Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Guðrún Kvaran

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946.Að baki liggur danska orðið formørke í sömu merkingu sem fyrst kemur fyrir 1539 en heldur eldra er sænska orðið förmörkia (1526), samanber einnig þýska orðið verfinstern.

Nafnorðið formyrkvan, sem myndað er af sögninni, kemur fyrst fyrir í þýðingu Guðbrands Þorlákssonar Ein christilig Og Stuttlig Vnderuijsan … frá 1576. Bæði orðin hafa verið notuð allt fram á okkar tíma.

Lýsingarorðið formyrkvaður er einnig sagnleitt. Það virðist ekki hafa verið notað eins mikið og sögnin og nafnorðið. Elsta dæmi í Ritmálskrá Orðabókar Háskólans er frá 1950 en orðið getur vel verið eitthvað eldra.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo, hér örlítið stytt:

Getið þið sagt mér hvaðan orðið ,,formyrkvaður" er komið, já þetta ágæta orð sem Gunnar Dal fann upp út frá pælingum Sókratesar? Væntanlega hefur Gunnar Dal þýtt þetta úr grísku eða ensku?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.12.2011

Spyrjandi

Ásgeir Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2011. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60724.

Guðrún Kvaran. (2011, 5. desember). Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60724

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2011. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60724>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946.Að baki liggur danska orðið formørke í sömu merkingu sem fyrst kemur fyrir 1539 en heldur eldra er sænska orðið förmörkia (1526), samanber einnig þýska orðið verfinstern.

Nafnorðið formyrkvan, sem myndað er af sögninni, kemur fyrst fyrir í þýðingu Guðbrands Þorlákssonar Ein christilig Og Stuttlig Vnderuijsan … frá 1576. Bæði orðin hafa verið notuð allt fram á okkar tíma.

Lýsingarorðið formyrkvaður er einnig sagnleitt. Það virðist ekki hafa verið notað eins mikið og sögnin og nafnorðið. Elsta dæmi í Ritmálskrá Orðabókar Háskólans er frá 1950 en orðið getur vel verið eitthvað eldra.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo, hér örlítið stytt:

Getið þið sagt mér hvaðan orðið ,,formyrkvaður" er komið, já þetta ágæta orð sem Gunnar Dal fann upp út frá pælingum Sókratesar? Væntanlega hefur Gunnar Dal þýtt þetta úr grísku eða ensku?
...