Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?

Huginn Freyr Þorsteinsson

Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt.

Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum sem augljóslega eru sannar, og byggja síðan ofan á þær. Hugmyndin er sú að ef undirstöðurnar eru traustar ætti yfirbyggingin að haldast. Slík hugsun er nefnd bjarghyggja (e. foundationalism), en franski heimspekingurinn René Descartes (1596 - 1650) er einn frægasti forvígismaður hennar.

Helstu vandmál bjarghyggju eru að það eru hvorki allir sammála um hvað teljist sjálfljósar staðreyndir né hvaða ályktanir megi draga af þeim. Það er því þekkingarfræðilegur möguleiki á að vísindasamfélagið hafi rangt fyrir sér ef grunnstaðreyndir reynast ósannar eða ef ályktanir sem dregnar eru af þeim eru gallaðar.


„Á bjargi byggði hygginn maður hús“ segir í þekktu barnakvæði; ef undirstaðan er sterk er við því að búast að þekkingin sem á henni byggir sé traust.

Önnur þekkt kenning um þekkingu er samkvæmnishyggja (e. coherentism). Þeir sem aðhyllast hana líta á þekkingu sem net samtengdra staðhæfinga og telja því að ekki sé hægt að meta einstakar staðreyndir úr samhengi heldur verði að meta þekkingarvef okkar í heild sinni.

Þegar þekkingin er svona samtvinnuð geta vísindamenn lent í vandræðum reynist nýjar staðreyndir í trássi við eldri þekkingu. Þannig lýsti vísindaheimspekingurinn Ottó Neurath (1882–1945) hlutskipti vísindamanna:

...eins og sjófarendur sem verða að endurbyggja skip sitt á reginhafi án þess að eiga þess nokkurn kost að færa það í slipp og hluta í sundur og byggja að nýju úr bestu viðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Huginn Freyr Þorsteinsson

doktor í vísindaheimspeki

Útgáfudagur

8.8.2006

Spyrjandi

Bjarni Barkarson, f. 1990

Tilvísun

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2006, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6110.

Huginn Freyr Þorsteinsson. (2006, 8. ágúst). Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6110

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2006. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6110>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt.

Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum sem augljóslega eru sannar, og byggja síðan ofan á þær. Hugmyndin er sú að ef undirstöðurnar eru traustar ætti yfirbyggingin að haldast. Slík hugsun er nefnd bjarghyggja (e. foundationalism), en franski heimspekingurinn René Descartes (1596 - 1650) er einn frægasti forvígismaður hennar.

Helstu vandmál bjarghyggju eru að það eru hvorki allir sammála um hvað teljist sjálfljósar staðreyndir né hvaða ályktanir megi draga af þeim. Það er því þekkingarfræðilegur möguleiki á að vísindasamfélagið hafi rangt fyrir sér ef grunnstaðreyndir reynast ósannar eða ef ályktanir sem dregnar eru af þeim eru gallaðar.


„Á bjargi byggði hygginn maður hús“ segir í þekktu barnakvæði; ef undirstaðan er sterk er við því að búast að þekkingin sem á henni byggir sé traust.

Önnur þekkt kenning um þekkingu er samkvæmnishyggja (e. coherentism). Þeir sem aðhyllast hana líta á þekkingu sem net samtengdra staðhæfinga og telja því að ekki sé hægt að meta einstakar staðreyndir úr samhengi heldur verði að meta þekkingarvef okkar í heild sinni.

Þegar þekkingin er svona samtvinnuð geta vísindamenn lent í vandræðum reynist nýjar staðreyndir í trássi við eldri þekkingu. Þannig lýsti vísindaheimspekingurinn Ottó Neurath (1882–1945) hlutskipti vísindamanna:

...eins og sjófarendur sem verða að endurbyggja skip sitt á reginhafi án þess að eiga þess nokkurn kost að færa það í slipp og hluta í sundur og byggja að nýju úr bestu viðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...