Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var tónlist stríðsáranna?

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Með stríðsárunum er yfirleitt átt við tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, eða árin milli 1939-1945. Í Bandaríkjunum var danstónlist þessara ára mjög tengd djassi. Stórsveitir með áberandi blásturshljóðfærum voru geysivinsælar og þar voru menn eins og Duke Ellington (1899-1974), Count Basie (1904-1984) og Glenn Miller (1904-1944) í broddi fylkingar.

Ný tækni gerði það að verkum að tónlistin breiddist hratt út og almenningur gat hlustað á hana heima hjá sér í útvarpi eða jafnvel af hljómplötum. Bandarísk danstónlist varð þannig fljótlega vinsæl um alla Evrópu.

Þessi ár voru líka blómatími margra glæsilegra söngkvenna sem sungu hugljúfa tóna við angurværa texta. Frægasta lag stríðsáranna varð vinsælt beggja vegna víglínunnar, „Lili Marleen“ eftir þýska gyðinginn Norbert Schultze (1911 - 2002). Það var fyrst sungið af söngkonunni Lale Andersen (1905-1972), en síðar söng stórstjarnan Marlene Dietrich (1901-1992) það á ensku með sinni djúpu og seiðandi rödd. Í Englandi varð Vera Lynn frægust söngkvenna, ekki síst fyrir lögin „We’ll meet again“ og „White cliffs of Dover“ sem stöppuðu stáli í stríðshrjáða þjóð.

Hér á landi voru rælar og skottísar spilaðir á harmonikku sjálfsagt algengasta danstónlistin víða um land, en í höfuðborginni störfuðu hins vegar nokkrar hljómsveitir. Á Hótel Borg voru menn farnir að spila djass á árunum fyrir stríð með hljómsveit Jack Quinet. Bjarni Böðvarsson starfrækti einnig hljómsveit og árið 1944 heyrðist fyrst í ungum manni sem átti eftir að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar, en það var Haukur Morthens (1924-1993).

Íslendingar nutu auk þess góðs af hámenntuðum tónlistarmönnum sem fluttust hingað á fyrri hluta síðustu aldar, margir á flótta undan nasismanum. Má þar nefna Victor Urbancic, Carl Billich, Franz Mixa, Karl Lilliendahl, Jan Moraveck, Wilhelm Lansky-Otto, Josef Felzmann, Heinz Edelstein, Róbert Abraham Ottósson, Tage Ammendrup og Fritz Weisshappel. Þessir menn störfuðu ýmist á sviði danstónlistar eða í klassíska geiranum og höfðu mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf.

Á þessum árum voru óperettur settar upp og margar perlur kórtónlistar fluttar, ýmist undir stjórn Páls Ísólfssonar, Victors Urbancic eða Róberts Abrahams Ottóssonar. Helstu tónskáld þessa tíma voru Páll Ísólfsson (1893-1974) og Jón Leifs (1899-1968), sem starfaði í Þýskalandi til ársins 1944, en þá tókst honum að flytja yfir til Svíþjóðar með fjölskyldu sína. Páll Ísólfsson átti talsverðum vinsældum að fagna hér á landi, en Jón Leifs þótti bæði flókinn og óskiljanlegur þá sjaldan sem tónlist hann heyrðist. Strax eftir stríð fluttist hann til Íslands og reyndi að fá tónlist sína flutta hér, en með litlum árangri.

Ríkisútvarpið gegndi frá stofnun sinni árið 1930 mikilvægu hlutverki í tónlistaruppeldi þjóðarinnar. Á vegum þess voru starfræktar hljómsveitir sem spiluðu í beinni útsendingu bæði danstónlist og klassíska tónlist. Þá starfaði einnig mikill fjöldi fólks, og allar götur síðan, í kórum. Samkórar og kirkjukórar voru til í flestum sveitum landsins og árið 1940 var Þjóðkórinn stofnaður af Páli Ísólfssyni. Kórinn fékk rúm í dagskrá útvarpsins undir dagskrárliðnum „Takið undir“, þar sem hugmyndin var að fólk tæki undir með kórnum heima í stofu. Þetta var blómatími íslenskra sönglaga og margar perlur í íslenskri tónlist urðu til á þessum árum. Hér má nefna tónskáld eins og Karl O. Runólfsson (1900-1970), Sigfús Einarsson (1877 - 1939) og marga fleiri.

Á millistríðsárunum hafði verið mikil uppsveifla í öllu menningarlífi álfunnar sem að nokkru leyti var afsprengi heimstyrjaldarinnar fyrri og aðdraganda hennar. Þá kom fyrst fram svokölluð atonal-tónlist, eða tónlist sem ekki laut hefðbundnum lögmálum. Framúrstefna og tilraunamennska í listgreinum átti hins vegar ekki upp á pallborðið hjá stjórn nasistaflokksins í Þýskalandi og því varð stöðnun í þeirri þróun.

Margir framsæknir listamenn reyndu í kjölfarið að koma sér frá Evrópu til Bandaríkjanna, þar sem þeir fengu að starfa óáreittir og nutu oft mikillar hylli. Af nokkrum helstu tónskáldum tímabilsins má nefna Dmitri Dmitrievich Shostakovich (1906-1975) og Sergei Sergeyevich Prokofiev (1891-1953) í Sovétríkjunum, Arnold Franz Schoenberg (1874-1951) og Paul Hindemith (1895-1963), sem báðir fluttu frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, Béla Bartok (1881-1945), sem einnig fluttist til Bandaríkjanna frá Ungverjalandi, Benjamin Britten (1913-1976) í Englandi, Francis Poulenc (1899-1963) og Olivier Messiaen (1908-1992) í Frakklandi og síðast en ekki síst, Igor Stravinsky (1882-1971).

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og frekara lesefni

Myndir

Höfundur

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

29.8.2006

Spyrjandi

Berglind Friðriksdóttir, Hanna Mjöll Þórsdóttir

Tilvísun

Ingibjörg Eyþórsdóttir. „Hvernig var tónlist stríðsáranna?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2006, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6157.

Ingibjörg Eyþórsdóttir. (2006, 29. ágúst). Hvernig var tónlist stríðsáranna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6157

Ingibjörg Eyþórsdóttir. „Hvernig var tónlist stríðsáranna?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2006. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6157>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var tónlist stríðsáranna?
Með stríðsárunum er yfirleitt átt við tíma seinni heimsstyrjaldarinnar, eða árin milli 1939-1945. Í Bandaríkjunum var danstónlist þessara ára mjög tengd djassi. Stórsveitir með áberandi blásturshljóðfærum voru geysivinsælar og þar voru menn eins og Duke Ellington (1899-1974), Count Basie (1904-1984) og Glenn Miller (1904-1944) í broddi fylkingar.

Ný tækni gerði það að verkum að tónlistin breiddist hratt út og almenningur gat hlustað á hana heima hjá sér í útvarpi eða jafnvel af hljómplötum. Bandarísk danstónlist varð þannig fljótlega vinsæl um alla Evrópu.

Þessi ár voru líka blómatími margra glæsilegra söngkvenna sem sungu hugljúfa tóna við angurværa texta. Frægasta lag stríðsáranna varð vinsælt beggja vegna víglínunnar, „Lili Marleen“ eftir þýska gyðinginn Norbert Schultze (1911 - 2002). Það var fyrst sungið af söngkonunni Lale Andersen (1905-1972), en síðar söng stórstjarnan Marlene Dietrich (1901-1992) það á ensku með sinni djúpu og seiðandi rödd. Í Englandi varð Vera Lynn frægust söngkvenna, ekki síst fyrir lögin „We’ll meet again“ og „White cliffs of Dover“ sem stöppuðu stáli í stríðshrjáða þjóð.

Hér á landi voru rælar og skottísar spilaðir á harmonikku sjálfsagt algengasta danstónlistin víða um land, en í höfuðborginni störfuðu hins vegar nokkrar hljómsveitir. Á Hótel Borg voru menn farnir að spila djass á árunum fyrir stríð með hljómsveit Jack Quinet. Bjarni Böðvarsson starfrækti einnig hljómsveit og árið 1944 heyrðist fyrst í ungum manni sem átti eftir að syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar, en það var Haukur Morthens (1924-1993).

Íslendingar nutu auk þess góðs af hámenntuðum tónlistarmönnum sem fluttust hingað á fyrri hluta síðustu aldar, margir á flótta undan nasismanum. Má þar nefna Victor Urbancic, Carl Billich, Franz Mixa, Karl Lilliendahl, Jan Moraveck, Wilhelm Lansky-Otto, Josef Felzmann, Heinz Edelstein, Róbert Abraham Ottósson, Tage Ammendrup og Fritz Weisshappel. Þessir menn störfuðu ýmist á sviði danstónlistar eða í klassíska geiranum og höfðu mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf.

Á þessum árum voru óperettur settar upp og margar perlur kórtónlistar fluttar, ýmist undir stjórn Páls Ísólfssonar, Victors Urbancic eða Róberts Abrahams Ottóssonar. Helstu tónskáld þessa tíma voru Páll Ísólfsson (1893-1974) og Jón Leifs (1899-1968), sem starfaði í Þýskalandi til ársins 1944, en þá tókst honum að flytja yfir til Svíþjóðar með fjölskyldu sína. Páll Ísólfsson átti talsverðum vinsældum að fagna hér á landi, en Jón Leifs þótti bæði flókinn og óskiljanlegur þá sjaldan sem tónlist hann heyrðist. Strax eftir stríð fluttist hann til Íslands og reyndi að fá tónlist sína flutta hér, en með litlum árangri.

Ríkisútvarpið gegndi frá stofnun sinni árið 1930 mikilvægu hlutverki í tónlistaruppeldi þjóðarinnar. Á vegum þess voru starfræktar hljómsveitir sem spiluðu í beinni útsendingu bæði danstónlist og klassíska tónlist. Þá starfaði einnig mikill fjöldi fólks, og allar götur síðan, í kórum. Samkórar og kirkjukórar voru til í flestum sveitum landsins og árið 1940 var Þjóðkórinn stofnaður af Páli Ísólfssyni. Kórinn fékk rúm í dagskrá útvarpsins undir dagskrárliðnum „Takið undir“, þar sem hugmyndin var að fólk tæki undir með kórnum heima í stofu. Þetta var blómatími íslenskra sönglaga og margar perlur í íslenskri tónlist urðu til á þessum árum. Hér má nefna tónskáld eins og Karl O. Runólfsson (1900-1970), Sigfús Einarsson (1877 - 1939) og marga fleiri.

Á millistríðsárunum hafði verið mikil uppsveifla í öllu menningarlífi álfunnar sem að nokkru leyti var afsprengi heimstyrjaldarinnar fyrri og aðdraganda hennar. Þá kom fyrst fram svokölluð atonal-tónlist, eða tónlist sem ekki laut hefðbundnum lögmálum. Framúrstefna og tilraunamennska í listgreinum átti hins vegar ekki upp á pallborðið hjá stjórn nasistaflokksins í Þýskalandi og því varð stöðnun í þeirri þróun.

Margir framsæknir listamenn reyndu í kjölfarið að koma sér frá Evrópu til Bandaríkjanna, þar sem þeir fengu að starfa óáreittir og nutu oft mikillar hylli. Af nokkrum helstu tónskáldum tímabilsins má nefna Dmitri Dmitrievich Shostakovich (1906-1975) og Sergei Sergeyevich Prokofiev (1891-1953) í Sovétríkjunum, Arnold Franz Schoenberg (1874-1951) og Paul Hindemith (1895-1963), sem báðir fluttu frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, Béla Bartok (1881-1945), sem einnig fluttist til Bandaríkjanna frá Ungverjalandi, Benjamin Britten (1913-1976) í Englandi, Francis Poulenc (1899-1963) og Olivier Messiaen (1908-1992) í Frakklandi og síðast en ekki síst, Igor Stravinsky (1882-1971).

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og frekara lesefni

Myndir...