Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?

Hrefna Karlsdóttir

Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir Suðurland 1784. Menn og skepnur féllu í unnvörpum veturinn 1785, stór hluti landsmanna var heimilislaus og fjöldinn allur varð hungurmorða. Tukthúsið fylltist af lausagangsfólki og þjófum.

Björn Þórðarson vann rit sitt Refsivist á Íslandi 1761-1925 upp úr bréfi landlæknis og athugunum á skýrslum stiftamtmanns um fangahald. Samkvæmt tölum Björns létust í fangelsinu tæpur helmingur fanga árið 1785 (sjá einnig Þjóðskjalasafn Íslands, Skjalasafn stiftamtmanns III. Nr. 237. Skrár um fangahald 1785-1802). Þar sem níundi áratugur 18. aldar var öllum landsmönnum mjög erfiður er nokkuð öruggt að fangar í tukthúsinu hafi búið við ömurlegan aðbúnað og svelti. Til eru kvörtunarbréf frá föngum frá þessum tíma og einnig bréf frá landlækni þar sem hann fer fram á ýmsar úrbætur til að bæta heilsufar fanganna og stemma stigu við dauðsföllum innan veggja tukthússins. Vafalítið hefur Bruun átt óbeinan þátt í dauðsföllum margra fanga með vanrækslu og skeytingarleysi. Bruun lést svo sjálfur árið 1787.

Steinunn á Sjöundá lést 31. ágúst 1805 innan veggja tukthússins og var dysjuð uppi á Skólavörðuholti. Í krufningarskýrslu sem Klog landlæknir skrifaði stendur að Steinunn hafi látist úr slagi og áréttaði Trampe stiftamtmaður það í bréfi sem hann skrifaði til Kansellísins í Danmörku. Í Árbókum Jóns Espólíns segir að Steinunn hafi látist er hún frétti af staðfestingu hæstaréttar á dauðadómi sínum.

Í Annál nítjándu aldar segir séra Pétur Guðmundsson aftur á móti að sú saga hafi gengið manna á milli að Steinunni hafi verið byrlað eitur. Tveir mögulegir eiturbyrlarar voru nefndir. Annar var Trampe greifi sem ku hafa viljað fá hana náðaða en ekki fengið og hafi því útvegað henni eitur. Hinn var ’Brúnn‘ fangavörður, eins og séra Pétur kallar hann, sem er sagður hafa myrt Steinunni þar sem hún gengi með barn hans undir belti. Engar heimildir finnast þessu til staðfestingar og enginn ’Brúnn‘ fangavörður var að störfum árið 1805 heldur gegndi því embætti Waldbohm nokkur sem einnig var ráðsmaður í fangelsinu. Sá eini sem gat hugsanlega verið ’Brúnn‘ var Sigvardt Bruun en hann lést 1787. Engu að síður hefur dauðdagi Steinunnar verið umdeildur þar sem hún var skráð við góða heilsu þann tíma sem hún sat inni. Hins vegar var aðbúnaður fanga mjög slæmur og mörg dæmi um heilsuhraust fólk sem veiktist og dó innan veggja tukthússins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Hrefna Karlsdóttir, „Múrinn“. Saga tugthússins á Arnarhóli 1761-1813. B.A.-ritgerð í sagnfræði. H.Í. feb. 1996.
  • Annáll nítjándu aldar. Safnað hefur Sjera Pétur Guðmundsson. 1. bindi 1801-1830. Ak. 1912-1922.
  • Íslands Árbækur í sögu-formi. Skrásettar af Jóni Espólín. XII. deild. Kbh. 1855.
  • Björn Þórðarson, Refsivist á Íslandi 1761-1925. Rvk. 1926.

Björn spyr:

Hvað getið þið sagt mér um Danann Sigvardt Bruun?

Heiðrún Dóra sendir bréfið:

Komið þið sæl, hef haft fregnir af draugasöguleiðangri sem nú er farinn um höfuðborgina og þar mun vera sagt frá dönskum fangaverði, Sigvardt Bruun, sem á að hafa nauðgað og myrt 60 fanga í Reykjavík og þar á meðal Steinunni á Sjöundá. Var þessi maður til? Er eitthvað til í þessari fjöldamorðafrásögn? Hvar finnast heimildir um þetta? Með kveðju. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

23.8.2006

Spyrjandi

Björn Kárason, Heiðrún Dóra Eyvindardóttir

Tilvísun

Hrefna Karlsdóttir. „Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2006. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6144.

Hrefna Karlsdóttir. (2006, 23. ágúst). Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6144

Hrefna Karlsdóttir. „Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2006. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6144>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?
Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir Suðurland 1784. Menn og skepnur féllu í unnvörpum veturinn 1785, stór hluti landsmanna var heimilislaus og fjöldinn allur varð hungurmorða. Tukthúsið fylltist af lausagangsfólki og þjófum.

Björn Þórðarson vann rit sitt Refsivist á Íslandi 1761-1925 upp úr bréfi landlæknis og athugunum á skýrslum stiftamtmanns um fangahald. Samkvæmt tölum Björns létust í fangelsinu tæpur helmingur fanga árið 1785 (sjá einnig Þjóðskjalasafn Íslands, Skjalasafn stiftamtmanns III. Nr. 237. Skrár um fangahald 1785-1802). Þar sem níundi áratugur 18. aldar var öllum landsmönnum mjög erfiður er nokkuð öruggt að fangar í tukthúsinu hafi búið við ömurlegan aðbúnað og svelti. Til eru kvörtunarbréf frá föngum frá þessum tíma og einnig bréf frá landlækni þar sem hann fer fram á ýmsar úrbætur til að bæta heilsufar fanganna og stemma stigu við dauðsföllum innan veggja tukthússins. Vafalítið hefur Bruun átt óbeinan þátt í dauðsföllum margra fanga með vanrækslu og skeytingarleysi. Bruun lést svo sjálfur árið 1787.

Steinunn á Sjöundá lést 31. ágúst 1805 innan veggja tukthússins og var dysjuð uppi á Skólavörðuholti. Í krufningarskýrslu sem Klog landlæknir skrifaði stendur að Steinunn hafi látist úr slagi og áréttaði Trampe stiftamtmaður það í bréfi sem hann skrifaði til Kansellísins í Danmörku. Í Árbókum Jóns Espólíns segir að Steinunn hafi látist er hún frétti af staðfestingu hæstaréttar á dauðadómi sínum.

Í Annál nítjándu aldar segir séra Pétur Guðmundsson aftur á móti að sú saga hafi gengið manna á milli að Steinunni hafi verið byrlað eitur. Tveir mögulegir eiturbyrlarar voru nefndir. Annar var Trampe greifi sem ku hafa viljað fá hana náðaða en ekki fengið og hafi því útvegað henni eitur. Hinn var ’Brúnn‘ fangavörður, eins og séra Pétur kallar hann, sem er sagður hafa myrt Steinunni þar sem hún gengi með barn hans undir belti. Engar heimildir finnast þessu til staðfestingar og enginn ’Brúnn‘ fangavörður var að störfum árið 1805 heldur gegndi því embætti Waldbohm nokkur sem einnig var ráðsmaður í fangelsinu. Sá eini sem gat hugsanlega verið ’Brúnn‘ var Sigvardt Bruun en hann lést 1787. Engu að síður hefur dauðdagi Steinunnar verið umdeildur þar sem hún var skráð við góða heilsu þann tíma sem hún sat inni. Hins vegar var aðbúnaður fanga mjög slæmur og mörg dæmi um heilsuhraust fólk sem veiktist og dó innan veggja tukthússins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Hrefna Karlsdóttir, „Múrinn“. Saga tugthússins á Arnarhóli 1761-1813. B.A.-ritgerð í sagnfræði. H.Í. feb. 1996.
  • Annáll nítjándu aldar. Safnað hefur Sjera Pétur Guðmundsson. 1. bindi 1801-1830. Ak. 1912-1922.
  • Íslands Árbækur í sögu-formi. Skrásettar af Jóni Espólín. XII. deild. Kbh. 1855.
  • Björn Þórðarson, Refsivist á Íslandi 1761-1925. Rvk. 1926.

Björn spyr:

Hvað getið þið sagt mér um Danann Sigvardt Bruun?

Heiðrún Dóra sendir bréfið:

Komið þið sæl, hef haft fregnir af draugasöguleiðangri sem nú er farinn um höfuðborgina og þar mun vera sagt frá dönskum fangaverði, Sigvardt Bruun, sem á að hafa nauðgað og myrt 60 fanga í Reykjavík og þar á meðal Steinunni á Sjöundá. Var þessi maður til? Er eitthvað til í þessari fjöldamorðafrásögn? Hvar finnast heimildir um þetta? Með kveðju. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir

...