hámarki í verkum Platóns og Aristótelesar. Heimspeki þeirra hefur síðan haft ómælanleg áhrif á heimspeki og vísindi Vesturlanda allt fram á okkar daga.

Ekki er þó þar með sagt að fyrstu heimspekingar Vesturlanda hafi eitthvað að segja um þau vandamál sem nútímavísindi glíma við. Langflestir vísindamenn hafna þessari hugmynd á þeim forsendum að saga vísinda sé að miklu leyti saga rangra hugmynda og misheppnaðra tilrauna til að leysa vandamál. Í þeim fáu tilvikum sem fornir heimspekingar og vísindamenn hafa í raun rambað á rétt svar er engin sérstök ástæða til að lesa þá; við vitum svarið og það skiptir ekki höfuðmáli hvaðan það kom.

Læknavísindin voru einna síðust til að losa sig undan áhrifum frá fornöld. Hippókrates (uppi fyrir um 2500 árum) og Galenos (uppi fyrir um 1900 árum) voru gjaldgengir fram undir aldamótin 1900 en eru nú lítið annað en persónur í sögu læknavísinda.


Mynd af Hippókratesi sem dýrlingi úr handriti frá 1342, varðveitt í Bibliotheque Nationale, París. Enginn læknir myndi nú fara með hinn upprunalega eið Hippókratesar.

Raunvísindin byggja á athugunum og kenningum, en ekki á sögu sinni. Orð Platóns, Aristótelesar eða annarra Forngrikkja koma þeim lítið við, nema markmiðið sé að rannsaka sögu vísinda; þá eru kenningar Forngrikkja sjálfar viðfangsefni rannsóknarinnar, en þær hafa ekki áhrif á vísindin sem slík. Í heimspeki er jafnvel öflugur skóli (sem byggir á svokölluðum natúralisma) sem lítur á sögu heimspekinnar sem fag út af fyrir sig, fag sem hefur ekkert með heimspeki sem grein vísinda að gera. Heimspekin sjálf snýst um vandamál sem reynt er að leysa með bestu fáanlegu aðferðum og kenningum – og þær eru ekki 2400 ára gamlar.

Ef maður samþykkir þessa skýringu er ljóst að vísindi eru ekki háð forngrískri heimspeki. Þau eru heldur ekki háð sögu sinni. Það má þó gera því skóna að klofni vísindi frá sögunni verði þau ekki nógu gagnrýnin og eigi á hættu að staðna. Saga vísinda er til marks um hversu fallvölt þau eru, en vísindamenn eiga það til að mikla afrek sín og áreiðanleika kenninga sinna. Saga vísinda getur líka varpað ljósi á þær spurningar og vandamál sem þau glíma við og á þann hátt aukið gagnrýnið hugarfar við vísindaiðkun. Þetta eru þó ekki rök fyrir því að leita til 2400 ára gamallar heimspeki frekar en einhverrar annarrar sögulegrar heimspeki. Fyrir því þyrfti að færa sérstök rök en það er efni í annað svar við annarri spurningu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir

...