Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?

Reinar Ágúst Foreman og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Abraham Lincoln fæddist 12. febrúar 1809 í litlum kofa í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Hann var sonur hjónanna Nancy og Thomas Lincoln. Níu ára gamall missti hann móður sína en eignaðist fljótlega stjúpmóður sem hann tók miklu ástfóstri við.

Á uppvaxtarárum sínum hlaut Lincoln litla formlega menntun; samtals var skólaganga hans ekki miklu lengri en eitt ár. Hins vegar var hann mjög námfús og mikill lestrarhestur og endaði með því að lesa á eigin spýtur undir lögfræðipróf. Hann öðlaðist lögmannsréttindi árið 1837, settist að í Springfield í Illinois, hóf þar lögfræðistörf og varð fljótlega mikils metinn lögmaður.

Árið 1842 gekk Lincoln að eiga Mary Todd (1818-1882). Þau eignuðust fjóra syni, Robert, Edward, William og Thomas en aðeins Robert náði fullorðinsaldri.

Abraham Lincoln hóf snemma afskipti af stjórnmálum og var kjörinn á þingið í Washington. Árið 1854 gekk hann til liðs við hinn nýstofnaða Repúblikanaflokk og sex árum seinna var hann tilnefndur frambjóðandi flokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þann 6. nóvember 1860 var Lincoln kjörinn 16. forseti Bandaríkjanna og var hann fyrsti repúblikaninn til að gegna því embætti. Hann tók við embættinu í mars 1861.

Um og eftir miðja 19. öldina voru miklar deilur í Bandaríkjunum um hversu mikil völd ríkin sjálf ættu að hafa og hversu valdamikil alríkisstjórnin ætti að vera. Í Suðurríkjunum var Demókrataflokkurinn allsráðandi og menn þar mjög mótfallnir auknum völdum stjórnarinnar í Washington. Einnig var deilt um þrælahald sem var rótgróið í Suðurríkjunum en naut lítils fylgis fyrir norðan.

Lincoln, hinn nýkjörni forseti, var mikill andstæðingur þrælahalds. Fljótlega eftir að hann var kjörinn forseti sögðu Suðurríkin skilið við alríkið og stofnuðu Suðurríkjasambandið. Borgarastyrjöld braust út í Bandaríkjunum þar sem fylkingar norðan- og sunnanmanna tókust á. Stríðið, sem oft gengur undir nafninu Þrælastríðið, stóð yfir frá 1861 til 1865 og er mannskæðasta stríð sem Bandaríkjamenn hafa háð. Því lauk með sigri Norðurríkjanna. Í stríðinu miðju, árið 1863, gaf Lincoln út tilskipun um afnám þrælahalds.Abraham Lincoln fylgdist með leiksýningu í Ford-leikhúsinu í Washington ásamt konu sinni og öðru pari þegar honum var sýnt banatilræði.

Árið 1864 var Lincoln endurkjörinn forseti. Þetta seinna kjörtímabil hans varð þó ekki langt því 14. apríl árið 1865 var honum sýnt banatilræði í Ford-leikhúsinu í Washington og lést hann af sárum sínum daginn eftir. Tilræðismaðurinn, John Wilkes Booth, var leikari og ákafur stuðningsmaður Suðurríkjasambandsins.

Lincoln er frægur fyrir margra hluta sakir. Hann var til dæmis mikill ræðuskörungur og er frægasta ræða hans til minningar um þá sem féllu við Gettysburg árið 1863. Hann var forseti Bandaríkjanna á mjög viðburðaríkum tíma þegar tekist var á um mál sem höfðu áhrif á framtíðarskipan þjóðmála og hann var maðurinn sem gaf út tilskipun um afnám þrælahalds. Í hugum margra er hann píslarvottur en hann var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem féll fyrir hendi morðingja. Hann hefur ítrekað lent ofarlega á listum sagnfræðinga um mestu forseta Bandaríkjanna og gjarnan trónað þar á toppnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.6.2008

Spyrjandi

Guðrún Halldórsdóttir

Tilvísun

Reinar Ágúst Foreman og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2008. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16734.

Reinar Ágúst Foreman og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 24. júní). Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16734

Reinar Ágúst Foreman og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2008. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16734>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?
Abraham Lincoln fæddist 12. febrúar 1809 í litlum kofa í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Hann var sonur hjónanna Nancy og Thomas Lincoln. Níu ára gamall missti hann móður sína en eignaðist fljótlega stjúpmóður sem hann tók miklu ástfóstri við.

Á uppvaxtarárum sínum hlaut Lincoln litla formlega menntun; samtals var skólaganga hans ekki miklu lengri en eitt ár. Hins vegar var hann mjög námfús og mikill lestrarhestur og endaði með því að lesa á eigin spýtur undir lögfræðipróf. Hann öðlaðist lögmannsréttindi árið 1837, settist að í Springfield í Illinois, hóf þar lögfræðistörf og varð fljótlega mikils metinn lögmaður.

Árið 1842 gekk Lincoln að eiga Mary Todd (1818-1882). Þau eignuðust fjóra syni, Robert, Edward, William og Thomas en aðeins Robert náði fullorðinsaldri.

Abraham Lincoln hóf snemma afskipti af stjórnmálum og var kjörinn á þingið í Washington. Árið 1854 gekk hann til liðs við hinn nýstofnaða Repúblikanaflokk og sex árum seinna var hann tilnefndur frambjóðandi flokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þann 6. nóvember 1860 var Lincoln kjörinn 16. forseti Bandaríkjanna og var hann fyrsti repúblikaninn til að gegna því embætti. Hann tók við embættinu í mars 1861.

Um og eftir miðja 19. öldina voru miklar deilur í Bandaríkjunum um hversu mikil völd ríkin sjálf ættu að hafa og hversu valdamikil alríkisstjórnin ætti að vera. Í Suðurríkjunum var Demókrataflokkurinn allsráðandi og menn þar mjög mótfallnir auknum völdum stjórnarinnar í Washington. Einnig var deilt um þrælahald sem var rótgróið í Suðurríkjunum en naut lítils fylgis fyrir norðan.

Lincoln, hinn nýkjörni forseti, var mikill andstæðingur þrælahalds. Fljótlega eftir að hann var kjörinn forseti sögðu Suðurríkin skilið við alríkið og stofnuðu Suðurríkjasambandið. Borgarastyrjöld braust út í Bandaríkjunum þar sem fylkingar norðan- og sunnanmanna tókust á. Stríðið, sem oft gengur undir nafninu Þrælastríðið, stóð yfir frá 1861 til 1865 og er mannskæðasta stríð sem Bandaríkjamenn hafa háð. Því lauk með sigri Norðurríkjanna. Í stríðinu miðju, árið 1863, gaf Lincoln út tilskipun um afnám þrælahalds.Abraham Lincoln fylgdist með leiksýningu í Ford-leikhúsinu í Washington ásamt konu sinni og öðru pari þegar honum var sýnt banatilræði.

Árið 1864 var Lincoln endurkjörinn forseti. Þetta seinna kjörtímabil hans varð þó ekki langt því 14. apríl árið 1865 var honum sýnt banatilræði í Ford-leikhúsinu í Washington og lést hann af sárum sínum daginn eftir. Tilræðismaðurinn, John Wilkes Booth, var leikari og ákafur stuðningsmaður Suðurríkjasambandsins.

Lincoln er frægur fyrir margra hluta sakir. Hann var til dæmis mikill ræðuskörungur og er frægasta ræða hans til minningar um þá sem féllu við Gettysburg árið 1863. Hann var forseti Bandaríkjanna á mjög viðburðaríkum tíma þegar tekist var á um mál sem höfðu áhrif á framtíðarskipan þjóðmála og hann var maðurinn sem gaf út tilskipun um afnám þrælahalds. Í hugum margra er hann píslarvottur en hann var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem féll fyrir hendi morðingja. Hann hefur ítrekað lent ofarlega á listum sagnfræðinga um mestu forseta Bandaríkjanna og gjarnan trónað þar á toppnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....