Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Jón Már Halldórsson

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyrfi ekki algjörlega. Hörring kom þessum upplýsingum til tveggja helstu fuglafræðinga landsins, þeirra Bjarna Sæmundssonar og Peter Nielsens, og í framhaldi af því beittu þeir sér fyrir friðun hans og umfangsmikilli gagnaöflun um örninn.

Hinn 10. nóvember 1913 samþykkti Alþingi lög um friðun fugla og eggja en þar var kveðið á um friðun arnarins og eggja hans til fimm ára, frá og með 1. janúar 1914. Þessi lög voru einsdæmi því Íslendingar voru fyrstir allra þjóða til að friða örninn. Þess má geta að nýlega dóu síðustu ernirnir út á Bretlandseyjum en þó hefur fuglafræðingum tekist að koma upp varpstofni að nýju í Skotlandi með norskum haförnum.

Íslendingar voru fyrstir til að friða örninn en hann og egg hans voru friðuð frá og með 1. janúar árið 1914.

Sennilega voru innan við 40 pör á landinu árið 1914 og þrátt fyrir friðun fækkaði örnunum fram yfir 1920. Þá var fjöldinn kominn niður í 25 pör og hlutfall para sem kom upp ungum var innan við helmingur. Líklega rétti stofninn lítillega úr kútnum milli 1920 og 1939 en þá kom enn eitt áfallið þegar lögboðið var að bera árlega út refaeitur sem ernir sóttu einnig í auk annarra fugla. Eitrið var aðallega svonefnt stryknín sem er þrávirkt eitur. Þrátt fyrir að eitrun væri bönnuð á varpsvæðum arna var bannið virt að vettugi auk þess sem ernir voru miskunnarlaust skotnir við Breiðafjörðinn og hreiður eyðilögð.

Margir velunnarar arnarnaris vöruðu við lögunum um um lögbundinn útburð á eitri en flestir þingmenn sem þá sátu á Alþingi skelltu skollaeyrum við aðvörunum. Eitthvað var þó komið til móts við arnarvinina því eitrun var bönnuð á meginútbreiðslusvæði arnarins á Vesturlandi og Vestfjörðum. Það stoðaði þó lítt því ernir komust í eitrið utan svæðisins og drápust unnvörpum. Algjört bann við útburði eiturs var þó samþykkt árið 1964. Örninn tók þá strax að hjarna við og upp úr 1970 tóku menn að merkja fjölgun í stofninum á ný. Á versta skeiði arnarins á 20. öldinni voru aðeins ernir í Ísafjarðardjúpi og við Breiðafjörð en fljótlega fór hann að hasla sér völl á ný á svæðum þar sem hann hafði áður verið, til dæmis á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Arnarstofninn frá 1870. Svörtu punktarnir tákna gróft mat en rauðu beina talningu. Smellið á línuritið til að sjá það stærra.

Frá 1959 hefur örninn verið vaktaður hér á landi. Agnar Ingólfsson, síðar prófessor við Háskóla Íslands, vaktaði hann fyrstu árin. Frá 1959 til 1964 var stofninn um 21-22 pör og var nýliðunin slök en innan við helmingur para kom upp unga. Fimm árum eftir bann við útburði eiturs var stofninn litlu stærri eða frá 22-23 pör. Upp frá því tók stofninn að braggast og fjölgaði jafnt og þétt í honum. Á árunum 1967 til 1987 var árleg fjölgun að meðaltali um 3,5% og var fjöldi para undir lok 9. áratugarins kominn í 40. Fjölgaði örnum um sunnanverðan Breiðafjörð og hófu ernir að verpa að nýju við norðanverðan Faxaflóa. Frá 1990 hefur örnum fjölgað jafnt og þétt og er fjöldi varppara nú í kringum 65 en fjöldinn hefur þannig þrefaldast síðan hætt var að bera út strykníneitur í hræ.

Það er ljóst að með því að stíga hið mikla frumkvöðlaskref að friða örninn fyrstir allra þjóða árið 1914 hafi Íslendingum tekist að bjarga erninum frá útdauða. Þetta var ekki auðvelt skref og fjölmörg önnur ljón voru í veginum, svo sem aldagömul andúð á erninum við Breiðafjörð og víðar auk þess sem útburður á eitri hafði komið í veg fyrir að erninum tækist að þrífast eðlilega. Bann við notkun á strykníneitri var því ekki síður mikilvægt skref í uppbyggingu á arnarstofninum.

Helstu heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.3.2012

Spyrjandi

Guðni Baldur Gíslason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2012, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62035.

Jón Már Halldórsson. (2012, 12. mars). Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62035

Jón Már Halldórsson. „Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2012. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyrfi ekki algjörlega. Hörring kom þessum upplýsingum til tveggja helstu fuglafræðinga landsins, þeirra Bjarna Sæmundssonar og Peter Nielsens, og í framhaldi af því beittu þeir sér fyrir friðun hans og umfangsmikilli gagnaöflun um örninn.

Hinn 10. nóvember 1913 samþykkti Alþingi lög um friðun fugla og eggja en þar var kveðið á um friðun arnarins og eggja hans til fimm ára, frá og með 1. janúar 1914. Þessi lög voru einsdæmi því Íslendingar voru fyrstir allra þjóða til að friða örninn. Þess má geta að nýlega dóu síðustu ernirnir út á Bretlandseyjum en þó hefur fuglafræðingum tekist að koma upp varpstofni að nýju í Skotlandi með norskum haförnum.

Íslendingar voru fyrstir til að friða örninn en hann og egg hans voru friðuð frá og með 1. janúar árið 1914.

Sennilega voru innan við 40 pör á landinu árið 1914 og þrátt fyrir friðun fækkaði örnunum fram yfir 1920. Þá var fjöldinn kominn niður í 25 pör og hlutfall para sem kom upp ungum var innan við helmingur. Líklega rétti stofninn lítillega úr kútnum milli 1920 og 1939 en þá kom enn eitt áfallið þegar lögboðið var að bera árlega út refaeitur sem ernir sóttu einnig í auk annarra fugla. Eitrið var aðallega svonefnt stryknín sem er þrávirkt eitur. Þrátt fyrir að eitrun væri bönnuð á varpsvæðum arna var bannið virt að vettugi auk þess sem ernir voru miskunnarlaust skotnir við Breiðafjörðinn og hreiður eyðilögð.

Margir velunnarar arnarnaris vöruðu við lögunum um um lögbundinn útburð á eitri en flestir þingmenn sem þá sátu á Alþingi skelltu skollaeyrum við aðvörunum. Eitthvað var þó komið til móts við arnarvinina því eitrun var bönnuð á meginútbreiðslusvæði arnarins á Vesturlandi og Vestfjörðum. Það stoðaði þó lítt því ernir komust í eitrið utan svæðisins og drápust unnvörpum. Algjört bann við útburði eiturs var þó samþykkt árið 1964. Örninn tók þá strax að hjarna við og upp úr 1970 tóku menn að merkja fjölgun í stofninum á ný. Á versta skeiði arnarins á 20. öldinni voru aðeins ernir í Ísafjarðardjúpi og við Breiðafjörð en fljótlega fór hann að hasla sér völl á ný á svæðum þar sem hann hafði áður verið, til dæmis á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Arnarstofninn frá 1870. Svörtu punktarnir tákna gróft mat en rauðu beina talningu. Smellið á línuritið til að sjá það stærra.

Frá 1959 hefur örninn verið vaktaður hér á landi. Agnar Ingólfsson, síðar prófessor við Háskóla Íslands, vaktaði hann fyrstu árin. Frá 1959 til 1964 var stofninn um 21-22 pör og var nýliðunin slök en innan við helmingur para kom upp unga. Fimm árum eftir bann við útburði eiturs var stofninn litlu stærri eða frá 22-23 pör. Upp frá því tók stofninn að braggast og fjölgaði jafnt og þétt í honum. Á árunum 1967 til 1987 var árleg fjölgun að meðaltali um 3,5% og var fjöldi para undir lok 9. áratugarins kominn í 40. Fjölgaði örnum um sunnanverðan Breiðafjörð og hófu ernir að verpa að nýju við norðanverðan Faxaflóa. Frá 1990 hefur örnum fjölgað jafnt og þétt og er fjöldi varppara nú í kringum 65 en fjöldinn hefur þannig þrefaldast síðan hætt var að bera út strykníneitur í hræ.

Það er ljóst að með því að stíga hið mikla frumkvöðlaskref að friða örninn fyrstir allra þjóða árið 1914 hafi Íslendingum tekist að bjarga erninum frá útdauða. Þetta var ekki auðvelt skref og fjölmörg önnur ljón voru í veginum, svo sem aldagömul andúð á erninum við Breiðafjörð og víðar auk þess sem útburður á eitri hafði komið í veg fyrir að erninum tækist að þrífast eðlilega. Bann við notkun á strykníneitri var því ekki síður mikilvægt skref í uppbyggingu á arnarstofninum.

Helstu heimildir:

Myndir:

...