Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Ólafur Páll Jónsson

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin

Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að setja lög um náttúruvernd árið 1909. Ári síðar fengu Norðmenn sína fyrstu löggjöf á þessu sviði, Danir fylgdu í kjölfarið árið 1917 og Finnar árið 1923. Hjörleifur Guttormsson lýsir fyrstu íslensku löggjöfinni um náttúruvernd á eftirfarandi hátt í bókinni Vistkreppa eða náttúruvernd frá 1974:
Við Íslendingar munum hafa orðið einna síðastir Evrópuþjóða til að setja sérstök lög um náttúruvernd árið 1956. Kannski má segja að færra hafi rekið á eftir hér en annars staðar, og strjálbýli og hægfara tæknivæðing hafi hlíft okkur við stórslysum öðrum en gróður- og jarðvegseyðingunni. (bls. 120)
Þótt Íslendingar hafi ekki fengið eiginlega náttúruverndarlöggjöf fyrr en árið 1956 höfðu áður verið sett ýmis lög um friðun, einkum friðun tiltekinna dýrategunda og stjórn veiða og nytja.



Horft úr Skaftafelli yfir á Öræfajökul

Árið 1787 voru sett lög um alfriðun hreindýra, en þau höfðu verið flutt inn skömmu áður. Árið 1849 var einnig gefin út tilskipun um takmarkanir á eggjatöku, netalögnum og veiði í sellátrum. Einnig voru sett lög eða tilskipanir um gróðurvernd. Til að mynda heimiluðu lög frá árinu 1894 sýslunefndum að friða skóglendi og melgresi, og árið 1907 voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri.

Mikilvægt skref í friðun og náttúruvernd var tekið árið 1913 þegar sett voru lög um fuglavernd. Samkvæmt þeim lögum var haförninn alfriðaður frá 1. janúar 1914 (sjá nánar á vef Fuglaverndarfélags Íslands). Árið 1928 voru svo samþykkt lög um stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum. Lögin gengu í gildi í ársbyrjun 1930, en sama ár var haldin mikil lýðveldishátið á Þingvöllum. Nú eru þjóðgarðar Íslands orðnir fjórir, en auk Þingvalla eru það Skaftafell (1967), Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum (1973) og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull (2001).



Snæfellsjökull var gerður að þjóðgarði árið 2001

Það var hins vegar ekki fyrr en með lögunum árið 1956 að Íslendingar eignuðust almenn náttúruverndarlög, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir ólíkum gerðum friðlýsinga. Friðlýsa mætti sérstakar jarðmyndanir, svokölluð náttúruvætti, og landsvæði með einstakt gróðurfar eða dýralíf, nefnd friðlönd. Einnig gáfu lögin heimild til að gera sérstök náttúrusvæði að þjóðgörðum sem væru aðgengilegir almenningi. Árið 1971 voru lögin endurskoðuð og í kjölfarið samdi Náttúruverndarráð ítarlega reglugerð um náttúruvernd sem ráðherra samþykkti árið 1973. Um þessi lög segir Hjörleifur Guttormsson í Vistkreppu eða náttúruvernd:
Ég er þeirrar skoðunar, að meginatriðin í þessum lögum séu mjög til bóta, og í heild sinni ná þau lengra og til fleiri atriða en fyrri löggjöf. Þó eru lög þessi að því leyti svipuð hinum fyrri, að þau taka fyrst og fremst til menningarlegra og félagslegra þátta náttúruverndar, en mjög almennt og takmarkað er fjallað um mengun og hagræna náttúruvernd, og vantar enn tilfinnanlega samræmda löggjöf um þá þætti.

Náttúruvernd á Íslandi – Hvernig er staðan í dag?

Á sjöunda áratug 20. aldar óx náttúruvernd fylgi á Íslandi eins og stofnun ýmissa félaga um náttúruvernd er til vitnis um. Árið 1969 var stofnað félagasamband um landgræðslu og náttúruvernd, Landvernd, sem flest stærri náttúruverndarsamtök áttu aðild að. Fyrsta félagið sem eingöngu helgaði sig náttúruvernd og byggði á aðild almennings var Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), stofnuð árið 1970. Síðar voru stofnuð svipuð samtök á Austurlandi (NAUST) og svo fleiri félög víða um land á næstu árum. Náttúruverndarsamtök Íslands voru að lokum stofnsett árið 1997.



Þingvellir voru fyrsti þjóðgarður Íslands

Talsverð tímamót urðu í sögu íslenskrar umhverfis- og náttúruverndar árið 1990 þegar stofnað var sérstakt umhverfisráðuneyti. Núgildandi lög um náttúruvernd eru frá árinu 1999, en í þessum lögum eru ýmis nýmæli, svo sem um verndun hafsvæða við Ísland.

Í lögunum frá 1999 er meðal annars gert ráð fyrir að á fimm ára fresti láti umhverfisráðherra vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt og leggja fyrir Alþingi. Haustið 2003 birti Umhverfisstofnun tillögur að náttúruverndaráætlun þar sem settar voru fram metnaðarfullar hugmyndir um friðlýsingar á bæði landsvæðum og einstökum plöntu- og dýrategundum. Ýmsum finnst þó að enn halli mjög á náttúruvernd, en umhverfisráðherra lagði einungis til að friða innan við 10 af þeim 75 svæðum sem nefnd voru í tillögum Umhverfisstofnunar.

Þau svæði sem tilgreind voru liggja öll utan við helstu orkunýtingarsvæði landsins, en margir telja að stórar virkjanir, bæði háhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, séu ein helsta ógn við mörg af sérstæðustu svæðum í náttúru Íslands. Má þar nefna Þjórsárver, Langasjó, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið og háhitasvæði á Reykjanesi.

Tafla: Vernduð landsvæði samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaganna (1. janúar 2001) og sérlaga.

Verndarflokkur Fjöldi svæða Stærð í km2 % Íslands
Þjóðgarðar 3 1.940 1,8
Friðlönd 37 2.825 2,7
Náttúruvætti 34 293 0,3
Fólkvangar 13 396 0,4
Vernduð búsvæði 1 0,017 0
Samtals 88 5.471 5,2
Svæði vernduð með sérlögum 3 7.601 4,6
Samtals 91 13.073 9,8

(Náttúra norðursins, bls. 27)

Alþjóðlegir samningar

Auk íslenskra laga um náttúruvernd er Ísland aðili að ýmsum alþjóðlegum samþykktum sem lúta að friðun landsvæða, dýra og plantna. Sem dæmi má nefna að þrjú svæði eru friðuð samkvæmt Ramsarsáttmálanum um friðun votlendis frá árinu 1990, en svæðin eru Þjórsárver (1990), Grunnafjörður í Borgarfirði (1996) og hluti Mývatns og Laxár (1977),. Einnig má nefna Bernarsamninginn um villtar plöntur og dýr, ýmsa samninga um hafvernd og rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lista yfir alþjóðlega samninga um umhverfis- og náttúruvernd er að finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins.

Heimildir og frekara lesefni

Sjá einnig svör við eftirfarandi spurningum

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

16.8.2006

Spyrjandi

Nellý Pétursdóttir

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2006, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6130.

Ólafur Páll Jónsson. (2006, 16. ágúst). Hver er saga náttúruverndar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6130

Ólafur Páll Jónsson. „Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2006. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6130>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?
Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin

Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að setja lög um náttúruvernd árið 1909. Ári síðar fengu Norðmenn sína fyrstu löggjöf á þessu sviði, Danir fylgdu í kjölfarið árið 1917 og Finnar árið 1923. Hjörleifur Guttormsson lýsir fyrstu íslensku löggjöfinni um náttúruvernd á eftirfarandi hátt í bókinni Vistkreppa eða náttúruvernd frá 1974:
Við Íslendingar munum hafa orðið einna síðastir Evrópuþjóða til að setja sérstök lög um náttúruvernd árið 1956. Kannski má segja að færra hafi rekið á eftir hér en annars staðar, og strjálbýli og hægfara tæknivæðing hafi hlíft okkur við stórslysum öðrum en gróður- og jarðvegseyðingunni. (bls. 120)
Þótt Íslendingar hafi ekki fengið eiginlega náttúruverndarlöggjöf fyrr en árið 1956 höfðu áður verið sett ýmis lög um friðun, einkum friðun tiltekinna dýrategunda og stjórn veiða og nytja.



Horft úr Skaftafelli yfir á Öræfajökul

Árið 1787 voru sett lög um alfriðun hreindýra, en þau höfðu verið flutt inn skömmu áður. Árið 1849 var einnig gefin út tilskipun um takmarkanir á eggjatöku, netalögnum og veiði í sellátrum. Einnig voru sett lög eða tilskipanir um gróðurvernd. Til að mynda heimiluðu lög frá árinu 1894 sýslunefndum að friða skóglendi og melgresi, og árið 1907 voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri.

Mikilvægt skref í friðun og náttúruvernd var tekið árið 1913 þegar sett voru lög um fuglavernd. Samkvæmt þeim lögum var haförninn alfriðaður frá 1. janúar 1914 (sjá nánar á vef Fuglaverndarfélags Íslands). Árið 1928 voru svo samþykkt lög um stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum. Lögin gengu í gildi í ársbyrjun 1930, en sama ár var haldin mikil lýðveldishátið á Þingvöllum. Nú eru þjóðgarðar Íslands orðnir fjórir, en auk Þingvalla eru það Skaftafell (1967), Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum (1973) og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull (2001).



Snæfellsjökull var gerður að þjóðgarði árið 2001

Það var hins vegar ekki fyrr en með lögunum árið 1956 að Íslendingar eignuðust almenn náttúruverndarlög, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir ólíkum gerðum friðlýsinga. Friðlýsa mætti sérstakar jarðmyndanir, svokölluð náttúruvætti, og landsvæði með einstakt gróðurfar eða dýralíf, nefnd friðlönd. Einnig gáfu lögin heimild til að gera sérstök náttúrusvæði að þjóðgörðum sem væru aðgengilegir almenningi. Árið 1971 voru lögin endurskoðuð og í kjölfarið samdi Náttúruverndarráð ítarlega reglugerð um náttúruvernd sem ráðherra samþykkti árið 1973. Um þessi lög segir Hjörleifur Guttormsson í Vistkreppu eða náttúruvernd:
Ég er þeirrar skoðunar, að meginatriðin í þessum lögum séu mjög til bóta, og í heild sinni ná þau lengra og til fleiri atriða en fyrri löggjöf. Þó eru lög þessi að því leyti svipuð hinum fyrri, að þau taka fyrst og fremst til menningarlegra og félagslegra þátta náttúruverndar, en mjög almennt og takmarkað er fjallað um mengun og hagræna náttúruvernd, og vantar enn tilfinnanlega samræmda löggjöf um þá þætti.

Náttúruvernd á Íslandi – Hvernig er staðan í dag?

Á sjöunda áratug 20. aldar óx náttúruvernd fylgi á Íslandi eins og stofnun ýmissa félaga um náttúruvernd er til vitnis um. Árið 1969 var stofnað félagasamband um landgræðslu og náttúruvernd, Landvernd, sem flest stærri náttúruverndarsamtök áttu aðild að. Fyrsta félagið sem eingöngu helgaði sig náttúruvernd og byggði á aðild almennings var Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN), stofnuð árið 1970. Síðar voru stofnuð svipuð samtök á Austurlandi (NAUST) og svo fleiri félög víða um land á næstu árum. Náttúruverndarsamtök Íslands voru að lokum stofnsett árið 1997.



Þingvellir voru fyrsti þjóðgarður Íslands

Talsverð tímamót urðu í sögu íslenskrar umhverfis- og náttúruverndar árið 1990 þegar stofnað var sérstakt umhverfisráðuneyti. Núgildandi lög um náttúruvernd eru frá árinu 1999, en í þessum lögum eru ýmis nýmæli, svo sem um verndun hafsvæða við Ísland.

Í lögunum frá 1999 er meðal annars gert ráð fyrir að á fimm ára fresti láti umhverfisráðherra vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt og leggja fyrir Alþingi. Haustið 2003 birti Umhverfisstofnun tillögur að náttúruverndaráætlun þar sem settar voru fram metnaðarfullar hugmyndir um friðlýsingar á bæði landsvæðum og einstökum plöntu- og dýrategundum. Ýmsum finnst þó að enn halli mjög á náttúruvernd, en umhverfisráðherra lagði einungis til að friða innan við 10 af þeim 75 svæðum sem nefnd voru í tillögum Umhverfisstofnunar.

Þau svæði sem tilgreind voru liggja öll utan við helstu orkunýtingarsvæði landsins, en margir telja að stórar virkjanir, bæði háhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, séu ein helsta ógn við mörg af sérstæðustu svæðum í náttúru Íslands. Má þar nefna Þjórsárver, Langasjó, Kerlingarfjöll, Torfajökulssvæðið og háhitasvæði á Reykjanesi.

Tafla: Vernduð landsvæði samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaganna (1. janúar 2001) og sérlaga.

Verndarflokkur Fjöldi svæða Stærð í km2 % Íslands
Þjóðgarðar 3 1.940 1,8
Friðlönd 37 2.825 2,7
Náttúruvætti 34 293 0,3
Fólkvangar 13 396 0,4
Vernduð búsvæði 1 0,017 0
Samtals 88 5.471 5,2
Svæði vernduð með sérlögum 3 7.601 4,6
Samtals 91 13.073 9,8

(Náttúra norðursins, bls. 27)

Alþjóðlegir samningar

Auk íslenskra laga um náttúruvernd er Ísland aðili að ýmsum alþjóðlegum samþykktum sem lúta að friðun landsvæða, dýra og plantna. Sem dæmi má nefna að þrjú svæði eru friðuð samkvæmt Ramsarsáttmálanum um friðun votlendis frá árinu 1990, en svæðin eru Þjórsárver (1990), Grunnafjörður í Borgarfirði (1996) og hluti Mývatns og Laxár (1977),. Einnig má nefna Bernarsamninginn um villtar plöntur og dýr, ýmsa samninga um hafvernd og rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Lista yfir alþjóðlega samninga um umhverfis- og náttúruvernd er að finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins.

Heimildir og frekara lesefni

Sjá einnig svör við eftirfarandi spurningum

...