Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?

Þórarinn Sveinsson

Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi.

Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti). Þetta mætti kalla bremsukraft eða bremsuvinnu á íslensku. Í spretthlaupum og fótbolta er til dæmis algengt að aftanlærisvöðvarnir verði fyrir þessu. Í einstaka tilfelli getur vöðvinn líka rifnað þegar hann dregst mjög kröftuglega saman.



Nokkuð algengt er að vöðvar togni eða rifni í fótbolta.

Það getur verið mjög mismunandi hvað gerist nákvæmlega þegar vöðvi rifnar og eins hversu mikið hann rifnar. Vöðvinn er samsettur úr ýmsum vefjategundum eða frumutegundum. Í fyrsta lagi eru vöðvafrumurnar sem mynda langa þræði sem tengjast beinum eða sinum í báða enda. Í öðru lagi er bandvefur sem myndar himnur sem halda vöðvanum saman og sinar sem tengja vöðvann við bein. Í þriðja lagi er þekjuvefur sem myndar meðal annars æðar og síðast en ekki síst liggja taugar í vöðvanum sem koma boðum til hans. Allar þessar vefjategundir geta orðið fyrir skemmdum þegar vöðvinn rifnar.



Við tiltölulega lítið álag geta einstaka vöðvafrumur og bandvefsþræðir rifnað eða trosnað og valdið því sem flestir þekkja sem harðsperrur. Harðsperrur eru sársauki sem myndast þegar bólgur og viðgerðaferli fara af stað í vöðvanum, meðal annars þegar gera þarf við minni háttar rifnun. Það kallast aftur á móti tognun þegar vöðvi rifnar meira og á stærra svæði þannig að við finnum strax fyrir sársauka.

Það sem kannski er betur þekkt sem rifinn vöðvi er þegar vöðvinn rifnar allur í sundur á stóru svæði þannig að vöðvaþræðirnir og æðar á því svæði slitna í sundur og jafnvel líka taugafrumur sem liggja þar um. Þá geta einnig komið stórar rifur í himnur og annan bandvef, allt eftir því hversu mikill áverkinn er.

Vöðvar hafa talsvert mikla viðgerðarhæfileika þannig að þegar um minni háttar rifnun er að ræða tekst vöðvanum oft að gera við sig og verða jafngóður aftur. Stundum verður áverkinn hins vegar það mikill að vöðvafrumur tapast (deyja og eyðast). Þá hefur vöðvinn einhverja möguleika á að mynda nýjar vöðvafrumur en því eru þó takmörk sett hversu mikið líkaminn getur myndað af nýjum frumum.

Áverkinn getur líka verið það mikill að skurðaðgerð þurfi til að sauma vöðvann saman aftur, til dæmis ef vöðvi rifnar í heild sinni á öðrum endanum frá sin eða beini. Ekki er víst að vöðvi sem verður fyrir svo miklu hnjaski nái sér að fullu aftur en það fer eftir eðli skemmdanna og þeim aðferðum sem beitt er við að koma honum saman aftur.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um vöðva, til dæmis:

Myndir:

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

7.9.2006

Spyrjandi

Þorleifur Magnússon

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?“ Vísindavefurinn, 7. september 2006. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6175.

Þórarinn Sveinsson. (2006, 7. september). Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6175

Þórarinn Sveinsson. „Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2006. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6175>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?
Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi.

Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti). Þetta mætti kalla bremsukraft eða bremsuvinnu á íslensku. Í spretthlaupum og fótbolta er til dæmis algengt að aftanlærisvöðvarnir verði fyrir þessu. Í einstaka tilfelli getur vöðvinn líka rifnað þegar hann dregst mjög kröftuglega saman.



Nokkuð algengt er að vöðvar togni eða rifni í fótbolta.

Það getur verið mjög mismunandi hvað gerist nákvæmlega þegar vöðvi rifnar og eins hversu mikið hann rifnar. Vöðvinn er samsettur úr ýmsum vefjategundum eða frumutegundum. Í fyrsta lagi eru vöðvafrumurnar sem mynda langa þræði sem tengjast beinum eða sinum í báða enda. Í öðru lagi er bandvefur sem myndar himnur sem halda vöðvanum saman og sinar sem tengja vöðvann við bein. Í þriðja lagi er þekjuvefur sem myndar meðal annars æðar og síðast en ekki síst liggja taugar í vöðvanum sem koma boðum til hans. Allar þessar vefjategundir geta orðið fyrir skemmdum þegar vöðvinn rifnar.



Við tiltölulega lítið álag geta einstaka vöðvafrumur og bandvefsþræðir rifnað eða trosnað og valdið því sem flestir þekkja sem harðsperrur. Harðsperrur eru sársauki sem myndast þegar bólgur og viðgerðaferli fara af stað í vöðvanum, meðal annars þegar gera þarf við minni háttar rifnun. Það kallast aftur á móti tognun þegar vöðvi rifnar meira og á stærra svæði þannig að við finnum strax fyrir sársauka.

Það sem kannski er betur þekkt sem rifinn vöðvi er þegar vöðvinn rifnar allur í sundur á stóru svæði þannig að vöðvaþræðirnir og æðar á því svæði slitna í sundur og jafnvel líka taugafrumur sem liggja þar um. Þá geta einnig komið stórar rifur í himnur og annan bandvef, allt eftir því hversu mikill áverkinn er.

Vöðvar hafa talsvert mikla viðgerðarhæfileika þannig að þegar um minni háttar rifnun er að ræða tekst vöðvanum oft að gera við sig og verða jafngóður aftur. Stundum verður áverkinn hins vegar það mikill að vöðvafrumur tapast (deyja og eyðast). Þá hefur vöðvinn einhverja möguleika á að mynda nýjar vöðvafrumur en því eru þó takmörk sett hversu mikið líkaminn getur myndað af nýjum frumum.

Áverkinn getur líka verið það mikill að skurðaðgerð þurfi til að sauma vöðvann saman aftur, til dæmis ef vöðvi rifnar í heild sinni á öðrum endanum frá sin eða beini. Ekki er víst að vöðvi sem verður fyrir svo miklu hnjaski nái sér að fullu aftur en það fer eftir eðli skemmdanna og þeim aðferðum sem beitt er við að koma honum saman aftur.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um vöðva, til dæmis:

Myndir:...