Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta kettir verið hættulegir?

Jón Már Halldórsson

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt.

Einnig er hætta á því að sníkjudýr úr köttum berist í menn. Sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er algengur innsníkill í köttum. Bogfrymill getur valdið fósturskaða og jafnvel fósturdauða ef hann berst í vanfærar konur. Sníkjudýrið berst úr kettinum með saur og það er ekki ráðlegt að vanfærar konur hreinsi saur úr kattarkassanum. Þess má þó geta að bogfrymill getur líka borist í menn úr kjöti sem ekki verið eldað nóg. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að allt að 22% karlmanna og 15% kvenna hafa haft þetta sníkjudýr í sér. Smit af völdum bogfrymils eru hins vegar mun fátíðari hér á landi.


Smásjármynd af sníkjudýrinu Toxoplasma gondii sem finnst í köttum.

Rannsóknir hafa sýnt að miðtaugakerfið í músum og rottum sem eru verulega sýktar af umræddu sníkudýri, tekur einhverjum breytingum. Breytingarnar koma fram í atferli dýranna, til dæmis verða þau ekki eins tortryggin gagnvart framandi mat og þau eru óhræddari við opin svæði. Þetta eykur líkurnar á því að þau lendi í kjaftinum á rándýri sem í borgarumhverfi nútímans eru yfirleitt kettir. Þannig komast sníkjudýrin í tengsl við önnur sníkjudýr sömu tegundar og geta þannig æxlast. Það eykur erfðablöndun og minnkar hættu á innræktun sníkjudýranna.

Læknar hafa lengi rannsakað áhrif bogfrymils á menn og vísbendingar eru um að breytingar verði á heilastarfsemi manna sem sýkjast. Til dæmis virðast sýktir einstaklingar finna fyrir óöryggi, viðbragðsflýtir þeirra verður minni og jafnvel ber á því að fólk verður íhaldssamara og tregara til að gera eða framkvæma nýja hluti.

Að lokum er þó vert að taka fram að bogfrymilssótt er sjaldgæf á Íslandi og því er óþarfi að barnshafandi konur losi sig við ketti sína. Rétt er þó að vera á varðbergi fyrir sýkingareinkennum sem má lesa nánar um á vefslóðinni sem vísað er á hér fyrir neðan.

Heimild og frekara lesefni:

Meira lesefni á Vísindavefnum um sníkjudýr:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.9.2008

Síðast uppfært

17.5.2024

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir verið hættulegir?“ Vísindavefurinn, 24. september 2008, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48756.

Jón Már Halldórsson. (2008, 24. september). Geta kettir verið hættulegir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48756

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir verið hættulegir?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2008. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta kettir verið hættulegir?
Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt.

Einnig er hætta á því að sníkjudýr úr köttum berist í menn. Sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er algengur innsníkill í köttum. Bogfrymill getur valdið fósturskaða og jafnvel fósturdauða ef hann berst í vanfærar konur. Sníkjudýrið berst úr kettinum með saur og það er ekki ráðlegt að vanfærar konur hreinsi saur úr kattarkassanum. Þess má þó geta að bogfrymill getur líka borist í menn úr kjöti sem ekki verið eldað nóg. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að allt að 22% karlmanna og 15% kvenna hafa haft þetta sníkjudýr í sér. Smit af völdum bogfrymils eru hins vegar mun fátíðari hér á landi.


Smásjármynd af sníkjudýrinu Toxoplasma gondii sem finnst í köttum.

Rannsóknir hafa sýnt að miðtaugakerfið í músum og rottum sem eru verulega sýktar af umræddu sníkudýri, tekur einhverjum breytingum. Breytingarnar koma fram í atferli dýranna, til dæmis verða þau ekki eins tortryggin gagnvart framandi mat og þau eru óhræddari við opin svæði. Þetta eykur líkurnar á því að þau lendi í kjaftinum á rándýri sem í borgarumhverfi nútímans eru yfirleitt kettir. Þannig komast sníkjudýrin í tengsl við önnur sníkjudýr sömu tegundar og geta þannig æxlast. Það eykur erfðablöndun og minnkar hættu á innræktun sníkjudýranna.

Læknar hafa lengi rannsakað áhrif bogfrymils á menn og vísbendingar eru um að breytingar verði á heilastarfsemi manna sem sýkjast. Til dæmis virðast sýktir einstaklingar finna fyrir óöryggi, viðbragðsflýtir þeirra verður minni og jafnvel ber á því að fólk verður íhaldssamara og tregara til að gera eða framkvæma nýja hluti.

Að lokum er þó vert að taka fram að bogfrymilssótt er sjaldgæf á Íslandi og því er óþarfi að barnshafandi konur losi sig við ketti sína. Rétt er þó að vera á varðbergi fyrir sýkingareinkennum sem má lesa nánar um á vefslóðinni sem vísað er á hér fyrir neðan.

Heimild og frekara lesefni:

Meira lesefni á Vísindavefnum um sníkjudýr:

Mynd: