Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?

Heiða María Sigurðardóttir

Baldvin spurði:

Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu?


Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannlegri greind.

Meðlimir Mensa eru nú um 100.000 talsins í um 100 löndum. Mensa hefur að auki sérstakar deildir eða útibú í meira en 40 löndum, þar á meðal á Íslandi. Mensa Ísland heldur úti heimasíðunni is.mensa.org.

Í greindarprófum er notaður mismunandi einkunnakvarði, svo ekki er víst að einkunnir úr tveimur ólíkum prófum séu fyllilega sambærilegar. Inntökuskilyrði Mensa miðast því ekki við ákveðna greindarvísitölu heldur við það hvernig fólk stendur sig á prófinu miðað við aðra. Mensa tekur þannig til greina niðurstöður úr stöðluðum greindarprófum, það er prófum sem lögð hafa verið fyrir tiltekinn viðmiðunarhóp. Standi fólk sig betur en 98% próftaka í viðmiðunarhópnum er því heimilt að ganga í samtökin.

Að lokum er rétt að minnast á að greind er yfirgripsmikið hugtak sem greindarpróf geta ef til vill aldrei náð fyllilega utan um. Greindarpróf geta samt sem áður gefið mikilvægar upplýsingar og spáð fyrir um velgengni í námi og starfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.9.2006

Spyrjandi

Sigríður Þóra Einarsdóttir
Baldvin Mar Smárason

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?“ Vísindavefurinn, 19. september 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6196.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 19. september). Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6196

Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?
Baldvin spurði:

Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu?


Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannlegri greind.

Meðlimir Mensa eru nú um 100.000 talsins í um 100 löndum. Mensa hefur að auki sérstakar deildir eða útibú í meira en 40 löndum, þar á meðal á Íslandi. Mensa Ísland heldur úti heimasíðunni is.mensa.org.

Í greindarprófum er notaður mismunandi einkunnakvarði, svo ekki er víst að einkunnir úr tveimur ólíkum prófum séu fyllilega sambærilegar. Inntökuskilyrði Mensa miðast því ekki við ákveðna greindarvísitölu heldur við það hvernig fólk stendur sig á prófinu miðað við aðra. Mensa tekur þannig til greina niðurstöður úr stöðluðum greindarprófum, það er prófum sem lögð hafa verið fyrir tiltekinn viðmiðunarhóp. Standi fólk sig betur en 98% próftaka í viðmiðunarhópnum er því heimilt að ganga í samtökin.

Að lokum er rétt að minnast á að greind er yfirgripsmikið hugtak sem greindarpróf geta ef til vill aldrei náð fyllilega utan um. Greindarpróf geta samt sem áður gefið mikilvægar upplýsingar og spáð fyrir um velgengni í námi og starfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

...