Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Aðeins ein núlifandi tegund tilheyrir ættkvíslinni Giraffa, en það er G. camelopardalis eða gíraffi. Hins vegar eru tvær tegundir sem teljast til ættarinnar Giraffidae, gíraffinn og ókapi (Okapia johnstoni), dýr sem um margt minnir á sebrahest en er skyldast gíraffa.
Gíraffar lifa í Afríku frá Tsjad í norðanverðri álfunni suður til Suður-Afríku og frá Níger í vestri til Sómalíu í austri. Þessi mikla útbreiðsla hefur skapað nokkur afbrigði gíraffans. Flokkunarfræðingar eru nokkuð sammála um að flokka gíraffa í níu undirtegundir sem byggð er á mynstri. Þessar níu undirtegundir verða nú taldar upp, þess sem upplýsingar um stofnstærð frá 2010 fylgir með.
Giraffa camelopardalis camelopardalis eða núbíugíraffi. Þessi tegund finnst í Suður-Súdan og suðvesturhluta Eþíópíu. Deilitegundin er orðin mjög fáliðuð og hafa stríðsátök haft sitt að segja um það. Aðeins um 250 dýr af deilitegundinni finnast nú á þessum slóðum.
G. c. reticulata eða sómalíugíraffi. Finnst í Norðaustur-Keníu, suðurhluta Eþíópíu og Sómalíu. Talið er að einstaklingar af þessari deilitegund séu um 5.000.
G. c. angolensis eða angólagíraffi. Lifir í Namibíu, Sambíu, Botsvana og vesturhluta Simbabve. Stofnstærðin er um 20.000 dýr.
Útbreiðsla hinna mismunandi deilitegunda gíraffans.
G. c. antiquorum eða kordofangíraffi. Finnst í Mið-Afríku, svo sem í Tsjad, Mið-Afríkulýðveldinu, Kamerún og Kongó. Þessi deilitegund er fáliðuð eða um 3.000 dýr.
G. c. tippelskrichi eða maasaigíraffi. Stundum kallaður kilimanjarogíraffi. Finnst í suðurhluta Keníu og Tansaníu. Stofnstærðin er um 40.000 dýr.
G. c. rothscildi, barongo- eða úgandagíraffi. Finnst í Úganda og Keníu og er í mikilli útrýmingarhættu þar sem talið er að dýrin séu aðeins um 700 talsins.
G. c. giraffa eða suðurafrískigíraffinn. Finnst í suðurhluta Botsvana, norðanverðri Suður-Afríku og í Simbabve og Mósambík. Stofnstærðin er um 12.000 þúsund dýr.
G. c. thornicrofti eða ródesíugíraffi. Finnst aðeins í Luangwa-dal í austanverðri Sambíu. Stofnstærðin er rétt rúmlega 1.500 dýr.
G. c. peralta, oftast kallaður vestur-afríkugíraffi eða nígeríski gíraffinn. Þessi deilitegund er ljósleitari en aðrir gíraffar álfunnar. Þessi dýr eru í mikilli útrýmingarhættu þar sem deilitegundin telur aðeins 220 einstaklinga.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir gíraffa?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2012, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62053.
Jón Már Halldórsson. (2012, 9. maí). Hvað eru til margar tegundir gíraffa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62053
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir gíraffa?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2012. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62053>.