Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessi ljóðlína er upphaf kvæðisins Þingvallasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson (Helgi Helgason samdi lagið). Ljóðið er hvatning til þjóðarinnar um að standa saman og vinna landi sínu gagn. Fyrstu þrjár línurnar eru svona:
Öxar við ána
árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit
Þær eru hugsaðar þannig: „Þjóðlið rísi upp og skipist í sveit í ljóma árdags við Öxará“. Árdagur merkir ‘morgunn’ og Öxar við ána er þá tekið saman „við Öxará(na)“. Öxarárfoss má sjá á mynd til hliðar.
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hin þekkta ljóðlína „Öxar við ána“?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2006, sótt 29. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6076.
Guðrún Kvaran. (2006, 21. júlí). Hvað merkir hin þekkta ljóðlína „Öxar við ána“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6076
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hin þekkta ljóðlína „Öxar við ána“?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2006. Vefsíða. 29. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6076>.