Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?

Upphaflega hljómaði spurningin svona:
Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?
Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að baki. Aftur á móti er orðið maríufiskur vel þekkt orð og heimildir til um það að minnsta kosti frá 17. öld.


Rennt fyrir fisk.

Maríufiskurinn var fyrsti fiskur sem sjómaður veiddi á ævinni. Skyldi sá sem veiddi fiskinn gefa hann fátækustu (sumir segja elstu) konunni í verstöðinni þegar komið var í land. Ef maríufiskur unglings var góðfiskur, það er þorskur, ýsa eða lúða, var spáð vel fyrir honum og framtíð hans á sjónum.

Þennan sið má rekja aftur til kaþólskrar trúar og var maríufiskurinn þá eins konar heitfiskur. Heitið var á Maríu mey til fiskiheilla og var henni gefinn fyrsti fiskurinn.

Líklegast er að heitið maríufiskur hafi færst yfir á laxveiðar og fyrsti laxinn sem veiðimaður fékk í veiðiferð þannig verið nefndur maríulax.

Mynd: Íslandsmyndasafn. © Mats Wibe Lund.

Útgáfudagur

5.9.2006

Spyrjandi

Lára Björk
Vilhjálmur Ólafsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?“ Vísindavefurinn, 5. september 2006. Sótt 21. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6171.

Guðrún Kvaran. (2006, 5. september). Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6171

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2006. Vefsíða. 21. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6171>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hans Tómas Björnsson

1975

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum og barnalækningum við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum.