Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Gáta: Hvernig er björninn á litinn?

Ritstjórn Vísindavefsins

Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona:

Einu sinni sem oftar var ég á ferðalagi þegar ég sá skyndilega að ég stóð um 100 metrum sunnan við gríðarstóran björn. Ég ákvað að ganga 100 metra í austur, sneri mér svo beint í norður og skaut. Björninn féll samstundis dauður niður og ég fór strax og gerði að þessum happafeng. Ég spyr ykkur hins vegar: Hvernig var björninn sem ég skaut á litinn?

Nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti. Vísindavefurinn leitar eftir aðstoð lesenda við að finna út hvernig feldur björnsins var á litinn. Svarið við gátunni byggir einfaldlega á rökleiðslu og bendum við ykkur á að skoða innihald sögunnar vel..

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Mynd: Hunter.gif. Teapot.usask.ca.

Útgáfudagur

21.7.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig er björninn á litinn?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2006. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6078.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 21. júlí). Gáta: Hvernig er björninn á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6078

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig er björninn á litinn?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2006. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6078>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvernig er björninn á litinn?
Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona:

Einu sinni sem oftar var ég á ferðalagi þegar ég sá skyndilega að ég stóð um 100 metrum sunnan við gríðarstóran björn. Ég ákvað að ganga 100 metra í austur, sneri mér svo beint í norður og skaut. Björninn féll samstundis dauður niður og ég fór strax og gerði að þessum happafeng. Ég spyr ykkur hins vegar: Hvernig var björninn sem ég skaut á litinn?

Nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti. Vísindavefurinn leitar eftir aðstoð lesenda við að finna út hvernig feldur björnsins var á litinn. Svarið við gátunni byggir einfaldlega á rökleiðslu og bendum við ykkur á að skoða innihald sögunnar vel..

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Mynd: Hunter.gif. Teapot.usask.ca....