Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Bergljót Kristjánsdóttir

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á slíkum verkum varð maður að finna upp á eigin spýtur hvernig farið skyldi að. Í greinum sínum faldi hann slóð sína á sama hátt og stærðfræðingar, hann birti niðurstöðurnar en lét ekki uppi hvernig hann komst að þeim. [...] Það er gagnólíkt því sem nú tíðkast: að halda í hönd lesandans og leiða hann í gegnum erfiðustu þættina. (Paul Kiparsky 1983:27-28)

Roman Osipovítsj Jakobson (1896-1982) var einhver áhrifamesti fræðimaðurinn á sviði hugvísinda á 20. öld og fékkst við fjölbreytt viðfangsefni, einkum á sviði málvísinda, bókmenntafræði og táknfræði.

Hann var sonur stöndugra foreldra í Moskvu, og fékk snemma brennandi áhuga á máli, bókmenntum og listum. Hann varð fyrir áhrifum af framúrstefnuhreyfingum samtímans og orti sjálfur fútúrísk ljóð undir nafninu Aliagroff. Að loknu stúdentsprófi árið 1914 innritaðist hann í deild sögulegrar fílólógíu við Moskvuháskóla, hlaut þar sínu fyrstu háskólagráðu en tók jafnframt virkan þátt í menningarlífinu. Árið 1915 stofnaði hann ásamt nokkrum félaga sinna Málvísindahópinn í Moskvu og varð þar með einn af brautryðjendum formalisma.

Söguleg málvísindi voru enn ríkjandi þegar Jakobson var að alast upp en tilraunir fútúrískra skálda með hljóð og hljómtengsl leiddu hann á aðrar brautir. Rannsóknir sínar á máli hóf hann á umhugsun um ljóðmál en hann kynntist líka hugmyndum Ferdinands de Saussure fyrir 1920. Það varð happ lesenda Jakobsons að hann leit aldrei svo á að málvísindamenn ættu að sneiða hjá skáldskaparmáli. Hann vildi hins vegar andæfa hugmyndum um að tungumálið væri fyrst og fremst tæki sem færði fram hugmyndir; sýna að einkenni þess sjálfs væru órofaþáttur skáldskaparins er yrði að kanna jafnframt því sem gerð væri grein fyrir sambandi máls og bókmennta.


Dæmi um það hvernig rússnesku fútúristarnir myndskreyttu með orðum.

Árið 1920 fór Jakobson til Tékkóslóvakíu sem túlkur með sovéska Rauða krossinum. Þar ílengdist hann og lauk doktorsprófi og varð brátt öflugur í tékknesku menningarlífi rétt eins og í rússnesku og sovésku fyrr. Hann var einn þeirra sem mynduðu Málvísindahópinn í Prag árið 1926, að fyrirmynd Moskvuhópsins, en báðir störfuðu hóparnir, að sögn Jakobsons, fremur eins og rannsóknarstofur en sérstakir skólar í málvísindum. Jakobson varð einn af frumkvöðlum strúktúralismans sem einkenndi ekki aðeins rannsóknir á máli og bókmenntum um áratuga skeið heldur varð líka áhrifaríkur innan félagsgreina eins og mannfræði.

Í Tékkóslóvakíu vann Jakobson sem fyrr jafnt að málvísinda- sem bókmenntarannsóknum. Hann fékkst við hljóðkerfisfræði með gömlum félaga sínum, Nikolaj Trubetskoj. Margt af því sem hann gerði þá átti eftir að taka stakkaskiptum en hugmyndin um að greina mætti fónem í aðgreinandi þætti, sem væru grunneiningar hljóðkerfisins, olli straumhvörfum í rannsóknum. Áhrifarík varð líka dálítil grein sem Jakobson skrifaði með Júrí Tynjanoff 1928 - „Úrlausnarefni í rannsóknum máls og bókmennta“ - en þar kölluðu þeir meðal annars eftir því að menn könnuðu bókmenntir eins og kerfi meðal annarra kerfa og tækju mið af aðstæðunum og tímunum sem gætu þær af sér. Eitt þekktasta verk Jakobsons frá Tékkóslóvakíuárunum er þó sennilega innblásin grein sem hann samdi eftir dauða skáldsins Majakovskíjs. Þar koma fram hugmyndir hans um „kynslóð“ sem einhvers konar kerfisbundna heild þar sem menn eiga að bera ábyrgð hver á öðrum og keppast við að leggja sitt til menningarinnar.

Jakobson var af gyðingaættum og var því ekki sætt í Tékkóslóvakíu þegar nasistar hernámu landið. En hann átti félaga í hópi málvísndamanna á Norðurlöndum. Að undirlagi Viggos Brøndal og Louis Hjelmslev flúði hann til Danmerkur árið 1939, hélt fyrirlestra við Kaupmannahafnarháskóla í nokkra mánuði en fór svo til Noregs til vinar síns, Alfs Sommerfelt. Þar fékk hann ekki starfsfrið nema í ríflega hálft ár. Þá hraktist hann enn undan nasistum til Svíþjóðar. Honum hafði verið boðin staða í New York og hugðist taka við henni. Hann ílengdist þó í Svíþjóð og sigldi ekki til Bandaríkjanna fyrr en vorið 1941.

Hrakningarnir brutu þó ekki Jakobson. Hann fékk nýjar hugmyndir í samvinnu við vini sína á Norðurlöndum og 1941 lauk hann verki sínu Barnamál, málstol, almenn hljóðlögmál, þar sem hann ber saman máltöku barna og málstol hjá þeim sem skaddast hafa á heila.

Í Bandaríkjunum starfaði Jakobson fyrst við háskóla í New York meðal annars Columbia-háskóla, en seinna við Harvard og MIT. Ýmsir telja að fyrirlesturinn „Málvísindi og skáldskaparfræði“ sem hann hélt 1958, vitni betur en flest annað um viðfangsefni hans og hugmyndir. Þar víkur hann jafnt að líkingum og nafnskiptum, málstoli og boðskiptum, bragfræði, hljóðkerfisfræði og þjóðfræði og beinir sjónum að kveðskap frá ýmsum löndum. En þó að þetta séu allt efni sem Jakobson fékkst við eru skrif hans svo fjölbreytt og margþætt að einn fyrirlestur nær ekki að vera smámynd af þeim.

Umberto Eco (1987) viðrar á einum stað þá skoðun sína að Jakobson hafi aldrei samið bók um táknfræði af því að gjörvallur fræðimannsferill hans hafi verið lifandi dæmi um leitina að henni. Hvernig sem því er varið er ljóst að skrif Jakobsons höfðu mikil áhrif á þróun táknfræði og nú þarf ekki annað en fletta verkum ýmissa þeirra sem fást við hugræn fræði til að sjá hvílík uppspretta þessi Rússi, fæddur undir lok 19. aldar, er samtímafræðimönnum.

Greinar eftir Jakobson sem þýddar hafa verið á íslensku eru til dæmis „Um málvísindalegar hliðar þýðinga“ og „Tvær hliðar tungumálsins - myndhvörf og nafnskipti.“

Helstu heimildir:
  • Bradford, Richard. 1994. Roman Jakobson: Life, Language and Art. London og New York: Routledge.
  • Eco, Umberto. 1987. „The Influence of Roman Jakobson on the Development of Semiotics.“ Classics of Semiotics, ritstj. Martin Krampen, New York: Plenum.
  • Pomorska, Krystyna (ritstj.) 1987. Language, poetry and poetics. The Generation of the 1890s: Jakobson, Trubetzkoy, Majakovskij. New York: DeGruyter Mouton.
  • Jakobson, Roman. 1991. „Tvær hliðar tungumálsins – myndhvörf og nafnskipti.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstj. Garðar Baldvinsson o.fl. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
  • Sami. 2004. „Um málvísindalegar hliðar þýðinga“, þýð. María Sæmundsdóttir, Ritið, 4 (3): 173-180.
  • Jangfeldt, Bent. 1997. „Roman Jakobson in Sweden 1940-41.“ Cahiers de l’ILSL, 9: 149-157.
  • Kiparsky, Paul. 1983. „Roman Jakobson and the Grammar of Poetry“, A Tribute to Roman Jakobson 1896-1982, ritstj. S. Rudy, Berlin, New York: Mouton De Gruyter.

Myndir:

Höfundur

prófessor í íslenskum bókmenntum

Útgáfudagur

8.9.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Bergljót Kristjánsdóttir. „Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?“ Vísindavefurinn, 8. september 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60598.

Bergljót Kristjánsdóttir. (2011, 8. september). Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60598

Bergljót Kristjánsdóttir. „Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60598>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á slíkum verkum varð maður að finna upp á eigin spýtur hvernig farið skyldi að. Í greinum sínum faldi hann slóð sína á sama hátt og stærðfræðingar, hann birti niðurstöðurnar en lét ekki uppi hvernig hann komst að þeim. [...] Það er gagnólíkt því sem nú tíðkast: að halda í hönd lesandans og leiða hann í gegnum erfiðustu þættina. (Paul Kiparsky 1983:27-28)

Roman Osipovítsj Jakobson (1896-1982) var einhver áhrifamesti fræðimaðurinn á sviði hugvísinda á 20. öld og fékkst við fjölbreytt viðfangsefni, einkum á sviði málvísinda, bókmenntafræði og táknfræði.

Hann var sonur stöndugra foreldra í Moskvu, og fékk snemma brennandi áhuga á máli, bókmenntum og listum. Hann varð fyrir áhrifum af framúrstefnuhreyfingum samtímans og orti sjálfur fútúrísk ljóð undir nafninu Aliagroff. Að loknu stúdentsprófi árið 1914 innritaðist hann í deild sögulegrar fílólógíu við Moskvuháskóla, hlaut þar sínu fyrstu háskólagráðu en tók jafnframt virkan þátt í menningarlífinu. Árið 1915 stofnaði hann ásamt nokkrum félaga sinna Málvísindahópinn í Moskvu og varð þar með einn af brautryðjendum formalisma.

Söguleg málvísindi voru enn ríkjandi þegar Jakobson var að alast upp en tilraunir fútúrískra skálda með hljóð og hljómtengsl leiddu hann á aðrar brautir. Rannsóknir sínar á máli hóf hann á umhugsun um ljóðmál en hann kynntist líka hugmyndum Ferdinands de Saussure fyrir 1920. Það varð happ lesenda Jakobsons að hann leit aldrei svo á að málvísindamenn ættu að sneiða hjá skáldskaparmáli. Hann vildi hins vegar andæfa hugmyndum um að tungumálið væri fyrst og fremst tæki sem færði fram hugmyndir; sýna að einkenni þess sjálfs væru órofaþáttur skáldskaparins er yrði að kanna jafnframt því sem gerð væri grein fyrir sambandi máls og bókmennta.


Dæmi um það hvernig rússnesku fútúristarnir myndskreyttu með orðum.

Árið 1920 fór Jakobson til Tékkóslóvakíu sem túlkur með sovéska Rauða krossinum. Þar ílengdist hann og lauk doktorsprófi og varð brátt öflugur í tékknesku menningarlífi rétt eins og í rússnesku og sovésku fyrr. Hann var einn þeirra sem mynduðu Málvísindahópinn í Prag árið 1926, að fyrirmynd Moskvuhópsins, en báðir störfuðu hóparnir, að sögn Jakobsons, fremur eins og rannsóknarstofur en sérstakir skólar í málvísindum. Jakobson varð einn af frumkvöðlum strúktúralismans sem einkenndi ekki aðeins rannsóknir á máli og bókmenntum um áratuga skeið heldur varð líka áhrifaríkur innan félagsgreina eins og mannfræði.

Í Tékkóslóvakíu vann Jakobson sem fyrr jafnt að málvísinda- sem bókmenntarannsóknum. Hann fékkst við hljóðkerfisfræði með gömlum félaga sínum, Nikolaj Trubetskoj. Margt af því sem hann gerði þá átti eftir að taka stakkaskiptum en hugmyndin um að greina mætti fónem í aðgreinandi þætti, sem væru grunneiningar hljóðkerfisins, olli straumhvörfum í rannsóknum. Áhrifarík varð líka dálítil grein sem Jakobson skrifaði með Júrí Tynjanoff 1928 - „Úrlausnarefni í rannsóknum máls og bókmennta“ - en þar kölluðu þeir meðal annars eftir því að menn könnuðu bókmenntir eins og kerfi meðal annarra kerfa og tækju mið af aðstæðunum og tímunum sem gætu þær af sér. Eitt þekktasta verk Jakobsons frá Tékkóslóvakíuárunum er þó sennilega innblásin grein sem hann samdi eftir dauða skáldsins Majakovskíjs. Þar koma fram hugmyndir hans um „kynslóð“ sem einhvers konar kerfisbundna heild þar sem menn eiga að bera ábyrgð hver á öðrum og keppast við að leggja sitt til menningarinnar.

Jakobson var af gyðingaættum og var því ekki sætt í Tékkóslóvakíu þegar nasistar hernámu landið. En hann átti félaga í hópi málvísndamanna á Norðurlöndum. Að undirlagi Viggos Brøndal og Louis Hjelmslev flúði hann til Danmerkur árið 1939, hélt fyrirlestra við Kaupmannahafnarháskóla í nokkra mánuði en fór svo til Noregs til vinar síns, Alfs Sommerfelt. Þar fékk hann ekki starfsfrið nema í ríflega hálft ár. Þá hraktist hann enn undan nasistum til Svíþjóðar. Honum hafði verið boðin staða í New York og hugðist taka við henni. Hann ílengdist þó í Svíþjóð og sigldi ekki til Bandaríkjanna fyrr en vorið 1941.

Hrakningarnir brutu þó ekki Jakobson. Hann fékk nýjar hugmyndir í samvinnu við vini sína á Norðurlöndum og 1941 lauk hann verki sínu Barnamál, málstol, almenn hljóðlögmál, þar sem hann ber saman máltöku barna og málstol hjá þeim sem skaddast hafa á heila.

Í Bandaríkjunum starfaði Jakobson fyrst við háskóla í New York meðal annars Columbia-háskóla, en seinna við Harvard og MIT. Ýmsir telja að fyrirlesturinn „Málvísindi og skáldskaparfræði“ sem hann hélt 1958, vitni betur en flest annað um viðfangsefni hans og hugmyndir. Þar víkur hann jafnt að líkingum og nafnskiptum, málstoli og boðskiptum, bragfræði, hljóðkerfisfræði og þjóðfræði og beinir sjónum að kveðskap frá ýmsum löndum. En þó að þetta séu allt efni sem Jakobson fékkst við eru skrif hans svo fjölbreytt og margþætt að einn fyrirlestur nær ekki að vera smámynd af þeim.

Umberto Eco (1987) viðrar á einum stað þá skoðun sína að Jakobson hafi aldrei samið bók um táknfræði af því að gjörvallur fræðimannsferill hans hafi verið lifandi dæmi um leitina að henni. Hvernig sem því er varið er ljóst að skrif Jakobsons höfðu mikil áhrif á þróun táknfræði og nú þarf ekki annað en fletta verkum ýmissa þeirra sem fást við hugræn fræði til að sjá hvílík uppspretta þessi Rússi, fæddur undir lok 19. aldar, er samtímafræðimönnum.

Greinar eftir Jakobson sem þýddar hafa verið á íslensku eru til dæmis „Um málvísindalegar hliðar þýðinga“ og „Tvær hliðar tungumálsins - myndhvörf og nafnskipti.“

Helstu heimildir:
  • Bradford, Richard. 1994. Roman Jakobson: Life, Language and Art. London og New York: Routledge.
  • Eco, Umberto. 1987. „The Influence of Roman Jakobson on the Development of Semiotics.“ Classics of Semiotics, ritstj. Martin Krampen, New York: Plenum.
  • Pomorska, Krystyna (ritstj.) 1987. Language, poetry and poetics. The Generation of the 1890s: Jakobson, Trubetzkoy, Majakovskij. New York: DeGruyter Mouton.
  • Jakobson, Roman. 1991. „Tvær hliðar tungumálsins – myndhvörf og nafnskipti.“ Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Ritstj. Garðar Baldvinsson o.fl. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
  • Sami. 2004. „Um málvísindalegar hliðar þýðinga“, þýð. María Sæmundsdóttir, Ritið, 4 (3): 173-180.
  • Jangfeldt, Bent. 1997. „Roman Jakobson in Sweden 1940-41.“ Cahiers de l’ILSL, 9: 149-157.
  • Kiparsky, Paul. 1983. „Roman Jakobson and the Grammar of Poetry“, A Tribute to Roman Jakobson 1896-1982, ritstj. S. Rudy, Berlin, New York: Mouton De Gruyter.

Myndir:...