Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme.


Eggjarauða, eða blóm.

Annað orðtak sem hefur sömu merkingu er að lifa eins og ungi í eggi, og á því sést ef til vill merking orðtakanna betur. Unginn er umlukinn hvítu og síðan skurn. Hann fær bæði næringu og skjól og hefur því allt til alls og vel fer um hann á allan hátt.

Bæði orðtökin eru þekkt frá 19. öld. Að lifa eins og blóm(i) í eggi virðist eitthvað eldra og orðasambandið lifa eins og ungi í eggi er hugsanlega skýringartilraun þeirra sem ekki þekktu orðið blóm um eggjarauðuna en það orð virðist einnig tekið að láni á 19. öld. Orðasambandið að lifa eins og blóm(i) í eggi er fengið úr dönsku en þar er talað um at have det som blommen i et æg.

Mynd: Image:Raw egg.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.7.2006

Spyrjandi

Indriði Atli Þórðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"? “ Vísindavefurinn, 27. júlí 2006. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6091.

Guðrún Kvaran. (2006, 27. júlí). Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6091

Guðrún Kvaran. „Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"? “ Vísindavefurinn. 27. júl. 2006. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?
Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme.


Eggjarauða, eða blóm.

Annað orðtak sem hefur sömu merkingu er að lifa eins og ungi í eggi, og á því sést ef til vill merking orðtakanna betur. Unginn er umlukinn hvítu og síðan skurn. Hann fær bæði næringu og skjól og hefur því allt til alls og vel fer um hann á allan hátt.

Bæði orðtökin eru þekkt frá 19. öld. Að lifa eins og blóm(i) í eggi virðist eitthvað eldra og orðasambandið lifa eins og ungi í eggi er hugsanlega skýringartilraun þeirra sem ekki þekktu orðið blóm um eggjarauðuna en það orð virðist einnig tekið að láni á 19. öld. Orðasambandið að lifa eins og blóm(i) í eggi er fengið úr dönsku en þar er talað um at have det som blommen i et æg.

Mynd: Image:Raw egg.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia....