Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?

JGÞ

Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak af myndinni. Að minnsta kosti ein mynd er til af Julian og Thomas saman, hún er birt með þessu svari.

Mynd af Julian Huxley og afa hans Thomas H. Huxley.

Thomas Huxley er meðal annars þekktur fyrir samanburð á líffærum dýra og hann sá að fuglar væru komnir af litlum risaeðlum. Hann átti ríkan þátt í gengi þróunarkenningarinnar. Sonarsonur hans átti síðan gildan þátt í endurnýjun þróunarkenningarinnar um miðja 20. öld.

Á vísindadagatalinu eru fleiri vísindamenn sem tengjast innbyrðist. Þar eru til að mynda stærðfræðingarnir Jakob (1655-1705) og Daniel Bernoulli (1700-1782) en sá fyrrnefndi var föðurbróðir þess síðarnefnda.

Á dagatalinu eru einnig hjónin Marie-Anne og Antoine Lavoisier. Marie-Anne var franskur efnafræðingur sem vann með manni sínum að rannsóknum og þýddi merkar bækur um vísindi á frönsku. Maður hennar er oft nefndur faðir nútíma efnafræði. Hann bar kennsl á súrefni og vetni og gerði fyrstu skrána um frumefni nútímans.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.10.2011

Spyrjandi

James Eiríkur Hafliðason, f. 2006

Tilvísun

JGÞ. „Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?“ Vísindavefurinn, 21. október 2011, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60926.

JGÞ. (2011, 21. október). Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60926

JGÞ. „Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2011. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak af myndinni. Að minnsta kosti ein mynd er til af Julian og Thomas saman, hún er birt með þessu svari.

Mynd af Julian Huxley og afa hans Thomas H. Huxley.

Thomas Huxley er meðal annars þekktur fyrir samanburð á líffærum dýra og hann sá að fuglar væru komnir af litlum risaeðlum. Hann átti ríkan þátt í gengi þróunarkenningarinnar. Sonarsonur hans átti síðan gildan þátt í endurnýjun þróunarkenningarinnar um miðja 20. öld.

Á vísindadagatalinu eru fleiri vísindamenn sem tengjast innbyrðist. Þar eru til að mynda stærðfræðingarnir Jakob (1655-1705) og Daniel Bernoulli (1700-1782) en sá fyrrnefndi var föðurbróðir þess síðarnefnda.

Á dagatalinu eru einnig hjónin Marie-Anne og Antoine Lavoisier. Marie-Anne var franskur efnafræðingur sem vann með manni sínum að rannsóknum og þýddi merkar bækur um vísindi á frönsku. Maður hennar er oft nefndur faðir nútíma efnafræði. Hann bar kennsl á súrefni og vetni og gerði fyrstu skrána um frumefni nútímans.

Mynd:...