Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?

Sigurður Steinþórsson

Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir:
Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr Stekkjargjá og eftir henni spölkorn uns hún beygir til austurs yfir gjána og um skarð í eystri gjárbakkanum niður á Efrivellina, sem eru til orðnir af framburði hennar …

Annað Árfar liggur vestan Almannagjár, miðja vegu milli gjárinnar og Brúsastaða, suður og vestur yfir Kárastaðahraun og að Þingvallavatni skammt austan við Skálabrekku. Þar heitir Árfarsgrynning í vatninu undan „ósnum“. Þar féll Öxará oft í vatnavöxtum, og líklega hefur þar í eina tíð verið aðalfarvegur hennar.

Öxarárfoss.

Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að Öxará hafi verið veitt „í Almannagjá og fellur nú eftir Þingvelli“. … Á 12. öld hafa menn talið að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld, heldur hafi hún legið í Árfarinu og verið veitt ofan í Almannagjá til þess að fá vatn á þingstaðinn svo að menn þyrftu ekki að sækja það í gjárnar. Öxarárfoss er elsta „mannvirkið“ á Þingvelli eða afleiðing elstu vatnsveitu feðra vorra. „Þar sem Öxará rennur eftir Almannagjá er hraunið lítið vatnsnúið. Að vísu má finna þar lábarða möl, en hún er úr annarri bergtegund, hefur borist ofan úr fjöllum (Súlum). Þetta gefur í skyn að áin hafi skamman aldur runnið þarna, varla miklu lengur en síðustu 1000 árin“, segir Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur. [2]

Samkvæmt þessu „töldu menn á 12. öld“ að Árfarið hafi verið stíflað miðja vegu milli Brúsastaða og Almannagjár og Öxará veitt í gjána. Rökin eru, auk sögunnar sem rituð var á 12. eða 13. öld, að í flóðum á áin það til að falla í báða farvegi og sennilega var því tiltölulega hægur vandi að beina henni í hvorn farveginn sem var, og loks orð Guðmundar jarðfræðings um lítt vatnsnúið hraun í Almannagjá.

Tilvísanir:
  1. ^ Landið þitt Ísland, 5. bindi, eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson, Björn Þorsteinsson og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1984.
  2. ^ Vafalaust hefur Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem mikið skrifaði um Þingvelli og sennilega þennan kafla, þetta munnlega eftir Guðmundi Kjartanssyni jarðfræðingi.

Mynd:

Aðrar spurningar um Öxará:
  • Hvaða vísbendingar eru til um að farvegi Öxarár á Þingvöllum hafi verið breytt á 10. öld og nákvæmlega hvar á farveginum að hafa verið breytt?
  • Því er haldið fram að Öxará hafi verið færð úr farvegi sínum fyrir stofnun alþingis árið 930. Er það rétt, og ef svo, hvar rann hún áður og hvernig fóru menn að því að breyta farvegi hennar?
  • Er vitað hvar Öxará rann áður en hún var færð í Öxarárfoss?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

12.5.2017

Síðast uppfært

15.5.2017

Spyrjandi

Benedikt Jónsson, Viðar Þorgeirsson, Jakob S. Jónsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2017, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63256.

Sigurður Steinþórsson. (2017, 12. maí). Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63256

Sigurður Steinþórsson. „Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2017. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63256>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?
Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir:

Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr Stekkjargjá og eftir henni spölkorn uns hún beygir til austurs yfir gjána og um skarð í eystri gjárbakkanum niður á Efrivellina, sem eru til orðnir af framburði hennar …

Annað Árfar liggur vestan Almannagjár, miðja vegu milli gjárinnar og Brúsastaða, suður og vestur yfir Kárastaðahraun og að Þingvallavatni skammt austan við Skálabrekku. Þar heitir Árfarsgrynning í vatninu undan „ósnum“. Þar féll Öxará oft í vatnavöxtum, og líklega hefur þar í eina tíð verið aðalfarvegur hennar.

Öxarárfoss.

Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að Öxará hafi verið veitt „í Almannagjá og fellur nú eftir Þingvelli“. … Á 12. öld hafa menn talið að Öxará hafi ekki fallið um Þingvöll á landnámsöld, heldur hafi hún legið í Árfarinu og verið veitt ofan í Almannagjá til þess að fá vatn á þingstaðinn svo að menn þyrftu ekki að sækja það í gjárnar. Öxarárfoss er elsta „mannvirkið“ á Þingvelli eða afleiðing elstu vatnsveitu feðra vorra. „Þar sem Öxará rennur eftir Almannagjá er hraunið lítið vatnsnúið. Að vísu má finna þar lábarða möl, en hún er úr annarri bergtegund, hefur borist ofan úr fjöllum (Súlum). Þetta gefur í skyn að áin hafi skamman aldur runnið þarna, varla miklu lengur en síðustu 1000 árin“, segir Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur. [2]

Samkvæmt þessu „töldu menn á 12. öld“ að Árfarið hafi verið stíflað miðja vegu milli Brúsastaða og Almannagjár og Öxará veitt í gjána. Rökin eru, auk sögunnar sem rituð var á 12. eða 13. öld, að í flóðum á áin það til að falla í báða farvegi og sennilega var því tiltölulega hægur vandi að beina henni í hvorn farveginn sem var, og loks orð Guðmundar jarðfræðings um lítt vatnsnúið hraun í Almannagjá.

Tilvísanir:
  1. ^ Landið þitt Ísland, 5. bindi, eftir Þorstein Jósepsson, Steindór Steindórsson, Björn Þorsteinsson og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1984.
  2. ^ Vafalaust hefur Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem mikið skrifaði um Þingvelli og sennilega þennan kafla, þetta munnlega eftir Guðmundi Kjartanssyni jarðfræðingi.

Mynd:

Aðrar spurningar um Öxará:
  • Hvaða vísbendingar eru til um að farvegi Öxarár á Þingvöllum hafi verið breytt á 10. öld og nákvæmlega hvar á farveginum að hafa verið breytt?
  • Því er haldið fram að Öxará hafi verið færð úr farvegi sínum fyrir stofnun alþingis árið 930. Er það rétt, og ef svo, hvar rann hún áður og hvernig fóru menn að því að breyta farvegi hennar?
  • Er vitað hvar Öxará rann áður en hún var færð í Öxarárfoss?

...