Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?

Bjarki Sveinbjörnsson

Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar.

Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimildir um hljóðfæratónlist í formi nótna eru engar og frásagnir af hljóðfæraleik bundnar við hljóðfæraheiti eða að leikið hafi verið á nefnd hljóðfæri. Þannig eru lúður og horn nefnd í fornmannasögum og sama má segja um Biskupasögur. Þá er minnst á fiðlara og gígjara í Heimskringlu og þá má lesa í ævintýrasögum frá 14. og 15. öld um hljóðfæri eins og organ, sinfón og salterium. Einnig er minnst á trumbur.

Elstu áreiðanlegu heimildir sem ég hef fundið til þessa um hljóðfæri eru frá Ríkisskjalasafninu í Hamborg og minnst er á í skrá Guðbrands Jónssonar í Landsbókasafni en þar segir svo í einu fornbréfi:


Orgel var til í Skálholti í tíð síðasta kaþólska biskupsins þar.

1542. 14. marz í Hamborg. Bréf borgarstjóra og ráðs í Hamborg „an hern Gysel beschop vor suden Jn Jsslandt” (þ.e. Gizur)[„til Gissurar biskups yfir suður Íslandi” skv. lauslegri þýðingu], þar sem skýrt er frá því að „Ögmundur [Ögmundur Pálsson var biskup í Skálholti 1521-1540] sálugi biskup hafi keypt orgelverk til Skálholtskirkju af Hinrik Martens Hamborgara og standi enn eftir 20 mörk og 10 skildagar lýbskir af andvirðinu, sem Gizur biskup er beðinn að greiða”.

Hér kemur fram að orgel var til í Skálholti í tíð síðasta kaþólska biskupsins þar. Þá eru til frásagnir af hljóðfærum sem til voru er Friðrik Konungi III voru svarnir hollustueiðar á alþingi 1649 og 1662 og eru nefnd hljóðfærin „pípr og trómetr” (pípur/flautur og trompetar) og einnig eru nefnd í heimildum frá fyrri tímum hljóðfærin langspil, fiðla, fíól, bumba, harpa, sinfón og klavier. Fiðla og langspil eru talin íslensk hljóðfæri, þau einu sem nefnd eru svo, og voru þau í notkun sennilega frá siðaskiptum og til loka 19. aldar.

Hér hefur verið minnst á hljóðfærin en ekki tónlistina. Eins og ég benti á í upphafi eru engar heimildir til (svo mér sé kunnugt) um hljóðfæratónlist á nótum frá fyrri tímum á Íslandi. En fjöldi frásagna er til um söng og fagrar raddir. Verður því að ætla að hljóðfæri þessi hafi aðallega verið notuð til undirleiks við söng, bæði sálmasöng sem veraldlegan söng, frekar en að um hreina hljóðfæratónlist hafi verið að ræða.

Má því að framansögðu ætla að sú tónlist sem iðkuð var á Íslandi á 16. og 17. öld hafi mest verið sungin kvæði, sálmar og vikivakar og í þeim tilfellum sem hljóðfæri voru notuð hafi þau verið söngnum til stuðnings.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bjarni Þorsteinsson: Íslensk Þjóðlög. Kaupmannahöfn 1906-09.
  • Guðbrandur Jónsson: Skrá um skjöl er snerta Ísland, íslensk málefni eða íslenska menn, og geymd eru í nokkrum erlendum söfnum. 1931.
  • Matthías Þórðarson: Íslenskir listamenn. Reykjavík 1920.
  • Ólafur Davíðsson: Íslenzkar skemtanir. Kaupmannahöfn, Hið íslenzka bókmentafélag, 1888-92.

Mynd:

Höfundur

Bjarki Sveinbjörnsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

7.5.2001

Spyrjandi

Rannveig Hrólfsdóttir

Tilvísun

Bjarki Sveinbjörnsson. „Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2001, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1574.

Bjarki Sveinbjörnsson. (2001, 7. maí). Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1574

Bjarki Sveinbjörnsson. „Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2001. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1574>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?
Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar.

Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimildir um hljóðfæratónlist í formi nótna eru engar og frásagnir af hljóðfæraleik bundnar við hljóðfæraheiti eða að leikið hafi verið á nefnd hljóðfæri. Þannig eru lúður og horn nefnd í fornmannasögum og sama má segja um Biskupasögur. Þá er minnst á fiðlara og gígjara í Heimskringlu og þá má lesa í ævintýrasögum frá 14. og 15. öld um hljóðfæri eins og organ, sinfón og salterium. Einnig er minnst á trumbur.

Elstu áreiðanlegu heimildir sem ég hef fundið til þessa um hljóðfæri eru frá Ríkisskjalasafninu í Hamborg og minnst er á í skrá Guðbrands Jónssonar í Landsbókasafni en þar segir svo í einu fornbréfi:


Orgel var til í Skálholti í tíð síðasta kaþólska biskupsins þar.

1542. 14. marz í Hamborg. Bréf borgarstjóra og ráðs í Hamborg „an hern Gysel beschop vor suden Jn Jsslandt” (þ.e. Gizur)[„til Gissurar biskups yfir suður Íslandi” skv. lauslegri þýðingu], þar sem skýrt er frá því að „Ögmundur [Ögmundur Pálsson var biskup í Skálholti 1521-1540] sálugi biskup hafi keypt orgelverk til Skálholtskirkju af Hinrik Martens Hamborgara og standi enn eftir 20 mörk og 10 skildagar lýbskir af andvirðinu, sem Gizur biskup er beðinn að greiða”.

Hér kemur fram að orgel var til í Skálholti í tíð síðasta kaþólska biskupsins þar. Þá eru til frásagnir af hljóðfærum sem til voru er Friðrik Konungi III voru svarnir hollustueiðar á alþingi 1649 og 1662 og eru nefnd hljóðfærin „pípr og trómetr” (pípur/flautur og trompetar) og einnig eru nefnd í heimildum frá fyrri tímum hljóðfærin langspil, fiðla, fíól, bumba, harpa, sinfón og klavier. Fiðla og langspil eru talin íslensk hljóðfæri, þau einu sem nefnd eru svo, og voru þau í notkun sennilega frá siðaskiptum og til loka 19. aldar.

Hér hefur verið minnst á hljóðfærin en ekki tónlistina. Eins og ég benti á í upphafi eru engar heimildir til (svo mér sé kunnugt) um hljóðfæratónlist á nótum frá fyrri tímum á Íslandi. En fjöldi frásagna er til um söng og fagrar raddir. Verður því að ætla að hljóðfæri þessi hafi aðallega verið notuð til undirleiks við söng, bæði sálmasöng sem veraldlegan söng, frekar en að um hreina hljóðfæratónlist hafi verið að ræða.

Má því að framansögðu ætla að sú tónlist sem iðkuð var á Íslandi á 16. og 17. öld hafi mest verið sungin kvæði, sálmar og vikivakar og í þeim tilfellum sem hljóðfæri voru notuð hafi þau verið söngnum til stuðnings.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bjarni Þorsteinsson: Íslensk Þjóðlög. Kaupmannahöfn 1906-09.
  • Guðbrandur Jónsson: Skrá um skjöl er snerta Ísland, íslensk málefni eða íslenska menn, og geymd eru í nokkrum erlendum söfnum. 1931.
  • Matthías Þórðarson: Íslenskir listamenn. Reykjavík 1920.
  • Ólafur Davíðsson: Íslenzkar skemtanir. Kaupmannahöfn, Hið íslenzka bókmentafélag, 1888-92.

Mynd:...