Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig tala menn undir rós?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig Holberg (1684–1754) frá sama tíma.

Orðasambandið þekkist í öðrum málum og er líklega komið úr latínu sub rosa þar sem sub merkir ‛undir’. Í dönsku er bæði notað under rosen og sub rosa og í þýsku þekkist unter der Rose reden og einem etwas sub rosa sagen (unter ‛undir’, reden ‛tala, segja’, einem ‛einhverjum’, sagen ‛segja’). Þannig er algengast að orðasambandið sé notað með sögnum sem merkja að ‛tala’ eða ‛segja’.

Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’. Meðal Rómverja til forna var rósin tákn þagmælsku og ástar.

Halldór Halldórsson skrifaði um þetta orðasamband í bókinni Örlög orðanna (1958:24-25). Hann gat þess að meðal Rómverja til forna var rósin tákn þagmælsku og ástar. Að tala undir rós merki þannig í raun ‛segja einhverjum eitthvað í trúnaði, segja eitthvað fullvís þess að um það verði þagað‛. Halldór skrifaði enn fremur:
Í borðsölum á heimilum í Rómaveldi og víðar var rósaskreyting í lofti yfir matborði, sömuleiðis í samkomusölum klaustra. Rósin var tákn þeirrar þagmælsku, sem drottna átti um það, er um var talað.
Síðar sagði hann: „Orðasambandið undir rós er þannig runnið frá gömlum, fögrum sið, eins konar áminningu um þagmælsku um það, sem sagt er eða gert innan veggja heimilisins.“ Síðar fékk orðasambandið víðari merkingu sem er sú sem notuð er í dag.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er að tala undir rós? Hvaðan kemur orðasambandið?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.3.2012

Spyrjandi

Eva Dís

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig tala menn undir rós?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2012, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61639.

Guðrún Kvaran. (2012, 13. mars). Hvernig tala menn undir rós? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61639

Guðrún Kvaran. „Hvernig tala menn undir rós?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2012. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig tala menn undir rós?
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig Holberg (1684–1754) frá sama tíma.

Orðasambandið þekkist í öðrum málum og er líklega komið úr latínu sub rosa þar sem sub merkir ‛undir’. Í dönsku er bæði notað under rosen og sub rosa og í þýsku þekkist unter der Rose reden og einem etwas sub rosa sagen (unter ‛undir’, reden ‛tala, segja’, einem ‛einhverjum’, sagen ‛segja’). Þannig er algengast að orðasambandið sé notað með sögnum sem merkja að ‛tala’ eða ‛segja’.

Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’. Meðal Rómverja til forna var rósin tákn þagmælsku og ástar.

Halldór Halldórsson skrifaði um þetta orðasamband í bókinni Örlög orðanna (1958:24-25). Hann gat þess að meðal Rómverja til forna var rósin tákn þagmælsku og ástar. Að tala undir rós merki þannig í raun ‛segja einhverjum eitthvað í trúnaði, segja eitthvað fullvís þess að um það verði þagað‛. Halldór skrifaði enn fremur:
Í borðsölum á heimilum í Rómaveldi og víðar var rósaskreyting í lofti yfir matborði, sömuleiðis í samkomusölum klaustra. Rósin var tákn þeirrar þagmælsku, sem drottna átti um það, er um var talað.
Síðar sagði hann: „Orðasambandið undir rós er þannig runnið frá gömlum, fögrum sið, eins konar áminningu um þagmælsku um það, sem sagt er eða gert innan veggja heimilisins.“ Síðar fékk orðasambandið víðari merkingu sem er sú sem notuð er í dag.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er að tala undir rós? Hvaðan kemur orðasambandið?
...