Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?

Hallgrímur J. Ámundason

Spurningin öll hljóðaði svona:
Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að sjá að Askja og Eski sé samnefnari. Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd?

Um merkingu á „eski-“ eða „öskju-“ í örnefnum vísast í svör við spurningunum Hvað er þetta Eski í Eskifirði? og Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? sem áður hafa birst á Vísindavefnum.

Um tilgátuna um að heiti Eskifjarðar gæti hafa borist hingað með enskum sjómönnum verður að segjast að það er ekki líklegt. Enskir sjómenn voru sannarlega fjölmennir við Íslandsstrendur á 15. öld, samanber svar við spurningunni Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?, en það eru litlar líkur á að nafngiftir þeirra á íslenskum fjöllum hefðu skilað sér þannig til landsmanna að þeir tækju ensk nöfn upp í stað fornra íslenskra örnefna.

Nafn Eskifjarðar og fleiri slíkra örnefna er miklu eldra en siglingar enskra sjómanna og á rætur að rekja aftur til landnámsaldar á Íslandi. Líklegt er að Esifjörður dragi nafn sitt af eskjunni (öskjunni) eða eskinu sem er skál í Kambfelli upp af Eskifirði, en hún sést hér fyrir miðri mynd.

Nafn Eskifjarðar og fleiri slíkra örnefna er aukinheldur miklu eldra en siglingar enskra sjómanna og á rætur að rekja aftur til landnámsaldar á Íslandi. Í Landnámabók kemur Eskifjörður nokkrum sinnum fyrir. Það er því engin ástæða til annars en að ætla að Eskifjörður sé upphaflega íslenskt örnefni sem dragi nafn sitt annað hvort af eskigrasi (plöntunni) eða, og það verður að teljast líklegra í tilfelli Eskifjarðar, af eskjunni (öskjunni) eða eskinu sem er skál í Kambfelli upp af Eskifirði.

Mynd:
  • Mats Wibe Lund. (Sótt 5.05.2021). © Mats Wibe Lund. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

5.5.2021

Spyrjandi

Sigurður Ómar Jónsson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81165.

Hallgrímur J. Ámundason. (2021, 5. maí). Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81165

Hallgrímur J. Ámundason. „Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er örnefnið Eskifjörður komið frá enskum sjómönnum fyrr á öldum?
Spurningin öll hljóðaði svona:

Það er til enskt orð sem er „Eskir“. Það er notað um fjöll sem eru flöt á toppnum eins og þau sem umkringja Eskifjörð. Ég hef á tilfinninguni að enskir sjómenn fyrr á öldum hafi því gefið firðinum nafnið Eskirfjord. Eski = Askja. Askja er gömul eldstöð í enda fjarðarins og erfitt að sjá að Askja og Eski sé samnefnari. Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd?

Um merkingu á „eski-“ eða „öskju-“ í örnefnum vísast í svör við spurningunum Hvað er þetta Eski í Eskifirði? og Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? sem áður hafa birst á Vísindavefnum.

Um tilgátuna um að heiti Eskifjarðar gæti hafa borist hingað með enskum sjómönnum verður að segjast að það er ekki líklegt. Enskir sjómenn voru sannarlega fjölmennir við Íslandsstrendur á 15. öld, samanber svar við spurningunni Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?, en það eru litlar líkur á að nafngiftir þeirra á íslenskum fjöllum hefðu skilað sér þannig til landsmanna að þeir tækju ensk nöfn upp í stað fornra íslenskra örnefna.

Nafn Eskifjarðar og fleiri slíkra örnefna er miklu eldra en siglingar enskra sjómanna og á rætur að rekja aftur til landnámsaldar á Íslandi. Líklegt er að Esifjörður dragi nafn sitt af eskjunni (öskjunni) eða eskinu sem er skál í Kambfelli upp af Eskifirði, en hún sést hér fyrir miðri mynd.

Nafn Eskifjarðar og fleiri slíkra örnefna er aukinheldur miklu eldra en siglingar enskra sjómanna og á rætur að rekja aftur til landnámsaldar á Íslandi. Í Landnámabók kemur Eskifjörður nokkrum sinnum fyrir. Það er því engin ástæða til annars en að ætla að Eskifjörður sé upphaflega íslenskt örnefni sem dragi nafn sitt annað hvort af eskigrasi (plöntunni) eða, og það verður að teljast líklegra í tilfelli Eskifjarðar, af eskjunni (öskjunni) eða eskinu sem er skál í Kambfelli upp af Eskifirði.

Mynd:
  • Mats Wibe Lund. (Sótt 5.05.2021). © Mats Wibe Lund. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
...