Sólin Sólin Rís 05:28 • sest 21:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:00 • Sest 15:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík

Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hjá þeim skuldir.

Sjöundi kafli lögræðislaga fjallar um löggerninga ólögráða manna, en börn eru ólögráða fram að átján ára aldri. Löggerningar geta verið hvers kyns samningar, meðal annars sá samningur sem gerður er þegar myndbandsspóla eða -diskur er tekinn á leigu.

Af lögunum má ráða að þeir sem eru ófjárráða ráða sjálfir sjálfsaflafé sínu og gjafafé. Barn sem fær 500 kr. í afmælisgjöf má því fara út í myndbandaleigu og leigja sér spólu, enda ræður það sjálft hvað það gerir við gjafafé sitt. Auðvitað kemur þó margt annað til skoðunar í þessu samhengi. Lagalega eru menn börn frá fæðingu og fram til átján ára aldurs. Augljóslega á kornabarn lítið sameiginlegt með sautján ára unglingi og börn öðlast smátt og smátt sjálfsákvörðunarrétt.

Sú athöfn að leigja sér mynddisk eða spólu felur í sjálfu ekki í sér mikla skuldsetningu, enda ekki um mikil verðmæti að ræða. Yfirleitt er gerður samningur um eins dags leigu og greitt fyrir hana, og leigutaki skuldbindur sig til að skila hinu leigða í sama ástandi daginn eftir. Ef barnið skilar myndinni á tilsettum tíma er málið því væntanlega úr sögunni og engin frekari skuld stofnast.

En þá vaknar spurningin um það hvað gerist ef spólunni er skilað ónýtri eða of seint, það er að segja ef barnið vanefnir upprunalega leigusamninginn. Um ýmsar vörur gilda sérstök lög varðandi viðskipti barna. Til að mynda mega börn hvorki kaupa áfengi né tóbak. Þá fær barn ekki afhent bókasafnsskírteini nema framvísa sérstakri yfirlýsingu frá forráðamanni. Undirrituð getur þó ekki séð að myndbandaleigur hafi sett sér neinar sérreglur vegna viðskipta við börn.

Til að svara þessu þarf því að líta betur á lögin. Það er meginregla samkvæmt lögunum að samningar sem ófjárráða maður gerir í heimildarleysi binda hann ekki, það er að segja hann þarf ekki að standa við þá. Ef barn tekur mynd á leigu í heimildarleysi má í flestum tilvikum gera ráð fyrir því að barninu sé ekki skylt að greiða skuld sem stofnast vegna slíks samnings.

Réttarstaða myndbandaleiganna er ekki góð hvað innheimtu skuldarinnar varðar. Erfitt er að grípa til innheimtuaðgerða gagnvart börnum, þar sem ekki er hægt að hóta fjárnámi í eignum þeirra eða gera þau gjaldþrota. Ef myndbandaleigur vilja á annað borð gera samninga við ófjárráða börn þá verður að telja að með því taki þær ákveðna áhættu.

Jafnframt þarf að líta til þess að samningar sem þessir byggjast á ákveðnu trausti. Þó að leigutaki skrifi undir blað þess efnis að hann hafi tekið ákveðna mynd á leigu á ákveðnum tíma segir ekkert í þeim samningi um bótaskyldu hans. Annað er til að mynda uppi á teningnum þegar leigðar eru verðmeiri eignir, eins og til dæmis íbúðarhúsnæði en þá er yfirleitt farið fram á fyrirframgreiðslu eða tryggingarvíxil frá leigutaka, sem þá er hægt að ganga í verði tjón á hinu leigða.

Rétt er þó að taka fram að myndbandaleigur geta takmarkað framtíðartjón sitt með því að neita þeim sem ekki skilar spólu, eða skilar henni of seint, um frekari viðskipti.

Undirrituð telur að það mundi verða mjög til hagsbóta fyrir myndbandaleigur, börn og foreldra ef tekið yrði upp svipað kerfi og er við lýði á bókasöfnum. Foreldrar sem ekki treysta börnum sínum til að taka spólur eða diska og skila þeim óskemmdum á réttum tíma geta þá einfaldlega neitað að gangast í ábyrgð fyrir þau.

Jafnframt væri áhugavert ef umboðsmaður barna tæki þessi mál til skoðunar en undirritaðri er ekki kunnugt um að það hafi verið gert.

Að lokum er svo sjálfsagt að minna á að vitaskuld er óheimilt að leigja börnum myndefni sem ekki hæfir aldri þeirra og er bannað börnum.

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.9.2006

Spyrjandi

Guðmundur G.

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?“ Vísindavefurinn, 22. september 2006. Sótt 18. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6205.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 22. september). Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6205

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2006. Vefsíða. 18. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6205>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hjá þeim skuldir.

Sjöundi kafli lögræðislaga fjallar um löggerninga ólögráða manna, en börn eru ólögráða fram að átján ára aldri. Löggerningar geta verið hvers kyns samningar, meðal annars sá samningur sem gerður er þegar myndbandsspóla eða -diskur er tekinn á leigu.

Af lögunum má ráða að þeir sem eru ófjárráða ráða sjálfir sjálfsaflafé sínu og gjafafé. Barn sem fær 500 kr. í afmælisgjöf má því fara út í myndbandaleigu og leigja sér spólu, enda ræður það sjálft hvað það gerir við gjafafé sitt. Auðvitað kemur þó margt annað til skoðunar í þessu samhengi. Lagalega eru menn börn frá fæðingu og fram til átján ára aldurs. Augljóslega á kornabarn lítið sameiginlegt með sautján ára unglingi og börn öðlast smátt og smátt sjálfsákvörðunarrétt.

Sú athöfn að leigja sér mynddisk eða spólu felur í sjálfu ekki í sér mikla skuldsetningu, enda ekki um mikil verðmæti að ræða. Yfirleitt er gerður samningur um eins dags leigu og greitt fyrir hana, og leigutaki skuldbindur sig til að skila hinu leigða í sama ástandi daginn eftir. Ef barnið skilar myndinni á tilsettum tíma er málið því væntanlega úr sögunni og engin frekari skuld stofnast.

En þá vaknar spurningin um það hvað gerist ef spólunni er skilað ónýtri eða of seint, það er að segja ef barnið vanefnir upprunalega leigusamninginn. Um ýmsar vörur gilda sérstök lög varðandi viðskipti barna. Til að mynda mega börn hvorki kaupa áfengi né tóbak. Þá fær barn ekki afhent bókasafnsskírteini nema framvísa sérstakri yfirlýsingu frá forráðamanni. Undirrituð getur þó ekki séð að myndbandaleigur hafi sett sér neinar sérreglur vegna viðskipta við börn.

Til að svara þessu þarf því að líta betur á lögin. Það er meginregla samkvæmt lögunum að samningar sem ófjárráða maður gerir í heimildarleysi binda hann ekki, það er að segja hann þarf ekki að standa við þá. Ef barn tekur mynd á leigu í heimildarleysi má í flestum tilvikum gera ráð fyrir því að barninu sé ekki skylt að greiða skuld sem stofnast vegna slíks samnings.

Réttarstaða myndbandaleiganna er ekki góð hvað innheimtu skuldarinnar varðar. Erfitt er að grípa til innheimtuaðgerða gagnvart börnum, þar sem ekki er hægt að hóta fjárnámi í eignum þeirra eða gera þau gjaldþrota. Ef myndbandaleigur vilja á annað borð gera samninga við ófjárráða börn þá verður að telja að með því taki þær ákveðna áhættu.

Jafnframt þarf að líta til þess að samningar sem þessir byggjast á ákveðnu trausti. Þó að leigutaki skrifi undir blað þess efnis að hann hafi tekið ákveðna mynd á leigu á ákveðnum tíma segir ekkert í þeim samningi um bótaskyldu hans. Annað er til að mynda uppi á teningnum þegar leigðar eru verðmeiri eignir, eins og til dæmis íbúðarhúsnæði en þá er yfirleitt farið fram á fyrirframgreiðslu eða tryggingarvíxil frá leigutaka, sem þá er hægt að ganga í verði tjón á hinu leigða.

Rétt er þó að taka fram að myndbandaleigur geta takmarkað framtíðartjón sitt með því að neita þeim sem ekki skilar spólu, eða skilar henni of seint, um frekari viðskipti.

Undirrituð telur að það mundi verða mjög til hagsbóta fyrir myndbandaleigur, börn og foreldra ef tekið yrði upp svipað kerfi og er við lýði á bókasöfnum. Foreldrar sem ekki treysta börnum sínum til að taka spólur eða diska og skila þeim óskemmdum á réttum tíma geta þá einfaldlega neitað að gangast í ábyrgð fyrir þau.

Jafnframt væri áhugavert ef umboðsmaður barna tæki þessi mál til skoðunar en undirritaðri er ekki kunnugt um að það hafi verið gert.

Að lokum er svo sjálfsagt að minna á að vitaskuld er óheimilt að leigja börnum myndefni sem ekki hæfir aldri þeirra og er bannað börnum....