Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju veiða kettir fugla?

Jón Már Halldórsson

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er í eðli katta að veiða.

Þrátt fyrir að kettir (Felis catus) hafi verið húsdýr árþúsundum saman og ýmis útlitseinkenni ræktuð fram, eins og sést til dæmis hjá síamsköttum og norskum skógarköttum, þá hefur veiðieðlið ekki verið ræktað úr kettinum.

Til marks um það hversu sterkt veiðieðli katta er þá halda þeir til veiða þrátt fyrir að vera vel nærðir og vita að einhver færir þeim mat á ákveðnum tímum dagsins.



Kettir veiða ekki endilega mýs, fugla eða önnur smádýr af því að þeir eru svangir heldur er þetta bara ríkt í eðli þeirra.

Sennilega er þessi sterka veiðihvöt kattarins ástæðan fyrir því að menn fóru að halda ketti í híbýlum sínum fyrir þúsundum ára. Eftir að akuryrkja hófst hafa korngeymslur og hlöður laðað að sér nagdýr eins og mýs og rottur. Nagdýrin hafa síðan laðað að sér kettina. Menn hafa því örugglega fljótt gert sér grein fyrir kostum þess að hafa ketti í sinni þjónustu til þess að halda nagdýrunum í skefjum.

Nú á tímum hafa kettir í flestum tilfellum tapað þessu mikilvæga hlutverki sínu og eru orðnir dekurdýr í stássstofum víða um heim. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið rándýrseðli sínu og vafalaust er erfitt að rækta það úr þeim. Höfundur hefur þó engar upplýsingar um það hvort veiðieðli sé missterkt milli ræktunarafbrigða.

Mynd:
  • Cat á Wikipedia. Myndin upphaflega fengin hjá Mark Marek Photography. Sótt 7. 10. 2011.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2011

Spyrjandi

Gabríela Rut Vale, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju veiða kettir fugla?“ Vísindavefurinn, 10. október 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60543.

Jón Már Halldórsson. (2011, 10. október). Af hverju veiða kettir fugla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60543

Jón Már Halldórsson. „Af hverju veiða kettir fugla?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju veiða kettir fugla?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er í eðli katta að veiða.

Þrátt fyrir að kettir (Felis catus) hafi verið húsdýr árþúsundum saman og ýmis útlitseinkenni ræktuð fram, eins og sést til dæmis hjá síamsköttum og norskum skógarköttum, þá hefur veiðieðlið ekki verið ræktað úr kettinum.

Til marks um það hversu sterkt veiðieðli katta er þá halda þeir til veiða þrátt fyrir að vera vel nærðir og vita að einhver færir þeim mat á ákveðnum tímum dagsins.



Kettir veiða ekki endilega mýs, fugla eða önnur smádýr af því að þeir eru svangir heldur er þetta bara ríkt í eðli þeirra.

Sennilega er þessi sterka veiðihvöt kattarins ástæðan fyrir því að menn fóru að halda ketti í híbýlum sínum fyrir þúsundum ára. Eftir að akuryrkja hófst hafa korngeymslur og hlöður laðað að sér nagdýr eins og mýs og rottur. Nagdýrin hafa síðan laðað að sér kettina. Menn hafa því örugglega fljótt gert sér grein fyrir kostum þess að hafa ketti í sinni þjónustu til þess að halda nagdýrunum í skefjum.

Nú á tímum hafa kettir í flestum tilfellum tapað þessu mikilvæga hlutverki sínu og eru orðnir dekurdýr í stássstofum víða um heim. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið rándýrseðli sínu og vafalaust er erfitt að rækta það úr þeim. Höfundur hefur þó engar upplýsingar um það hvort veiðieðli sé missterkt milli ræktunarafbrigða.

Mynd:
  • Cat á Wikipedia. Myndin upphaflega fengin hjá Mark Marek Photography. Sótt 7. 10. 2011.

...