Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?

Bjarki Sveinbjörnsson

Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið.

Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þétt frá og með aldamótunum 1900. Á síðasta fjórðungi 19. aldar höfðu bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir lagt sig fram um að kenna almenningi að leika á hljóðfæri. Það sama átti við um Magnús Einarsson á Akureyri auk fleiri framámanna í héruðum landsins. Margir áhugasamir harmóníumleikarar við kirkjur landsins og á heimilum tóku til að mynda þátt í tónlistarkennslu.

Einna mestum árangri fyrir aldamótin 1900 náði Helgi Helgason með blásturshljóðfæri, en fiðluflokkar létu standa á sér. Jónas bróðir hans kenndi mönnum að leika á fiðlu, en árangurinn skilaði sér í takt við takmarkaða getu meistarans. Þó var hann ötull og leiðandi í kennslu og kórstarfi auk þess að leika á orgel Dómkirkjunnar.

Jónas Helgason (1839-1903) var líklega einn fyrsti Íslendingurinn sem helgaði sig tónlistarstörfum eingöngu. Hann lék á orgel Dómkirjunnar frá 1877 og kenndi meðal annars orgel- og fiðluleik.

Árið 1897 var birt götuauglýsing um karla- og kvennasöng bakvið tjaldið í Iðnaðarmannahúsinu og einnig karlasöng fyrir opnu tjaldi. Þarna áttu líka að koma fram „5 horn, 2 harmonium, 3 violin og flauta“. Lesendur geta reynt að ímynda sér hljóminn í þeirri sveit.

Fleiri og fleiri samspilshópar voru stofnaðir eftir aldamótin 1900. Þetta voru bæði samstæðir og ósamstæðir samspilshópar sem léku opinberlega. Kórastarf óx einnig frá aldamótum og fram undir árið 1918.

Snemma á öðrum áratugi 20. aldar má segja að nokkur hópur fólks hafi verið að undirbúa sig til þátttöku og uppbyggingar á tónlistarlífinu á Íslandi, ekki síst með námi á meginlandinu. Í júní 1913 birtist grein eftir Þorstein Konráðsson í tímaritinu Hljómlistin sem lýsir ágætlega tónlistarsviðinu í Reykjavík 1913 og því sem var í vændum á næstu árum:

Að tiltölu við fólksfjölda hér á landi eru framfarir í söngmentum nú orðnar ærið stórstígar. Nú eru menn farnir að rækja þessa list einvörðungu margir hverjir. Af þeim sem á seinni árum hafa lagt söngmentir og hljóðfæraslátt fyrir sig má telja Herdísi Matthíasdóttur, sem lauk fyrir nokkrum árum námi við hljómlistaskólann í Höfn. Hafði hún lagt fyrir sig söng og píanóspil. Er hún nú sezt að hér heima sem kennari i þeim greinum. Í fyrra útskrifaðist af sama skóla Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Dvelur hann síðan í Dresden, höfuðborg Saxlands til þess að fullkomna sig í píanóspili. Þykir hann fyrirtaks efnilegur í þeirri list. Nú eru á hljómlistaskólanum í Kaupmannahöfn bræðurnir Eggert Guðmundsson og Þórarinn Guðmundsson héðan úr Reykjavík, stundar Eggert píanóspil en Þórarinn fiðluleik. Einnig er þar við nám Reynir Gíslason og Eygló systir hans héðan úr bæ og nema píanóspil. Þá hefir Jón Norðmann og Katrín systir hans einnig verið í Berlín á Þýzkalandi í vetur að læra píanóspil, og Theodór Árnason í Kaupmannahöfn að iðka fiðluleik. Af þeim sem leggja stund á raddsöng má fyrst frægan telja, Pétur Jónsson, sem nú er óperusöngvari á Þýzkalandi og þá Símon Þórðarson og Eggert Stefánsson héðan úr bænum sem lært hafa söng nú fyrirfarandi í Kaupmannahöfn og hafa látið til sín heyra hér fyrir skemstu.[1]

Svona birtist myndin í skrifum Þorsteins Konráðssonar sumarið 1913.

Nokkur tíðindi urðu síðan í tónlistarlífi landsmanna vorið 1914. Þá kom ungur íslenskur eldhugi til landsins að loknu framhaldsnámi í Kaupmannahöfn. Hann hét Þórarinn Guðmundsson og sá vel hvað til þurfti og hóf að kenna ungu fólki að leika á fiðlu og leika fyrir borgarbúa, ásamt því að fara í tónleikarferðir um landið. Hann ræktaði jörðina og sáði fyrstu fræjum þannig að stofna mætti eiginlega hljómsveit í framtíðinni.

„Concert“ með Hljóðfæraflokki Hjálpræðishersins, auglýsing frá öðrum áratugi 20. aldar.

Um þetta leyti fór því tónlistarlíf Íslendinga að verða blómlegra en áður. Helst mátti heyra söng, karlakóra og einsöngvara og einnig í vaxandi mæli íslenska tónlistarmenn sem höfðu komið heim úr námi eða voru í námi eða við störf erlendis og léku á sín hljóðfæri. Á þessum árum urðu konur meira áberandi í tónlistarlífinu, bæði sem meðleikarar með einstaklingum og hópum. Hér má til dæmis nefna Valborgu Einarsson, Kristrúnu Hallgrímsson og einnig er rétt að geta „kvennakonserts“ sem þær Ásta Einarsson, Valborg Einarsson, Eríka Gíslason, Henriette Brynjólfsson og Jarþrúður Pétursdóttir héldu árið 1909.

Auk Þórarins Guðmundssonar, sem árið 1914 var að hefja sinn uppbyggingarferil í íslensku tónlistarlífi, hélt fyrsti íslenski konsertpíanistinn tónleika árið 1912. Hann hét Haraldur Sigurðsson og átti eftir að halda fjölda tónleika, bæði einn og með konu sinni Dóru Sigurðsson sem söng íslensk og erlend lög. Ungur píanóleikari að nafni Jón Norðmann lék einnig á tónleikum árið 1912, en hann stundaði þá nám við tónlistarháskólann í Berlín. Hann lék hér aftur á tónleikum árið 1914 en lést ungur.

Ómögulegt er að telja upp alla sem fram komu á tónleikum á þessum árum. En þeir helstu sem stóðu fyrir tónleikahaldi voru: Sigfús Einarsson, Brynjólfur Þorláksson, Kristrún Hallgrímsson, Oscar Johansen og Paul Bernburg, Geir Sæmundsson, Steingrímur Matthíasson, Ásta Einarsson, systurnar Elín og Herdís Matthíasdætur, Eggert og Þórarinn Guðmundssynir, Eggert og Sigvaldi Stefánssynir auk fleiri einstakra tónlistarmanna.

Á þessum árum komu meðal annars fram Samkór Brynjólfs Þorlákssonar, Karlakór K.F.U.M, söngfélagið Kátir Piltar, Karlakór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, Söngfélagið Iðunn, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakórinn Þrestir og Söngfélagið 17. júní sem hélt hljómleika á vegum Hjálpræðishersins.

Árið 1918 lék Reynir Gíslason tónlist sem samin var við dönsku kvikmyndina Þar sem sorgirnar gleymast.

Árið 1918 voru auglýstir sérstakir tónleikar í Reykjavík. Þá lék Reynir Gíslason tónlist sem samin var við dönsku kvikmyndina Þar sem sorgirnar gleymast sem sýnd var í Nýja bíói. Hann samdi einnig tónlist við myndina Pax Æterna – Friður á jörðu en þeir Theodór Árnason, Reynir Gíslason og Torfi Sigmundsson léku undir þeirri mynd.

Árið 1918 kom lúðrafélagið Harpa fram á tónleikum en með réttu er hægt að segja að sárafátt annað hafi gerst í tónlist á þessu ári. Orsakanna er kannski að leita í inflúensufaraldrinum sem gekk yfir þjóðina á þessu ári. Ljóst er að tónlistarlífið leið fyrir það en faraldurinn felldi meðal annars tvær af efnilegri söngkonum þjóðarinnar og sem höfðu sótt söngnám í Danmörku, systurnar Elínu og Herdísi Matthíasdætur og eflaust fleiri.

En strax árið eftir eftir jókst eldmóðurinn að nýju og tónleikahald og tónlistarlíf blómstraði á komandi árum sem aldrei fyrr.

Tilvísun:
  1. ^ Hljómlistin, 1. Árgangur 1912-1913, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 20.04.2018).

Myndir:

Höfundur

Bjarki Sveinbjörnsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

20.4.2018

Spyrjandi

Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Bjarki Sveinbjörnsson. „Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75402.

Bjarki Sveinbjörnsson. (2018, 20. apríl). Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75402

Bjarki Sveinbjörnsson. „Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75402>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið.

Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þétt frá og með aldamótunum 1900. Á síðasta fjórðungi 19. aldar höfðu bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir lagt sig fram um að kenna almenningi að leika á hljóðfæri. Það sama átti við um Magnús Einarsson á Akureyri auk fleiri framámanna í héruðum landsins. Margir áhugasamir harmóníumleikarar við kirkjur landsins og á heimilum tóku til að mynda þátt í tónlistarkennslu.

Einna mestum árangri fyrir aldamótin 1900 náði Helgi Helgason með blásturshljóðfæri, en fiðluflokkar létu standa á sér. Jónas bróðir hans kenndi mönnum að leika á fiðlu, en árangurinn skilaði sér í takt við takmarkaða getu meistarans. Þó var hann ötull og leiðandi í kennslu og kórstarfi auk þess að leika á orgel Dómkirkjunnar.

Jónas Helgason (1839-1903) var líklega einn fyrsti Íslendingurinn sem helgaði sig tónlistarstörfum eingöngu. Hann lék á orgel Dómkirjunnar frá 1877 og kenndi meðal annars orgel- og fiðluleik.

Árið 1897 var birt götuauglýsing um karla- og kvennasöng bakvið tjaldið í Iðnaðarmannahúsinu og einnig karlasöng fyrir opnu tjaldi. Þarna áttu líka að koma fram „5 horn, 2 harmonium, 3 violin og flauta“. Lesendur geta reynt að ímynda sér hljóminn í þeirri sveit.

Fleiri og fleiri samspilshópar voru stofnaðir eftir aldamótin 1900. Þetta voru bæði samstæðir og ósamstæðir samspilshópar sem léku opinberlega. Kórastarf óx einnig frá aldamótum og fram undir árið 1918.

Snemma á öðrum áratugi 20. aldar má segja að nokkur hópur fólks hafi verið að undirbúa sig til þátttöku og uppbyggingar á tónlistarlífinu á Íslandi, ekki síst með námi á meginlandinu. Í júní 1913 birtist grein eftir Þorstein Konráðsson í tímaritinu Hljómlistin sem lýsir ágætlega tónlistarsviðinu í Reykjavík 1913 og því sem var í vændum á næstu árum:

Að tiltölu við fólksfjölda hér á landi eru framfarir í söngmentum nú orðnar ærið stórstígar. Nú eru menn farnir að rækja þessa list einvörðungu margir hverjir. Af þeim sem á seinni árum hafa lagt söngmentir og hljóðfæraslátt fyrir sig má telja Herdísi Matthíasdóttur, sem lauk fyrir nokkrum árum námi við hljómlistaskólann í Höfn. Hafði hún lagt fyrir sig söng og píanóspil. Er hún nú sezt að hér heima sem kennari i þeim greinum. Í fyrra útskrifaðist af sama skóla Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Dvelur hann síðan í Dresden, höfuðborg Saxlands til þess að fullkomna sig í píanóspili. Þykir hann fyrirtaks efnilegur í þeirri list. Nú eru á hljómlistaskólanum í Kaupmannahöfn bræðurnir Eggert Guðmundsson og Þórarinn Guðmundsson héðan úr Reykjavík, stundar Eggert píanóspil en Þórarinn fiðluleik. Einnig er þar við nám Reynir Gíslason og Eygló systir hans héðan úr bæ og nema píanóspil. Þá hefir Jón Norðmann og Katrín systir hans einnig verið í Berlín á Þýzkalandi í vetur að læra píanóspil, og Theodór Árnason í Kaupmannahöfn að iðka fiðluleik. Af þeim sem leggja stund á raddsöng má fyrst frægan telja, Pétur Jónsson, sem nú er óperusöngvari á Þýzkalandi og þá Símon Þórðarson og Eggert Stefánsson héðan úr bænum sem lært hafa söng nú fyrirfarandi í Kaupmannahöfn og hafa látið til sín heyra hér fyrir skemstu.[1]

Svona birtist myndin í skrifum Þorsteins Konráðssonar sumarið 1913.

Nokkur tíðindi urðu síðan í tónlistarlífi landsmanna vorið 1914. Þá kom ungur íslenskur eldhugi til landsins að loknu framhaldsnámi í Kaupmannahöfn. Hann hét Þórarinn Guðmundsson og sá vel hvað til þurfti og hóf að kenna ungu fólki að leika á fiðlu og leika fyrir borgarbúa, ásamt því að fara í tónleikarferðir um landið. Hann ræktaði jörðina og sáði fyrstu fræjum þannig að stofna mætti eiginlega hljómsveit í framtíðinni.

„Concert“ með Hljóðfæraflokki Hjálpræðishersins, auglýsing frá öðrum áratugi 20. aldar.

Um þetta leyti fór því tónlistarlíf Íslendinga að verða blómlegra en áður. Helst mátti heyra söng, karlakóra og einsöngvara og einnig í vaxandi mæli íslenska tónlistarmenn sem höfðu komið heim úr námi eða voru í námi eða við störf erlendis og léku á sín hljóðfæri. Á þessum árum urðu konur meira áberandi í tónlistarlífinu, bæði sem meðleikarar með einstaklingum og hópum. Hér má til dæmis nefna Valborgu Einarsson, Kristrúnu Hallgrímsson og einnig er rétt að geta „kvennakonserts“ sem þær Ásta Einarsson, Valborg Einarsson, Eríka Gíslason, Henriette Brynjólfsson og Jarþrúður Pétursdóttir héldu árið 1909.

Auk Þórarins Guðmundssonar, sem árið 1914 var að hefja sinn uppbyggingarferil í íslensku tónlistarlífi, hélt fyrsti íslenski konsertpíanistinn tónleika árið 1912. Hann hét Haraldur Sigurðsson og átti eftir að halda fjölda tónleika, bæði einn og með konu sinni Dóru Sigurðsson sem söng íslensk og erlend lög. Ungur píanóleikari að nafni Jón Norðmann lék einnig á tónleikum árið 1912, en hann stundaði þá nám við tónlistarháskólann í Berlín. Hann lék hér aftur á tónleikum árið 1914 en lést ungur.

Ómögulegt er að telja upp alla sem fram komu á tónleikum á þessum árum. En þeir helstu sem stóðu fyrir tónleikahaldi voru: Sigfús Einarsson, Brynjólfur Þorláksson, Kristrún Hallgrímsson, Oscar Johansen og Paul Bernburg, Geir Sæmundsson, Steingrímur Matthíasson, Ásta Einarsson, systurnar Elín og Herdís Matthíasdætur, Eggert og Þórarinn Guðmundssynir, Eggert og Sigvaldi Stefánssynir auk fleiri einstakra tónlistarmanna.

Á þessum árum komu meðal annars fram Samkór Brynjólfs Þorlákssonar, Karlakór K.F.U.M, söngfélagið Kátir Piltar, Karlakór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, Söngfélagið Iðunn, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakórinn Þrestir og Söngfélagið 17. júní sem hélt hljómleika á vegum Hjálpræðishersins.

Árið 1918 lék Reynir Gíslason tónlist sem samin var við dönsku kvikmyndina Þar sem sorgirnar gleymast.

Árið 1918 voru auglýstir sérstakir tónleikar í Reykjavík. Þá lék Reynir Gíslason tónlist sem samin var við dönsku kvikmyndina Þar sem sorgirnar gleymast sem sýnd var í Nýja bíói. Hann samdi einnig tónlist við myndina Pax Æterna – Friður á jörðu en þeir Theodór Árnason, Reynir Gíslason og Torfi Sigmundsson léku undir þeirri mynd.

Árið 1918 kom lúðrafélagið Harpa fram á tónleikum en með réttu er hægt að segja að sárafátt annað hafi gerst í tónlist á þessu ári. Orsakanna er kannski að leita í inflúensufaraldrinum sem gekk yfir þjóðina á þessu ári. Ljóst er að tónlistarlífið leið fyrir það en faraldurinn felldi meðal annars tvær af efnilegri söngkonum þjóðarinnar og sem höfðu sótt söngnám í Danmörku, systurnar Elínu og Herdísi Matthíasdætur og eflaust fleiri.

En strax árið eftir eftir jókst eldmóðurinn að nýju og tónleikahald og tónlistarlíf blómstraði á komandi árum sem aldrei fyrr.

Tilvísun:
  1. ^ Hljómlistin, 1. Árgangur 1912-1913, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 20.04.2018).

Myndir:

...