Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona:

  • Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt?
  • Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt?
  • Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar?

Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa einstakra landa: Þeir sem eru frá Íslandi eru Íslendingar, Danir búa í Danmörku, Kínverjar í Kína og Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum. Í ákveðnum tilfellum er það hins vegar ekki eins augljóst eins og spurningarnar hér að ofan bera með sér. Guðrún Kvaran fjallar líka um þetta í svörum sínum við spurningunum Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert? og Hvort á maður að segja Mexíkani eða Mexíkói?

Þegar vafi leikur á hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum er ágætt að vita af tveimur gagnlegum vefsíðum. Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ekki einungis að finna lista yfir hvernig rétt er að skrifa heiti landa heims heldur einnig hvað mælt er með að kalla íbúa þessara landa á íslensku.

Hin síðan sem benda má á er Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Þar er hægt að leita að hefðbundinni uppflettimynd orðs, en einnig má setja inn hvaða beygingarmynd orðsins sem er. Í báðum tilfellum fæst uppgefið hvernig orðið beygist. Svo má ekki gleyma Íslenskri orðabók sem alltaf er hægt að fletta upp í.



Hljómsveitin LT United var fulltrúi Litháen í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006. Hvort eru þessir kappar litháískir eða litháskir?

Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar kemur fram að Japanar búi í Japan en á heimasíðu Orðabókar Háskólans er orðið Japanir einnig gefið upp. Í Íslenskri orðabók (2002) kemur sömuleiðis fram að hægt sé að segja hvort sem er Japanir eða Japanar. Filippseyingar búa á Filippseyjum samkvæmt ofangreindum heimasíðum og eru filippseyskir. Þeir sem búa í Litháen kallast Litháar. Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar er lýsingarorðið litháískur gefið en í Íslenskri orðabók er það litháskur. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Kvaran, forstöðumanni Orðabókar Háskólans, er hægt að nota bæði þessi orð en hún mælir þó með að nota orðið litháískur vegna þess að það virðist algengara í máli manna.

Að lokum má geta þess að ef heimildirnar sem hér hafa verið nefndar greiða ekki úr því hvað sé rétt að kalla einstakar þjóðir þá er athugandi að hafa samband við Íslenska málstöð og sjá hvort ekki sé hægt að fá úr því skorið þar.

Mynd: Eurovision Song Contest


Guðrún Kvaran fær bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.8.2006

Spyrjandi

Hildur Einarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6108.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 4. ágúst). Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6108

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6108>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?
Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona:

  • Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt?
  • Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt?
  • Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar?

Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa einstakra landa: Þeir sem eru frá Íslandi eru Íslendingar, Danir búa í Danmörku, Kínverjar í Kína og Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum. Í ákveðnum tilfellum er það hins vegar ekki eins augljóst eins og spurningarnar hér að ofan bera með sér. Guðrún Kvaran fjallar líka um þetta í svörum sínum við spurningunum Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert? og Hvort á maður að segja Mexíkani eða Mexíkói?

Þegar vafi leikur á hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum er ágætt að vita af tveimur gagnlegum vefsíðum. Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ekki einungis að finna lista yfir hvernig rétt er að skrifa heiti landa heims heldur einnig hvað mælt er með að kalla íbúa þessara landa á íslensku.

Hin síðan sem benda má á er Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Þar er hægt að leita að hefðbundinni uppflettimynd orðs, en einnig má setja inn hvaða beygingarmynd orðsins sem er. Í báðum tilfellum fæst uppgefið hvernig orðið beygist. Svo má ekki gleyma Íslenskri orðabók sem alltaf er hægt að fletta upp í.



Hljómsveitin LT United var fulltrúi Litháen í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006. Hvort eru þessir kappar litháískir eða litháskir?

Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar kemur fram að Japanar búi í Japan en á heimasíðu Orðabókar Háskólans er orðið Japanir einnig gefið upp. Í Íslenskri orðabók (2002) kemur sömuleiðis fram að hægt sé að segja hvort sem er Japanir eða Japanar. Filippseyingar búa á Filippseyjum samkvæmt ofangreindum heimasíðum og eru filippseyskir. Þeir sem búa í Litháen kallast Litháar. Á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar er lýsingarorðið litháískur gefið en í Íslenskri orðabók er það litháskur. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Kvaran, forstöðumanni Orðabókar Háskólans, er hægt að nota bæði þessi orð en hún mælir þó með að nota orðið litháískur vegna þess að það virðist algengara í máli manna.

Að lokum má geta þess að ef heimildirnar sem hér hafa verið nefndar greiða ekki úr því hvað sé rétt að kalla einstakar þjóðir þá er athugandi að hafa samband við Íslenska málstöð og sjá hvort ekki sé hægt að fá úr því skorið þar.

Mynd: Eurovision Song Contest


Guðrún Kvaran fær bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars....