Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?

Hervör Alma Árnadóttir

Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þeirri umhyggju sem samfélaginu er nauðsynleg til að það fái að vaxa og dafna (Jane Addams, 2008).

Jane Addams (1860-1935).

Jane Addams (1860-1935) er einn merkasti frumkvöðull í félagsráðgjöf og á sviði samfélagsvinnu. Hún lagði áherslu á að sporna gegn félagslegu ranglæti og taldi að vinna þyrfti með öllu samfélaginu ætti það að takast. Þessi áhersla hennar hefur síðan þróast og þroskast í félagsráðgjöf samtímans sem einkennist af heildarsýn, trú á kraft og getu fólksins og umhyggju fyrir þeim samfélagsvettvangi sem starfað er á. Með krafti sínum og óbilandi trú á valdeflingu einstaklinga og samfélaga beindi Jane Addams sjónum manna að því að allir gætu átt möguleika á innihaldsríku lífi. Hún vann ötullega að mannréttindum, náttúruvernd og friði og fyrir framlag sitt hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 1932 (Addams, 1965; Otters, 2009).

Jane Addams fæddist í smábænum Cedarville í Illinois í Bandaríkjunum 6. september 1860. Sagt er að þar hafi rétt manneskja fæðst á réttum stað, á réttum tíma, með rétt viðhorf til að mæta samfélagi sem var á tímamótum. Addams var af góðum ættum, faðir hennar sagður hafa verið vinur Abrahams Lincolns (1809-1865) forseta á tímum þrælastríðsins. Að eigin sögn ólst hún upp við stranga réttsýni föður síns sem hún lýsti sem miklum andstæðing óréttlætis. Ung að aldri tók hún þá ákvörðun að helga líf sitt mannréttindum. Menntun sína hlaut hún í stúlknaskóla Rockford College og lagði þar stund á latínu, grísku, vísindi og bókmenntafræði. Enn fremur lagði hún rækt við að auka færni sína í ræðu og riti.

Eftir ferðalag um Evrópu og dvöl í fátæktarhverfum Lundúna þar sem Addams kynntist áður óþekktri veröld voru örlög hennar ráðin. Hún kynnti sér Toynbee House í Lundúnum, sem var reist með það að markmiði að bæta aðbúnað og líf heimamanna. Hún notaði þá hugmyndafræði sem grunninn að Hull House, stofnun fyrir sambærilega starfsemi, sem hún opnaði ásamt vinkonu sinni, Ellen Gates Starr (1859-1940), í Chicago árið 1889.

Hull House var stórt hús sem stóð í miðju fátækrahverfi og var nokkurs konar fræðslu-, félags- og menningarmiðstöð, ásamt því að vera heimili stofnendanna. Starfsemi Hull House var sniðin að þörfum samfélagsins hverju sinni. Herbergi voru leigð efnalitlu fólki, boðið upp á barnagæslu fyrir útivinnandi konur, lögð áhersla á fræðslu og kennslu fyrir innflytjendur og mikið lagt upp úr listum og dansi, allt eftir þörfum samfélagins hverju sinni. Allt frá opnun Hull House iðaði það af lífi og krafti fólksins sem þar bjó.

Jane Addams ásamt börnum sem áttu athvarf í Hull House í Chicago. Mynd frá 1933.

Atorkukonan Jane virðist hafa verið óþreytandi við það að sjá og finna ný tækifæri og styðja við jafnrétti og þroska samfélagsins. Hún beitti sér þar sem hennar var þörf og mun hafa gengið í öll störf, hvort sem um götuhreinsun eða kennslu var að ræða. Samhliða starfi sínu að uppbyggingu Hull House vann hún að breyttum lagasetningum í þágu almennings og bættri stöðu kvenna (Addams, 1965; Addams, 1994; Glowacki og Hendry, 1994). Árið 1910 var hún fyrst kvenna kosin forseti samtaka sem höfðu það að markmiði sínu að rannsaka og bæta velferðarsamfélagið í Bandaríkjunum (e. National Conference of Social Welfare) (Stotzer og Tropman, 2006). Sama ár var hún einnig fyrst kvenna gerð að heiðursdoktor við Yale-háskólann.

Addams átti í nánu samstarfi við ýmsa fræðimenn. Hún starfaði til dæmis með George Herbert Mead (1863-1931) að málum er vörðuðu félagslegar umbætur. Einnig starfaði hún með uppeldisfrömuðinum og heimspekingnum John Dewey (1859-1952) sem þekktastur er fyrir hugmyndir sínar um þekkingu og reynslunám. Jane er sögð hafa haft mikil áhrif á kenningar hans út frá þeirri reynslu sem varð til í Hull House (Addams, 1965).

Jane Addams lést eftir erfið veikindi 74 ára. Hún var jarðsett við Hull House að viðstöddu miklu fjölmenni. Fullyrða má að Jane Addams hafi með ötulu starfi sínu lagt hornsteininn að hugmyndafræði félagsráðgjafa og á margan hátt verið langt á undan sinni samtíð.

Heimildir og myndir:

  • Addams, J. (1994). Twenty Years at Hull-House with Autobiographical Notes. New York: Buccaneer Books.
  • Addams, J. (1965). The Social Thought of Jane Addams. Indianapolis, USA: The Bobbs-Merrill Company.
  • Addams, J. (1965). Democracy and Social Ethics. Chicago: University of Illinois Press.
  • Glowacki, P og Hendry, J. (1994). Images of America Hull-House. Charleston SC: Arcadia Publishing.
  • Jane Addams.The Founding of Hull House 1889-1920. Telling the Story and Showing the Way. (2008). Mobilizing the Human Spirit, The Role of Human Services and Civic Engagement in the United States 1900-2000.
  • Otters, R.V. (2009). Following in Jane Addams Footsteps. Journal of Social Work Values & Ethics, 6, (3), 1-18.
  • Stotzer, R.L og Tropman, J. E. (2006). Professionalizing Social Work at the National Level: Women Social Work Leaders, 1910-1982. Journal of Women and Social Work, 21,(1), 9-27.
  • ReCollections. Sótt 2. 1. 2012.
  • University of Illinois Archives. Sótt 2. 1. 2012.

Höfundur

Hervör Alma Árnadóttir

lektor við félagsráðgjafadeild HÍ

Útgáfudagur

2.1.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hervör Alma Árnadóttir. „Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61583.

Hervör Alma Árnadóttir. (2012, 2. janúar). Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61583

Hervör Alma Árnadóttir. „Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61583>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?
Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þeirri umhyggju sem samfélaginu er nauðsynleg til að það fái að vaxa og dafna (Jane Addams, 2008).

Jane Addams (1860-1935).

Jane Addams (1860-1935) er einn merkasti frumkvöðull í félagsráðgjöf og á sviði samfélagsvinnu. Hún lagði áherslu á að sporna gegn félagslegu ranglæti og taldi að vinna þyrfti með öllu samfélaginu ætti það að takast. Þessi áhersla hennar hefur síðan þróast og þroskast í félagsráðgjöf samtímans sem einkennist af heildarsýn, trú á kraft og getu fólksins og umhyggju fyrir þeim samfélagsvettvangi sem starfað er á. Með krafti sínum og óbilandi trú á valdeflingu einstaklinga og samfélaga beindi Jane Addams sjónum manna að því að allir gætu átt möguleika á innihaldsríku lífi. Hún vann ötullega að mannréttindum, náttúruvernd og friði og fyrir framlag sitt hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 1932 (Addams, 1965; Otters, 2009).

Jane Addams fæddist í smábænum Cedarville í Illinois í Bandaríkjunum 6. september 1860. Sagt er að þar hafi rétt manneskja fæðst á réttum stað, á réttum tíma, með rétt viðhorf til að mæta samfélagi sem var á tímamótum. Addams var af góðum ættum, faðir hennar sagður hafa verið vinur Abrahams Lincolns (1809-1865) forseta á tímum þrælastríðsins. Að eigin sögn ólst hún upp við stranga réttsýni föður síns sem hún lýsti sem miklum andstæðing óréttlætis. Ung að aldri tók hún þá ákvörðun að helga líf sitt mannréttindum. Menntun sína hlaut hún í stúlknaskóla Rockford College og lagði þar stund á latínu, grísku, vísindi og bókmenntafræði. Enn fremur lagði hún rækt við að auka færni sína í ræðu og riti.

Eftir ferðalag um Evrópu og dvöl í fátæktarhverfum Lundúna þar sem Addams kynntist áður óþekktri veröld voru örlög hennar ráðin. Hún kynnti sér Toynbee House í Lundúnum, sem var reist með það að markmiði að bæta aðbúnað og líf heimamanna. Hún notaði þá hugmyndafræði sem grunninn að Hull House, stofnun fyrir sambærilega starfsemi, sem hún opnaði ásamt vinkonu sinni, Ellen Gates Starr (1859-1940), í Chicago árið 1889.

Hull House var stórt hús sem stóð í miðju fátækrahverfi og var nokkurs konar fræðslu-, félags- og menningarmiðstöð, ásamt því að vera heimili stofnendanna. Starfsemi Hull House var sniðin að þörfum samfélagsins hverju sinni. Herbergi voru leigð efnalitlu fólki, boðið upp á barnagæslu fyrir útivinnandi konur, lögð áhersla á fræðslu og kennslu fyrir innflytjendur og mikið lagt upp úr listum og dansi, allt eftir þörfum samfélagins hverju sinni. Allt frá opnun Hull House iðaði það af lífi og krafti fólksins sem þar bjó.

Jane Addams ásamt börnum sem áttu athvarf í Hull House í Chicago. Mynd frá 1933.

Atorkukonan Jane virðist hafa verið óþreytandi við það að sjá og finna ný tækifæri og styðja við jafnrétti og þroska samfélagsins. Hún beitti sér þar sem hennar var þörf og mun hafa gengið í öll störf, hvort sem um götuhreinsun eða kennslu var að ræða. Samhliða starfi sínu að uppbyggingu Hull House vann hún að breyttum lagasetningum í þágu almennings og bættri stöðu kvenna (Addams, 1965; Addams, 1994; Glowacki og Hendry, 1994). Árið 1910 var hún fyrst kvenna kosin forseti samtaka sem höfðu það að markmiði sínu að rannsaka og bæta velferðarsamfélagið í Bandaríkjunum (e. National Conference of Social Welfare) (Stotzer og Tropman, 2006). Sama ár var hún einnig fyrst kvenna gerð að heiðursdoktor við Yale-háskólann.

Addams átti í nánu samstarfi við ýmsa fræðimenn. Hún starfaði til dæmis með George Herbert Mead (1863-1931) að málum er vörðuðu félagslegar umbætur. Einnig starfaði hún með uppeldisfrömuðinum og heimspekingnum John Dewey (1859-1952) sem þekktastur er fyrir hugmyndir sínar um þekkingu og reynslunám. Jane er sögð hafa haft mikil áhrif á kenningar hans út frá þeirri reynslu sem varð til í Hull House (Addams, 1965).

Jane Addams lést eftir erfið veikindi 74 ára. Hún var jarðsett við Hull House að viðstöddu miklu fjölmenni. Fullyrða má að Jane Addams hafi með ötulu starfi sínu lagt hornsteininn að hugmyndafræði félagsráðgjafa og á margan hátt verið langt á undan sinni samtíð.

Heimildir og myndir:

  • Addams, J. (1994). Twenty Years at Hull-House with Autobiographical Notes. New York: Buccaneer Books.
  • Addams, J. (1965). The Social Thought of Jane Addams. Indianapolis, USA: The Bobbs-Merrill Company.
  • Addams, J. (1965). Democracy and Social Ethics. Chicago: University of Illinois Press.
  • Glowacki, P og Hendry, J. (1994). Images of America Hull-House. Charleston SC: Arcadia Publishing.
  • Jane Addams.The Founding of Hull House 1889-1920. Telling the Story and Showing the Way. (2008). Mobilizing the Human Spirit, The Role of Human Services and Civic Engagement in the United States 1900-2000.
  • Otters, R.V. (2009). Following in Jane Addams Footsteps. Journal of Social Work Values & Ethics, 6, (3), 1-18.
  • Stotzer, R.L og Tropman, J. E. (2006). Professionalizing Social Work at the National Level: Women Social Work Leaders, 1910-1982. Journal of Women and Social Work, 21,(1), 9-27.
  • ReCollections. Sótt 2. 1. 2012.
  • University of Illinois Archives. Sótt 2. 1. 2012.

...