Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

JMH

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Einnig er afar stórt varp við Vík í Mýrdal.



Nokkrar kríur úr varpi við Vík í Mýrdal

Af þessu má sjá að krían unir hag sínum vel nærri mannabyggðum. Menn hafa tekið eftir að þegar byggð leggst af á tilteknu svæði leggst kríuvarpið oft af fljótlega í kjölfarið, þó slíkt sé ekki algild regla.

Líklegasta skýringin á þessu er að í nágrenni mannabústaða fær krían vernd fyrir ýmsum afræningjum sem undir eðlilegum kringumstæðum herja á varp hennar. Tófan er sennilega skæðasti afræninginn sem herjar á kríuna, en þar sem hún hefur verið ofsótt af mönnum allt frá því að land byggðist heldur hún sig venjulega fjarri mannabústöðum. Krían getur því notfært sér svæði í nágrenni við menn sem tófan heldur sig fjarri.

Þegar byggð leggst af er sennilegt að ferðir tófunnar verði tíðari í kríuvarpinu. Tófan er afar fyrirhyggjusöm skepna og er varptími fugla mikill bjargræðistími hjá henni. Þá sankar hún að sér urmul eggja sem hún grefur niður í jörðina til að eiga þegar harðnar í ári. Tófur geta því valdið miklu tjóni í varpi og því getur verið mjög mikilvægt fyrir kríur að halda sig á tófulausum svæðum.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum eru til dæmis:

Mynd: Fagridalur

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.8.2006

Síðast uppfært

9.5.2022

Spyrjandi

Páll Ólafsson

Tilvísun

JMH. „Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6118.

JMH. (2006, 10. ágúst). Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6118

JMH. „Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?
Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Einnig er afar stórt varp við Vík í Mýrdal.



Nokkrar kríur úr varpi við Vík í Mýrdal

Af þessu má sjá að krían unir hag sínum vel nærri mannabyggðum. Menn hafa tekið eftir að þegar byggð leggst af á tilteknu svæði leggst kríuvarpið oft af fljótlega í kjölfarið, þó slíkt sé ekki algild regla.

Líklegasta skýringin á þessu er að í nágrenni mannabústaða fær krían vernd fyrir ýmsum afræningjum sem undir eðlilegum kringumstæðum herja á varp hennar. Tófan er sennilega skæðasti afræninginn sem herjar á kríuna, en þar sem hún hefur verið ofsótt af mönnum allt frá því að land byggðist heldur hún sig venjulega fjarri mannabústöðum. Krían getur því notfært sér svæði í nágrenni við menn sem tófan heldur sig fjarri.

Þegar byggð leggst af er sennilegt að ferðir tófunnar verði tíðari í kríuvarpinu. Tófan er afar fyrirhyggjusöm skepna og er varptími fugla mikill bjargræðistími hjá henni. Þá sankar hún að sér urmul eggja sem hún grefur niður í jörðina til að eiga þegar harðnar í ári. Tófur geta því valdið miklu tjóni í varpi og því getur verið mjög mikilvægt fyrir kríur að halda sig á tófulausum svæðum.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum eru til dæmis:

Mynd: Fagridalur...