Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?

Alexander Haraldsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi.

Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæði innan Finnlands eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða landi tilheyra Álandseyjar? Mikill meirihluti Álendinga hefur þó sænsku sem móðurmál enda heyrðu eyjarnar lengi vel undir Svíþjóð.



Fáni Álandseyja.

Álendingar eiga sinn eigin fána sem er rauður og gulur kross á bláum feldi og var honum fyrst flaggað opinberlega þann 3. apríl 1954. Upprunalega var gerð tillaga um að fáninn yrði gulur kross á bláum grunni eins og sænski fáninn en með bláum krossi innst. Finnar höfnuðu þeirri útfærslu þar sem fáninn þótti of líkur þeim sænska. Niðurstaðan varð sú að í stað bláa krossins innst yrði rauður kross. Rauði liturinn var nokkuð umdeildur þar sem mörgum fannst lítil hefð fyrir honum á Álandseyjum en á það hefur verið bent að fáninn sæki liti sína bæði í skjaldarmerki Svíþjóðar, sem er gult og blátt, og skjaldarmerki Finnlands, sem er gult og rautt. Ekki fundust upplýsingar um hvort litirnir sem slíkir hafi sérstaka merkingu aðra en vísun til Svíþjóðar og Finnlands.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fána, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.7.2006

Spyrjandi

Sigrún Eir, f. 1994
Snjólfur Björnsson, f. 1994

Tilvísun

Alexander Haraldsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6070.

Alexander Haraldsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 19. júlí). Hvað merkja litirnir í fána Álendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6070

Alexander Haraldsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi.

Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæði innan Finnlands eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða landi tilheyra Álandseyjar? Mikill meirihluti Álendinga hefur þó sænsku sem móðurmál enda heyrðu eyjarnar lengi vel undir Svíþjóð.



Fáni Álandseyja.

Álendingar eiga sinn eigin fána sem er rauður og gulur kross á bláum feldi og var honum fyrst flaggað opinberlega þann 3. apríl 1954. Upprunalega var gerð tillaga um að fáninn yrði gulur kross á bláum grunni eins og sænski fáninn en með bláum krossi innst. Finnar höfnuðu þeirri útfærslu þar sem fáninn þótti of líkur þeim sænska. Niðurstaðan varð sú að í stað bláa krossins innst yrði rauður kross. Rauði liturinn var nokkuð umdeildur þar sem mörgum fannst lítil hefð fyrir honum á Álandseyjum en á það hefur verið bent að fáninn sæki liti sína bæði í skjaldarmerki Svíþjóðar, sem er gult og blátt, og skjaldarmerki Finnlands, sem er gult og rautt. Ekki fundust upplýsingar um hvort litirnir sem slíkir hafi sérstaka merkingu aðra en vísun til Svíþjóðar og Finnlands.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fána, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....