Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?

Á Íslandi eru gerðar segulómrannsóknir á öllum stærstu myndgreiningardeildum og sumar hafa fleiri en eitt segulómtæki. Munur milli segulómtækja liggur fyrst og fremst í stærð og gerð seguls en segulsviðið er oftast á bilinu 0,2 til 2 Tesla.

Stafræn mynd af mannshöfði tekin með segulómtækni.

Í segulómrannsókn þarf að setja líkamshlutann sem á að rannsaka inn í segulsvið. Við rannsóknir á útlimum er hægt að nota „lítil“ tæki og setja einungis viðkomandi útlim inn í tækið. Þá er notaður segull sem er minni um sig og með veikara segulsviði en í stærri tækjum. Minni tæki eru einnig auðveldari í umgengni og ódýrari en þau stærri.

Rannsóknir á búk og höfði þarf hins vegar að gera með tækjum sem líkaminn fer að stórum hluta inn í.

Mynd:

Útgáfudagur

10.5.2012

Spyrjandi

Anna Kristín

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2012. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=61137.

Jónína Guðjónsdóttir. (2012, 10. maí). Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61137

Jónína Guðjónsdóttir. „Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2012. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61137>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.