Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?

Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku bardauz, pardauz og er þar notuð á sama hátt. Merkingartengslin eru þó óljós.

Margir hafa gaman af því að bardúsa við bíla.

Mynd:

Útgáfudagur

9.1.2012

Spyrjandi

Sigurður Einarsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2012. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=61335.

Guðrún Kvaran. (2012, 9. janúar). Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61335

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2012. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61335>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.