Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Af hverju er myrkur?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast frá veggjunum. Þegar við sjáum þetta endurvarpaða ljós finnst okkur vera bjart.

Þegar við slökkvum á ljósinu hverfur hins vegar allt ljós vegna þess að veggirnir gleypa það. Að vísu gerist það ekki alveg samstundis vegna þess að veggirnir gleypa ekki allt ljósið heldur endurvarpa hluta af því eins og áður er sagt. En endurvarpaða ljósið fellur aftur á veggina og þá gleypa þeir meira af því og svo framvegis. Á örskotsstundu gleypa veggirnir allt ljósið, það gerist svona hratt af því að hraði ljóssins er svo mikill. Þess vegna finnst okkur verða myrkur í herberginu um leið og við slökkvum ljósið.Á nóttunni getum við ekki séð sólina vegna þess að hún er í hvarfi bak við jörðina. Þá berst ekkert ljós til okkar frá henni og þess vegna er myrkur fyrir utan götuljósin, stjörnurnar sem lýsa á himninum og tunglið ef það er á lofti. Þegar okkur finnst hálfdimmt á daginn er það vegna þess að það er skýjað. Þá gleypa skýin ljósið frá sólinni svo að okkur finnst vera dimmt.

Svo vitum við líka að við getum framkallað myrkur um miðjan dag til dæmis með því að myrkva herbergið sem við erum í, draga vandlega fyrir alla glugga og svo framvegis. Nauðsynlegt er að vanda sig við það vegna þess að augað lagar sig annars að þeirri litlu birtu sem kemur inn og okkur finnst þá ekki vera myrkur inni. Eins getum við auðvitað farið niður í dimman kjallara eða göng þar sem dagsljósið nær ekki inn.

En við skulum taka vel eftir því hvernig mannsaugað lagar sig að birtunni eða skortinum á henni. Ef við slökkvum ljósið snögglega á dimmu vetrarkvöldi finnst okkur fyrst vera svartamyrkur inni en svo líður smástund og við byrjum að sjá móta fyrir ýmsum hlutum. Það er vegna þess að ljósop augans stækkar og aðrar breytingar gerast í auganu til að laga sig að myrkrinu.

Um þetta má lesa svolítið nánar í svari TÞ við spurningunni Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?


Mynd: Fourmilab

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.8.2000

Spyrjandi

Hulda M. Kristjánsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er myrkur?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=778.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 11. ágúst). Af hverju er myrkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=778

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er myrkur?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=778>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er myrkur?
Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast frá veggjunum. Þegar við sjáum þetta endurvarpaða ljós finnst okkur vera bjart.

Þegar við slökkvum á ljósinu hverfur hins vegar allt ljós vegna þess að veggirnir gleypa það. Að vísu gerist það ekki alveg samstundis vegna þess að veggirnir gleypa ekki allt ljósið heldur endurvarpa hluta af því eins og áður er sagt. En endurvarpaða ljósið fellur aftur á veggina og þá gleypa þeir meira af því og svo framvegis. Á örskotsstundu gleypa veggirnir allt ljósið, það gerist svona hratt af því að hraði ljóssins er svo mikill. Þess vegna finnst okkur verða myrkur í herberginu um leið og við slökkvum ljósið.Á nóttunni getum við ekki séð sólina vegna þess að hún er í hvarfi bak við jörðina. Þá berst ekkert ljós til okkar frá henni og þess vegna er myrkur fyrir utan götuljósin, stjörnurnar sem lýsa á himninum og tunglið ef það er á lofti. Þegar okkur finnst hálfdimmt á daginn er það vegna þess að það er skýjað. Þá gleypa skýin ljósið frá sólinni svo að okkur finnst vera dimmt.

Svo vitum við líka að við getum framkallað myrkur um miðjan dag til dæmis með því að myrkva herbergið sem við erum í, draga vandlega fyrir alla glugga og svo framvegis. Nauðsynlegt er að vanda sig við það vegna þess að augað lagar sig annars að þeirri litlu birtu sem kemur inn og okkur finnst þá ekki vera myrkur inni. Eins getum við auðvitað farið niður í dimman kjallara eða göng þar sem dagsljósið nær ekki inn.

En við skulum taka vel eftir því hvernig mannsaugað lagar sig að birtunni eða skortinum á henni. Ef við slökkvum ljósið snögglega á dimmu vetrarkvöldi finnst okkur fyrst vera svartamyrkur inni en svo líður smástund og við byrjum að sjá móta fyrir ýmsum hlutum. Það er vegna þess að ljósop augans stækkar og aðrar breytingar gerast í auganu til að laga sig að myrkrinu.

Um þetta má lesa svolítið nánar í svari TÞ við spurningunni Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?


Mynd: Fourmilab ...