Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Lísa í Undralandi mátti þola ýmislegt meðan hún dvaldist þar í landi. Hún lenti meðal annars í klónum á hjartadrottningunni viðskotaillu, sem hótaði sífellt að gera fólk höfðinu styttra og fleygði Lísu í dýflissu í kastalanum sínum.

Hjartadrottningin hafði mjög gaman af gátum og taldi sig slyngan gátusmið. Á meðan Lísa var fangi hennar lagði hún því fyrir hana ýmsar þrautir. Einn daginn lét hún stilla Lísu upp 8 metra frá útidyrum kastalans og lagði fyrir hana þessa þraut:
Nú ertu 8 metra frá útidyrahurðinni. Þú mátt færa þig nær henni með því að taka helming fjarlægðarinnar að hurðinni í hverju skrefi. Ef þú getur sagt mér hversu mörg skref þú þarft að taka til að komast út um dyrnar þá er þér frjálst að fara. Ef þú giskar hins vegar á rangt svar þá verður þér hent aftur í fangaklefann og átt á hættu að missa höfuðið.
Nú voru góð ráð dýr. Lísu var eins og gefur að skilja mikið í mun að halda höfðinu og nú reyndi víst heldur betur á að nota það. Lísa vill leita til lesenda Vísindavefsins um hjálp við að leysa gátuna og halda þannig í höfuðið. Hversu mörg skref þarf Lísa að taka til þess að komast út um dyrnar?

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Mynd: Mostfamousman.com

Útgáfudagur

14.8.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6124.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 14. ágúst). Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6124

Ritstjórn Vísindavefsins. „Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6124>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Svar birt: Hvernig kemst Lísa í Undralandi út um dyrnar?
Lísa í Undralandi mátti þola ýmislegt meðan hún dvaldist þar í landi. Hún lenti meðal annars í klónum á hjartadrottningunni viðskotaillu, sem hótaði sífellt að gera fólk höfðinu styttra og fleygði Lísu í dýflissu í kastalanum sínum.

Hjartadrottningin hafði mjög gaman af gátum og taldi sig slyngan gátusmið. Á meðan Lísa var fangi hennar lagði hún því fyrir hana ýmsar þrautir. Einn daginn lét hún stilla Lísu upp 8 metra frá útidyrum kastalans og lagði fyrir hana þessa þraut:
Nú ertu 8 metra frá útidyrahurðinni. Þú mátt færa þig nær henni með því að taka helming fjarlægðarinnar að hurðinni í hverju skrefi. Ef þú getur sagt mér hversu mörg skref þú þarft að taka til að komast út um dyrnar þá er þér frjálst að fara. Ef þú giskar hins vegar á rangt svar þá verður þér hent aftur í fangaklefann og átt á hættu að missa höfuðið.
Nú voru góð ráð dýr. Lísu var eins og gefur að skilja mikið í mun að halda höfðinu og nú reyndi víst heldur betur á að nota það. Lísa vill leita til lesenda Vísindavefsins um hjálp við að leysa gátuna og halda þannig í höfuðið. Hversu mörg skref þarf Lísa að taka til þess að komast út um dyrnar?

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Mynd: Mostfamousman.com...