Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Eskifjörður.

Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðarfirði árið 1843 skrifar sr. Hallgrímur Jónsson eftirfarandi: “Eskjufjörður ... dregur nafn af hnúk nokkrum á Eskjufjarðarheiðarvarpi sem sporöskjulöguð dæld er ofan í og kallast því Eskja” (Múlasýslur, bls. 367). Einar Bragi segir um þetta: “Réttar hefði verið að orða þetta svo, að fjörðurinn drægi nafn af sporöskjunni, Eskjunni, enda var hann langt fram á 19. öld iðulega kallaður Eskjufjörður.” (Eskja I:113).

Á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 er nafnmyndin Eskifjörður en inn af fjarðarbotni er sett nafnið Eskjur (flt.). Í örnefnaskrá er sporaskjan nefnd Askja og eru ýmis örnefni dregin af henni, svo sem Öskjuá.

Nafnmyndin Eskifjörður hefur því þróast af myndinni Eskjufjörður.

Heimildir og mynd:
  • Björn Gunnlaugsson, Uppdráttr Íslands 1844. Norðausturland.
  • Einar Bragi Sigurðsson, Eskja. Sögurit Eskfirðinga. I. Örnefni við Eskifjörð. Eskifirði 1971.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1874. Sögufélag. Örnefnastofnun Íslands. Reykjavík 2000.
  • Mynd: Mats © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

28.8.2006

Síðast uppfært

11.6.2021

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað er þetta Eski í Eskifirði?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2006, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6152.

Svavar Sigmundsson. (2006, 28. ágúst). Hvað er þetta Eski í Eskifirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6152

Svavar Sigmundsson. „Hvað er þetta Eski í Eskifirði?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2006. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?
Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Eskifjörður.

Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðarfirði árið 1843 skrifar sr. Hallgrímur Jónsson eftirfarandi: “Eskjufjörður ... dregur nafn af hnúk nokkrum á Eskjufjarðarheiðarvarpi sem sporöskjulöguð dæld er ofan í og kallast því Eskja” (Múlasýslur, bls. 367). Einar Bragi segir um þetta: “Réttar hefði verið að orða þetta svo, að fjörðurinn drægi nafn af sporöskjunni, Eskjunni, enda var hann langt fram á 19. öld iðulega kallaður Eskjufjörður.” (Eskja I:113).

Á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 er nafnmyndin Eskifjörður en inn af fjarðarbotni er sett nafnið Eskjur (flt.). Í örnefnaskrá er sporaskjan nefnd Askja og eru ýmis örnefni dregin af henni, svo sem Öskjuá.

Nafnmyndin Eskifjörður hefur því þróast af myndinni Eskjufjörður.

Heimildir og mynd:
  • Björn Gunnlaugsson, Uppdráttr Íslands 1844. Norðausturland.
  • Einar Bragi Sigurðsson, Eskja. Sögurit Eskfirðinga. I. Örnefni við Eskifjörð. Eskifirði 1971.
  • Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1874. Sögufélag. Örnefnastofnun Íslands. Reykjavík 2000.
  • Mynd: Mats © Mats Wibe Lund.
...