Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mannakorn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:
„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, prentaðir á pappír, sem límdur er á pappaspjöld. Miðana má svo klippa úr spjaldinu, hvern fyrir sig, og geyma í öskju eða stokki. Miðarnir eru svo notaðir á þann hátt, að dreginn er einn og einn, og síðan er flett upp i biblíunni þeim ritningarstað, sem á honum stendur. Þessir miðar eru algengir erlendis hjá kristnu fólki og hafa orðið mörgum manni til blessunar, þar sem orðinu hefir verið réttilega viðtaka veitt. (bls. 192)

Uppruni þess háttar útgáfu á ritningarstöðum sem hér er lýst mun eiga uppruna sinn í Þýskalandi. Í skeyti til undirritaðrar frá Einari Sigurbjörnssyni, prófessor í guðfræði, stendur að mannakorn muni hafa borist hingað frá Noregi eða Danmörku en uppruni þeirra hafi verið hjá svokölluðum Bræðrasöfnuði í Herrnhut sem Zinsendorf greifi skipulagði. Hann hóf árið 1731 útgáfu á bæklingi sem hann nefndi Die Losungen og hefur komið út árlega síðan. Í Losungen er eitt ritningarvers fyrir hvern dag ársins og kemur nýr bæklingur út árlega. Herrnhútar höfðu töluverð áhrif í Danmörku á 18. öld og nutu forréttinda og stóðu meðal annars fyrir kristniboði til Grænlands (Hans Egede).

Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna.

Orðið manna þekkist vel úr Biblíunni um korn sem rigndi af himni samkvæmt Mósebókunum. Á dönsku heitir kornið einnig manna og mannakorn og yfirfærð merking þar er ‛óvænt happ sem einhver verður fyrir’. Sú merking gæti legið að baki íslensku notkuninni á biblíuversunum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.5.2012

Spyrjandi

Sigurbjörn Ástvaldur Friðriksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er mannakorn?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2012, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62223.

Guðrún Kvaran. (2012, 21. maí). Hvað er mannakorn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62223

Guðrún Kvaran. „Hvað er mannakorn?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2012. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62223>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mannakorn?
Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:

„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, prentaðir á pappír, sem límdur er á pappaspjöld. Miðana má svo klippa úr spjaldinu, hvern fyrir sig, og geyma í öskju eða stokki. Miðarnir eru svo notaðir á þann hátt, að dreginn er einn og einn, og síðan er flett upp i biblíunni þeim ritningarstað, sem á honum stendur. Þessir miðar eru algengir erlendis hjá kristnu fólki og hafa orðið mörgum manni til blessunar, þar sem orðinu hefir verið réttilega viðtaka veitt. (bls. 192)

Uppruni þess háttar útgáfu á ritningarstöðum sem hér er lýst mun eiga uppruna sinn í Þýskalandi. Í skeyti til undirritaðrar frá Einari Sigurbjörnssyni, prófessor í guðfræði, stendur að mannakorn muni hafa borist hingað frá Noregi eða Danmörku en uppruni þeirra hafi verið hjá svokölluðum Bræðrasöfnuði í Herrnhut sem Zinsendorf greifi skipulagði. Hann hóf árið 1731 útgáfu á bæklingi sem hann nefndi Die Losungen og hefur komið út árlega síðan. Í Losungen er eitt ritningarvers fyrir hvern dag ársins og kemur nýr bæklingur út árlega. Herrnhútar höfðu töluverð áhrif í Danmörku á 18. öld og nutu forréttinda og stóðu meðal annars fyrir kristniboði til Grænlands (Hans Egede).

Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna.

Orðið manna þekkist vel úr Biblíunni um korn sem rigndi af himni samkvæmt Mósebókunum. Á dönsku heitir kornið einnig manna og mannakorn og yfirfærð merking þar er ‛óvænt happ sem einhver verður fyrir’. Sú merking gæti legið að baki íslensku notkuninni á biblíuversunum.

Mynd:...